Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?

Unglingsárin geta verið flóknustu ár ævinnar, miklar breytingar eru á þeim tíma og má þar nefna kynþroskaaldurinn. Á kynþroskaaldrinum verða miklar breytingar á andlega, tilfinninga og félagsþroska okkar. Sjálfsmyndin er mikilvæg á unglingsárum og því er mjög gott að hafa góða sjálfsmynd. Þroskun hennar skiptir miklu máli á unglingsárum og er það eitt helsta verkefni þeirra að þroska og uppgvöta sjálfsmynd sína. Hún hættir aldrei að þroskast, hún getur breyst og þroskast með þeim nýju hlutverkum sem einstaklingurinn tekur sér fyrir hendur, mismunandi aðstæður sem það er í og þær breytingar sem verða á lífi einstaklingsins. Sjálfsmyndin byggist upp í samskiptum og með auknum þroska, meðvitund og félagslegum kröfum (Demo,1992). Lesa meira “Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?”

Hvar á að geyma geðveikina?

Það er að verða mun algengara að börn og unglingar greinast með geðræna sjúkdóma í dag. Það er misjafnt eftir löndum hversu góð úrræðin eru fyrir þá einstaklinga. Þótt hér á landi hafi verið brugðist við úrræðum fyrir geðsjúk ungmenni á undanförnum árum,  þá er enn ansi langt í land að þau verði á þeim stað sem þau ættu að vera á. Úrræðin eru svakalega fá og á meðan fjölgar þeim ungmennum sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Úrræðaleysi stjórnvalda er talsvert og það þarf að gera varanlegar ráðstafanir áður en meiri skaði hlýst af. Lesa meira “Hvar á að geyma geðveikina?”

Það er svo mikið að gera hjá okkur!

Hafa unglingarnir okkar á litlu stöðunum úti á landi of mikið að gera? Það er upplifun mín þessa dagana.  Við erum alltaf að hafa áhyggjur af því að unglingunum okkar leiðist og við viljum það að sjálfsögðu ekki. En getur verið að það sé kannski of mikið að gera hjá þeim?  Unglingarnir komu með bón til mín í fyrir nokkrum vikum um það hvort ég væri til í að hafa bara félagsmiðstöð einu sinni í vikunni, fyrir krakkana í 8. – 10. bekk. ,,Því það er svo mikið að gera hjá okkur í þessari viku!!“    Lesa meira “Það er svo mikið að gera hjá okkur!”

Samskipti milli þjálfara skipta sköpum

Íþróttir eru mjög vinsæll vettvangur á Íslandi. Flestir kannast við að hafa æft eða prófað einhverja íþrótt á sínum yngri árum. Sumir verða atvinnumenn, á meðan aðrir stunda þær til gamans. Þær veita félagsskap, hreyfingu og tækifæri til atvinnumennsku. Ég sjálf kannast við að æfa íþróttir á mínum yngri árum fram á unglingsárin. Ég æfði fótbolta og körfubolta samfleytt í 12-13 ár, ásamt öðrum íþróttum inn á milli. Í körfunnni og fótboltanum var ég farin að æfa upp fyrir mig með einum til tveimur flokkum. Það var frábært og mikil reynsla, en álagið sem fylgdi varð einum of mikið og það endaði með því að ég hætti í báðum greinunum. Bæði vegna meiðsla og andlegs álags. Lesa meira “Samskipti milli þjálfara skipta sköpum”

Börnin sem sitja á hakanum

Flestum er kunnug starfsemi félagsmiðstöðva. Félagsmiðstöðvar í Reykjavík eru fyrir ungmenni í 5. – 10. bekk grunnskóla. Í starfsskrá frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar er hlutverk félagsmiðstöðva skilgreint á þann veg að þær eigi að bjóða ungmennum á aldrinum 10-16 ára upp á frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Ásamt því að bjóða þeim upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi.

Þetta þýðir að félagsmiðstöðvarnar standa ungmennum opnar við 10 ára aldur. Fram að þeim aldri bjóða frístundaheimili krökkum í 1.-4. bekk upp á starfsemi alla virka daga í formi skipulags tómstundastarfs. Flestir krakkar nýta sér þetta starf ef þeim gefst kostur á en sum þeirra eru aftur á móti hætt í frístund áður en þau koma í 5. bekk og félagsmiðstöðvarnar taka við. Lesa meira “Börnin sem sitja á hakanum”

Grunnskólinn vs menntaskólinn

Þegar námi lýkur í grunnskólanum og framhaldsnám tekur við hjá flestum, hvort sem það er í bóknámi, verknámi, fjölbraut eða bekkjarkerfi, breytist ansi margt. Við förum frá því að vera í vernduðu umhverfi okkar heimahverfis og út í nýjan heim þar sem við þurfum að aðlagast nýju umhverfi. Ég man þegar ég var sjálf að klára 10.bekkinn í Hagaskóla, hvað það hræddi úr mér líftóruna að byrja í menntaskóla. Samt er ég nokkuð félagslega sterkur einstaklingur svo þetta „reddaðist“. Í dag  velti ég fyrir mér hvernig þetta hefur verið fyrir þá sem standa höllum fæti félagslega. Lesa meira “Grunnskólinn vs menntaskólinn”