Ólgusjór unglingsáranna

Unglingsárunum má líkja við víðáttumikinn sjó, sem er bæði stormasamur, kröftugur og hyldjúpur. En einnig friðsæll, lífríkur og fagur. Öll höfum við siglt þennan sjó, ferðast til ókannaðra landa þar sem við getum mótað sjálfsmynd okkar, rannsakað hver gildin okkar eru og fengið frelsi til að kanna ólíkar hliðar okkar. Það er því mikilvægt að við hindrum ekki unglinga frá því að ganga í gegnum þetta ferðalag, heldur veitum þeim stuðning. Þetta eru mikilvæg og mótandi ár og með því að veita þeim svigrúm til að kanna sjálfsmynd sína, gerum við þeim kleift að uppgötva sína styrkleika, ástríður og sjálfsvitund. Burt séð frá hömlum samfélagsins og fyrirfram mótaðra hugmynda. Lesa meira “Ólgusjór unglingsáranna”

Framhaldsskólalífið

Unglingar sem eru í framhaldsskóla eru misjafnir, það eru ekki allir með sömu áhugamál en þegar gengið er inn um aðaldyr framhaldsskóla eru margir draumar og áhugamál. Þetta er fólk framtíðarinnar og ungt fólk nútímans. Ungmennin eru allavega og er mikilvægt að þau fái að halda áfram að rækta sína hæfileika og vinna að sínum draumum sem jafnvel eru tengdir áhugamálum þeirra. Það er mikilvægt að fullorðið fólk sem vinnur með unglingum jafnt sem foreldrar séu tilbúnir að hlusta á hvað ungmennin hafa að segja og vera til staðar fyrir þau. Sumir unglingar eru meira hlédrægir og aðrir opnir sem bók sem auðveldlega væri hægt að lesa en þegar allt kemur til alls þá er enginn eins sem er frábært. Lesa meira “Framhaldsskólalífið”

Hefur rödd unglinga vægi meðal fullorðinna?

„Æji eina ferðina enn hlustar Halli ekki á mig ég þurfti að vísa honum út úr tíma ég er alveg komin með nóg af honum.” 

„Það er ekkert hægt að gera fyrir Halla ég er búin að reyna að gera allt fyrir hann.“

Halli er 14 ára unglingur hann virðist vera búin að mála sig út í horn hjá flestum kennurum og starfsmönnum skólans. Hann gerir í því að finna upp á ýmsum uppátækjum svo að fullorðna fólkið láti hann heyra það. Lesa meira “Hefur rödd unglinga vægi meðal fullorðinna?”

Hvers vegna kostar ekki allt tómstundastarf það sama?

Allir hafa stundað tómstund á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Eða hvað? Hafa allir haft efni á því að senda börnin sín í tómstund, jafnvel tvær án þess að þurfa að skuldsetja sig? Svarið er eflaust nei. Raunin er sú að börn hafa ekki jafnan aðgang að tómstundum, en til dæmis kostar mun minna að æfa fótbolta heldur en að æfa á hljóðfæri. Lesa meira “Hvers vegna kostar ekki allt tómstundastarf það sama?”

Að vera unglingur í hljóðfæranámi

Að vera í tónlistarnámi sem unglingur getur verið ákveðin pressa. Unglingurinn er farinn að bera meiri ábyrgð á tónlistarnáminu sem hann er í og þarf að huga að því hvað hann langar að gera í framtíðinni.

Unglingurinn er kannski búinn að vera í tónlistarnámi frá 3 ára aldri eða eldri og hann er að spá í: „Hvað fæ ég út úr þessu námi, hef ég áhuga á að halda áfram að læra inn á tónlist og á hljóðfærið sem ég er að spila á?“ Það er meiri pressa frá foreldrum um að ná ákveðið langt í náminu, þau vilja láta þetta verða að einhverju meira en áhugamáli því þeim finnst unglingurinn þeirra vera svo góður í að spila á hljóðfærið. Lesa meira “Að vera unglingur í hljóðfæranámi”

Stressið við að vera nútíma unglingur

Það getur verið mjög stressandi að vera unglingur. Bæði líkaminn og hugurinn eru að ganga í gegnum miklar breytingar. Þú byrjar að sjá heiminn í nýju ljósi og svo fer heimurinn líka að sjá þig í allt öðru ljósi en hann gerði áður. Þú byrjar að fá fleiri áskoranir og fleiri tækifæri til að láta ljós þitt skína enda ertu að taka næsta skref í að vera partur af samfélaginu. Þetta tímabil hefur eflaust alltaf verið rosa stressandi (og mun alltaf vera) en ég vil meina að nútíma unglingurinn sé að ganga í gegnum meira stress en unglingar fyrri kynslóða. Af hverju?

Samfélagsmiðlar og stafræna streitan sem fylgir henni

Samfélagsmiðlar og Internetið yfir höfuð er nokkuð nýtt fyrirbæri. Samfélagsmiðlar eru út um allt í dag, hvort sem það er Facebook, Instagram, Snapchat eða Tik Tok. Ég gæti talið upp alla miðlana en þá myndi þetta enda sem 5.000 orða pistill. Flestir af þessum samfélagsmiðlum eiga það sameiginlegt að vera með 13 ára aldurstakmark (sem nota béne er mjög auðvelt að komast framhjá með því að haka í lítinn kassa). Kynslóðin í dag er þannig séð sú fyrsta sem er að alast upp með fullan aðgang að netinu.  Þær eldri eiga mjög erfitt með að setja sig í spor þeirra yngri því þegar þau voru ung þá var Internetið mjög takmarkað og jafnvel ekki til ef við förum enn þá lengra aftur.

Við skulum ímynda okkur 13 ára ungling. Ekki nóg með það að hann sé að kynnast heiminum á nýju sviði heldur er hann líka í einu mikilvægasta skrefinu í að kynnast sjálfum sér. Fullt af nýjum tilfinningum sem hann/hún/hán veit ekkert hvað á að gera við. Hvað gerist ef þessi manneskja fær síðan aðgang að samfélagsmiðlum? Hún byrjar að sjá hvað lífið hjá öðrum er fullkomið og skemmtilegt (af því það er oftast það sem fólk gerir færslur um) og á endanum byrjar þessi unga manneskja að bera sig saman við samfélagsmiðlalíf annara og efast um sitt eigið líf og afhverju það er ekki eins frábært og það er hjá öllum öðrum. En veit hún eitthvað betur? Öllum öðrum líður vel þá ætti henni að líða vel líka, er það ekki? Með þessu nútíma vandamáli er ekki ólíklegt að einstaklingurinn byrji að finna fyrir „stafrænni streitu“.

Stafræn streita er vandamál sem fyrri kynslóðir þurftu ekki að hugsa út í en þetta er samt vandamál sem þau þurfa að fara að hugsa um. Því tæknin mun alltaf bara halda áfram að þróast og við þurfum að læra að þróast með henni af því upp til hópa þá eru samfélgasmiðlar frábær vettvangur ef maður kann að nota þá. Ég sem fullorðinn einstaklingur á það til að sjá myndir frá öðru fólki og láta það hafa áhrif á mínar hugsanir um mitt eigið líf. Hvað þá 13 ára unglingur sem er enn þá að uppgötva hvort uppáhalds liturinn hans sé blár eða rauður eða hver kynhneigð hans er.

Internetið gerir manni kleift að geta verið tengdur öllum hvar sem er og hvenær sem er. Sem hljómar geggjað. Allir möguleikarnir og öll vandamálin sem hægt er að leysa eru óendanleg en með nýjum möguleikum fylgja oftast ný vandamál.  Í þessu tilfelli tel ég að það sé stafræna streitan sem bætist ofan á líf unglingsins sem var nú þegar með fullt fang af öðrum hlutum til að hugsa um.

Ég ætla að enda þetta á einni tilvísun frá unglingi sem ég átti gott spjall við um þessi mál og sem endaði á því að vera innblásturinn að þessum pistli.

„Mér finnst eins og stress og kvíði fylgir því bara að vera unglingur í nútímasamfélagi. Þú þarft alltaf að vera ON. Í kringum foreldra þína, í skólanum og meira segja þegar þú ert kominn inn í þitt eigið herbergi, sem á að vera þitt eigið rými þá geturðu ekki kúplað þig út því síminn og Internetið er til. Ég get ekki tekið mér pásu frá því að vera ég sjálf…”

Páll Sigurðssson, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði