Ertu að skemma á þér húðina?

Þegar fólk kemst á unglingsaldur er mikilvægt að hugsa vel um húðina. Þó er ekki sama hvernig er hugsað um húðina eða hvaða efni og snyrtivörur eru notaðar. Sífellt meira hefur borið á því á undanförnum árum að unglingar, og þá helst stelpur, séu að nota virkar húðvörur sem ætlaðar eru fullorðinni húð eða jafnvel húð eldra fólks og vinna gegn öldrun húðarinnar. Slíkar húðvörur eru ekki ætlaðar fyrir notkun á húð ungmenna og geta jafnvel valdið varanlegum skaða. Lesa meira “Ertu að skemma á þér húðina?”