Ólgusjór unglingsáranna

Unglingsárunum má líkja við víðáttumikinn sjó, sem er bæði stormasamur, kröftugur og hyldjúpur. En einnig friðsæll, lífríkur og fagur. Öll höfum við siglt þennan sjó, ferðast til ókannaðra landa þar sem við getum mótað sjálfsmynd okkar, rannsakað hver gildin okkar eru og fengið frelsi til að kanna ólíkar hliðar okkar. Það er því mikilvægt að við hindrum ekki unglinga frá því að ganga í gegnum þetta ferðalag, heldur veitum þeim stuðning. Þetta eru mikilvæg og mótandi ár og með því að veita þeim svigrúm til að kanna sjálfsmynd sína, gerum við þeim kleift að uppgötva sína styrkleika, ástríður og sjálfsvitund. Burt séð frá hömlum samfélagsins og fyrirfram mótaðra hugmynda. Lesa meira “Ólgusjór unglingsáranna”

Megum við vera með?

Að vera unglingur, hvað er það? Nú höfum við það öll sameiginlegt að hafa verið unglingur. Í raun erfiðasta þroskaskeiðið, allavega samkvæmt mér. Við þekkjum það örugglega flest að á þessum tíma á ævi okkar, að okkar eigin sjálfsmynd er alls ekki fullmótuð. Ennþá viðkvæm, en samt með þörf fyrir sjálfræði. Erum að uppgötva heilan helling, eins og á öllum æviskeiðum okkar. En þarna er mikilvægur tími þar sem við erum næstum því fullorðin en samt ekki. Það er samt komið fram við okkur eins og börn og okkur jafnvel ekki treyst fyrir ákvörðunum um eigið líf eða tilfinningar. Lesa meira “Megum við vera með?”

Eflum sjálfstæði unglinga

Sjálfstæði unglinga hefur alltaf verið mér hugleikið og byrjaði þegar ég var sjálf unglingur sem þráði sjálfstæði og virðingu þeirra fullorðnu í kringum mig. Seinna fór ég að velta þessu hugtaki fyrir mér sem móðir, skátaforingi og ekki síst eftir að ég gerðist nemi í tómstunda- og félagsmálafræði.

Sem ungabörn lærum við um orsök og afleiðingu, við hendum frá okkur hlutum og til að byrja með þá er einhver sem að réttir okkur hlutinn til baka, sem sagt engin afleiðing og þetta verður að hinum skemmtilegasta leik. En það kemur að því að hinn aðilinn þreytist á leiknum og hættir að rétta okkur hlutinn. Á þennan hátt lærum við hægt og rólega að hætta að henda frá okkur því hluturinn skilar sér ekki alltaf til baka. Lesa meira “Eflum sjálfstæði unglinga”