Ungmenni í dag eru að berjast við allskonar áskoranir sem fyrrum kynslóðir hafa ekki þurft að upplifa. Hverjar eru afleiðingar þessara áskorana? Tæknivæðing hefur mikil áhrif á ungmenni í dag bæði á góðan hátt og slæman. Ungmenni í dag verða fyrir stanslausri áreitni frá samfélagsmiðlum allan sólahringinn nema að þau sjálfviljug slökkvi á símunum, tölvunum og öðrum raftækjum sem þau hafa aðgengi að.
Ekki hefur verið mikið í umræðu hvers vegna ungmenni í dag hafa verið að upplifa kulnun eins snemma og þau eru. Ungmenni í dag eru að upplifa kulnun sem er eitthvað sem er vert að athuga. Skoða má hvað það er sem hefur þessi áhrif. Raftæki t.d. valda því að ungmenni verða fyrir stanslausu áreitti. Áður fyrr ef ungmenni voru lögð í einelti frá samnemendum eða unglingum á sama aldri þá höfðu þau allavega griðarstað heima hjá sér þar sem eineltið gat ekki náð til þeirra. Í dag er sagan allt önnur, raftæki gefur gerendum stanslaust aðgengi að þolendum sem hefur augljóslega slæm áhrif á geðheilsu. Ungmennin okkar misstu einnig af stórum þroska árum þar sem þau voru inni lokuð á heimilum sínum sökum COVID 19. Þar sem þau voru í fjarnámi, gátu ekki stundað sínar tómstundir og fengu ekki að vera unglingar eða börn. Þetta hefur langvarandi áhrif og veldur einnig því að ungmenni eru að upplifa miklar breytingar frá því sem þau þekkja. Fyrst er breytingin frá fyrir COVID, hvernig samfélagið virkaði meðan að COVID var blossandi og svo aftur eftir að samfélagið opnaðist. Þetta eru þau búin að þurfa að ganga í gegnum á árum þar sem þau eru að taka stór skref í félagslegum þroska.
Fréttir eru aðgengilegri heldur en áður og erfitt að vita ekki um allan þann hrylling sem er í gangi í samfélaginu. Þegar mín kynslóð var að alast upp voru fréttamiðlar ekki á internetinu og vorum við ekki að stunda það að skoða fréttablaðið þannig við vissum ekki hvað væri í gangi í heiminum eða samfélaginu nema við fylgdumst með fréttum eða það var rætt heimavið. Í dag er sagan önnur, allar fréttir eru aðgengilegar. Ef maður skoðar mbl, visir eða dv tekur ekki langan tíma til þess að finna fréttir af hörmungum sem eru í gangi í heiminum í dag og oft fylgja því myndir sem hafa vissulega áhrif á ungmenni sem sjá þetta.
Að lokum þá eru eldri kynslóðir ekki að hjálpa með því að gera lítið úr kynslóðinni sem eru unglingar í dag. Umfjöllunin um unglinga í dag er mjög slæm hvort sem það er í samfélaginu eða á netinu þá er ekki oft talað um góðu hlutina sem unglingarnir okkar eru að gera. Unglingar eru að taka allskonar skref í baráttum sem fyrri kynslóðir gerðu ekki og hvað þá svona ung. Það þarft að breyta sýn almennings á unglinga og gefa þeim séns. Einnig þurfum við að fylgjast betur með unglingunum okkar og þeirra geðheilsu. Það skiptir okkur máli og hefur áhrif á komandi sem og fyrrum kynslóðir ef unglingarnir okkar eru að upplifa kulnun.
Unglingarnir eru framtíðin og þurfum við að gera það sem við getum til að standa við bakið á þeim.
—
Yrsa Björt Leiknisdóttir Kvien, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði