Hvaða áhrif hefur útivera á heilbrigði unglinga?

Hversu mikilvægt er fyrir unglinga að eyða tíma utandyra? Er einhver munur fyrir þau að eyða tíma sínum inni eða úti? Athafnir og lífstíll unglinga hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra og skiptir því máli hvað þau velja sér að gera í frítíma sínum. Það er einföld tilbreyting á hversdagsleika unglinga að stunda útiveru og getur hún skipt sköpum fyrir heilsu þeirra. En eru þau að eyða nógu miklum tíma í útiveruna til þess að njóta góðs af eiginleikum hennar? Lesa meira “Hvaða áhrif hefur útivera á heilbrigði unglinga?”

Tíminn fyrir framan skjáinn

Unglingar í dag eyða mun meira af tímanum sínum fyrir framan skjáinn en gert var áður fyrr. Nú er ekki lengur bara sjónvarp í boði heldur eru það líka snjallsímar, spjaldtölvur, leikjatölvur og margt meira. Á þessum tækjum er svo ótrúlega fjölbreytt val af ,,afþreyingu” í boði fyrir unglingana og má þar á meðal nefna TikTok, Snapchat og Youtube. En vita unglingarnir og foreldrarnir hvað þessi aukni skjátími þýðir fyrir þau eða hvaða áhrif þetta hefur á heilsu þeirra? Margar rannsóknir bæði íslenskar og erlendar hafa kannað áhrif tölvunotkunar á andlega vellíðan og líkamlega heilsu unglinga og hafa þær flestar einblínt á slæmar hliðar of mikillar tölvunotkunar en þrátt fyrir það þarf tölvunotkun ekki að vera alslæm. Lesa meira “Tíminn fyrir framan skjáinn”

Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?

Það er mikið sem huga þarf að þegar kemur að unglingum til að þau geti lifað góðu og öruggu lífi. Það er ekkert eitt sem er nóg að hugsa um heldur eru ótal fyrirbyggjandi þættir sem koma að því eins og meðal annars heilsufar, tómstundir og samvera.

Tómstundir er eitthvað sem er mikið rætt um og mikla áhersla lögð á, meðal annars sem forvörn. Unglingar eru almennt farnir að stunda tómstundir meira en áður fyrr út um allt land og á svipuðum tíma þá hefur neysla þeirra á áfengi og reykingar einnig minnkað. Það er viðurkennt að tómstundir séu fyrirbyggjandi leið og er því mikil áherlsa lögð á tómstundir unglinga en einnig er talað um að samvera fjölskyldu sé mjög fyrirbyggjandi þáttur. Lesa meira “Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?”

Hreyfing barna og unglinga

Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn og unglingar þurfa á að halda í raun og veru. En ráðlögð hreyfing barna er 60 mínútur á dag, sem þó er hægt að skipta niður í styttri tímabil yfir daginn til dæmis 15-30 mínútur í senn. Ég tel að mikilvægt sé að börnum og unglingunum þyki hreyfingin sem þau stunda vera skemmtilega og hún sé fjölbreytt og sé í samræmi við færni þeirra og getu. Lesa meira “Hreyfing barna og unglinga”

Heilsufar unglinga í nútímasamfélagi

Mér finnst sífellt algengara að unglingar séu að greinast með kvíða og þunglyndi ungir og eiga erfitt með daglegt líf. Ég tel að það séu margar ástæður fyrir því sem tengjast þróun nútímasamfélagsins. Bailey og Burch (2006) segja að þunglyndi geti ýmist verið arfgengt eða þróast vegna þess að atburðir verða sem einstaklingum finnst þeir ekki ráða við. Þeir segja að í nútímasamfélagi sé þunglyndi algengasta geðröskunin og getur einstaklingur orðið þunglyndur einnig vegna einangrunar, tölvunotkunar eða hreyfingarleysis. Með þunglyndi fylgir oft kvíði sem lýsir sér þannig að einstaklingur er sífellt hræddur um að eitthvað slæmt muni gerast og finnur fyrir miklum ótta (Örn Bjarnason, 1999). Lesa meira “Heilsufar unglinga í nútímasamfélagi”