Heilsufar unglinga í nútímasamfélagi

Mér finnst sífellt algengara að unglingar séu að greinast með kvíða og þunglyndi ungir og eiga erfitt með daglegt líf. Ég tel að það séu margar ástæður fyrir því sem tengjast þróun nútímasamfélagsins. Bailey og Burch (2006) segja að þunglyndi geti ýmist verið arfgengt eða þróast vegna þess að atburðir verða sem einstaklingum finnst þeir ekki ráða við. Þeir segja að í nútímasamfélagi sé þunglyndi algengasta geðröskunin og getur einstaklingur orðið þunglyndur einnig vegna einangrunar, tölvunotkunar eða hreyfingarleysis. Með þunglyndi fylgir oft kvíði sem lýsir sér þannig að einstaklingur er sífellt hræddur um að eitthvað slæmt muni gerast og finnur fyrir miklum ótta (Örn Bjarnason, 1999). Lesa meira “Heilsufar unglinga í nútímasamfélagi”