Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?

Fræðimaðurinn Erik Eriksson skilgreindi þroskaferli mannsins frá vöggu til grafar þar sem hann lýsti átta stigum þroska. Eitt að þessum stigum eru unglingsárin. Á unglingsárunum byrjum við að skapa okkar eigin sjálfsmynd, reynum að finna út úr því hver við erum og hver við viljum vera. Þetta þroskaferli á sér stað á aldrinum 12 til 20 ára. Frá aldrinum 12 til 20 ára eru ungmenni að stíga sín fyrstu skref inn á unglingsárin og síðan yfir á fullorðins árin eftir að þau hafa náð yfir 20 ára aldurinn. Á þessu skeiði eru ungmennin að byrja mynda sjálfsmynd sína og má því segja að þetta skeið sé eitt af mikilvægustu skeiðum á lífsleið okkar. Við förum öll á þetta skeið. Við lendum öll í því að finnast við vera týnd, vita ekki hvert við viljum stefna eða hvað við viljum gera við framtíðina sem blasir við okkur (Berger, 2015).

Lesa meira “Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?”