Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir

 

Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingur tekst á við að móta sjálfsmynd sína. Fyrirmyndir eru stór hluti af því að móta einstakling. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru oft miklar fyrirmyndir og þurfum við því að einblína á það að gera okkar allra besta sem slíkar. Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingar læra samskipti, læra að bera virðingu fyrir öðrum ásamt því að hlusta á skoðanir sínar og annarra. Unglingsárin eru viðkvæmur tími á þroskaferlinu þar sem breytingar verða útlitislega og andlega. Ungmennin geta verið viðkvæm þar sem mikil hormónastarfsemi er í gangi og miklar tilfinningar. Lesa meira “Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir”

Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?

Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast.

Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega að maður átti sig á því hvernig líf þeirra væri öðruvísi. Ég tel þó ekki vitlaust að velta þessu fyrir sér. Hafa til að mynda samskipti unglinga breyst fyrir tilstilli samfélagsmiðla? Lesa meira “Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?”

Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga

Börn og unglingar búa í dag við tíðar tækniframfarir og eru samfélagsmiðlar hvort sem við viljum eða ekki  alltaf að verða meira áberandi í þeim efnum. Margt má nefna í þessu samhengi eins og facebook, snapchat, ingstagram og eflaust eru fleiri miðlar í gangi sem ég hef ekki nöfn á ennþá en ætlun mín er að kynna mér þessa miðla betur.

Ég er kona á besta aldri eins og sagt er eða um fertugt  og er ég búin að ganga í gegnum þessar tækniframfarir frá því að eiga pennavin, já eflaust reka margir upp stór augu af yngri kynslóðinni og skilja ekki af hverju né hvað það er. Lesa meira “Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga”

Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?

Unglingsárin geta verið flóknustu ár ævinnar, miklar breytingar eru á þeim tíma og má þar nefna kynþroskaaldurinn. Á kynþroskaaldrinum verða miklar breytingar á andlega, tilfinninga og félagsþroska okkar. Sjálfsmyndin er mikilvæg á unglingsárum og því er mjög gott að hafa góða sjálfsmynd. Þroskun hennar skiptir miklu máli á unglingsárum og er það eitt helsta verkefni þeirra að þroska og uppgvöta sjálfsmynd sína. Hún hættir aldrei að þroskast, hún getur breyst og þroskast með þeim nýju hlutverkum sem einstaklingurinn tekur sér fyrir hendur, mismunandi aðstæður sem það er í og þær breytingar sem verða á lífi einstaklingsins. Sjálfsmyndin byggist upp í samskiptum og með auknum þroska, meðvitund og félagslegum kröfum (Demo,1992). Lesa meira “Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?”

Hvar á að geyma geðveikina?

Það er að verða mun algengara að börn og unglingar greinast með geðræna sjúkdóma í dag. Það er misjafnt eftir löndum hversu góð úrræðin eru fyrir þá einstaklinga. Þótt hér á landi hafi verið brugðist við úrræðum fyrir geðsjúk ungmenni á undanförnum árum,  þá er enn ansi langt í land að þau verði á þeim stað sem þau ættu að vera á. Úrræðin eru svakalega fá og á meðan fjölgar þeim ungmennum sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Úrræðaleysi stjórnvalda er talsvert og það þarf að gera varanlegar ráðstafanir áður en meiri skaði hlýst af. Lesa meira “Hvar á að geyma geðveikina?”

Það er svo mikið að gera hjá okkur!

Hafa unglingarnir okkar á litlu stöðunum úti á landi of mikið að gera? Það er upplifun mín þessa dagana.  Við erum alltaf að hafa áhyggjur af því að unglingunum okkar leiðist og við viljum það að sjálfsögðu ekki. En getur verið að það sé kannski of mikið að gera hjá þeim?  Unglingarnir komu með bón til mín í fyrir nokkrum vikum um það hvort ég væri til í að hafa bara félagsmiðstöð einu sinni í vikunni, fyrir krakkana í 8. – 10. bekk. ,,Því það er svo mikið að gera hjá okkur í þessari viku!!“    Lesa meira “Það er svo mikið að gera hjá okkur!”