Jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar ?

Verandi fædd og uppalin í uppsveitum Árnessýslu (Skeiða – og Gnúpverjahreppi) get ég með sanni sagt að úrval tómstunda sé töluvert minna þar en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju ætli það sé? Jú, í þessum litlu og fámennu sveitarfélögum er í mörgum tilfellum ekki nógu góð aðstaða til að stunda tilteknar tómstundir og í langflestum tilvikum er ekki til fjármagn til að bæta þá aðstöðu sem nú þegar er til því það kemur ekki til með að borga sig. Oftar en ekki skortir líka fagfólk til að halda uppi tómstundastarfi á hinum ýmsu sviðum.

Lesa meira “Jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar ?”

Unglingar úti á landi, gleymast þeir?

Undafarin ár hafa málefni unglinga brunnið mikið á mér, þá ekki síst unglinga sem búa á landsbyggðinni sem eiga erfitt með að sækja tómstundir eða félagsmiðstöðvar vegna vegalengdar. Alveg frá því að ég náði þeim aldri að geta farið í félagsmiðstöðvar hefur mér oft á tíðum fundist landsbyggðin gleymast. Á mínum grunnskólaárum var Reykjavík oftar en ekki miðpunktur viðburða eða þá stærstu þéttbýliskjarnar Íslands, svo sem Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss og oft á tíðum Vestmannaeyjar. Eftir að ég hóf nám við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands þykir mér við ennþá vera að spóla í sömu förunum hvað varðar þessi mál. Ég er alls ekki að setja út á kennara eða kennslu innan veggja Háskólans, heldur held ég að pottur sé brotinn innan Menntamálaráðuneytisins og þeirra aðila sem að sjá um mál unglinga og menntun almennings hér á landi. Lesa meira “Unglingar úti á landi, gleymast þeir?”