Hversu mikilvægt er fyrir unglinga að eyða tíma utandyra? Er einhver munur fyrir þau að eyða tíma sínum inni eða úti? Athafnir og lífstíll unglinga hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra og skiptir því máli hvað þau velja sér að gera í frítíma sínum. Það er einföld tilbreyting á hversdagsleika unglinga að stunda útiveru og getur hún skipt sköpum fyrir heilsu þeirra. En eru þau að eyða nógu miklum tíma í útiveruna til þess að njóta góðs af eiginleikum hennar? Lesa meira “Hvaða áhrif hefur útivera á heilbrigði unglinga?”
Author: eyglo
Fá raddir allra að heyrast?
12. grein Barnasáttmálans hljóðar svona: „Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.“ Það er skylda okkar að hlusta á börnin og taka mark á þeim. Við eigum að gefa þeim rödd. Ef þau geta ekki talað er það okkar að vera röddin fyrir þau. Hvernig leyfum við öllum röddum innan skólans eða félagsmiðstöðvarinnar að heyrast? Góð lausn er hugmyndabox. Ekki allir unglingar vilja sitja í einhverjum ráðum. Sumir hafa engan áhuga á því, sumir hafa kannski ekki tímann til þess og sumir eru bara feimnari og hlédrægari en aðrir unglingar. Þar kemur hugmyndaboxið inn. Því það er fyrir alla! En það þarf að útskýra boxið vel áður en það er tekið í notkun. Lesa meira “Fá raddir allra að heyrast?”
Kvíðavaldandi að vera unglingur í dag
Það er kvíðavaldandi að vera unglingur í dag. Ég hugsa að það sé til fullt af eldra fólki sem hefur hreinlega blokkað út þann tíma í lífinu frá því þau voru unglingar. Þetta er kynslóð sem var alin upp við það að mega ekki tala þegar fullorðnir tala. Mér finnst það merkilegt að þó svo að þau væru sennilega ekki sammála því að vera þögguð niður þegar þau voru unglingar, grípa þau í að nota það sama á unglingana. Unglingar í dag eru hvattir til að tjá sig, þeim er kennt um lýðræði, þeim er sagt að þau eigi rödd þegar kemur að lýðræðislegri umræðu og þeim er kennt um réttindi sín samkvæmt barnasáttmálanum. En svo þegar þau segja sína skoðun eða benda á rétt sinn fá þau gagnrýni á það og sögð vera með hroka. Að fá svona misvísandi skilaboð við það eitt að tjá sig er kvíðavaldandi fyrir unglinga. Lesa meira “Kvíðavaldandi að vera unglingur í dag”
Unglingar, förðun og húðumhirða – Er þetta raunverulega svona alvarlegt?
Áhugi ungs fólks á snyrtivörum og förðun hefur snar aukist á síðastliðnum árum og þá sérstaklega mikið eftir tilkomu samfélagsmiðla á eins og TikTok og Instagram en á slíkum miðlum er töluvert mikið sýnt frá förðunar vörum og notkun þeirra og hvernig maður gerir svokallað ,,skincare”. Á samfélagsmiðlunum eru margir áhrifavaldar unglinga, hvort sem það séu stjörnur úti í heimi eða jafnvel bara áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem hafa áhrif á notkun ungsfólks á farða og snyrtivörum, áhrifavaldar geta haft áhrif á allskyns tískustrauma í bæði fatnaði, förðun og miklu fleiru. Áhrifavaldar unglinga sem sýna frá snyrtivörum, förðun og almennri húðumhirðu geta haft jákvæð áhrif á unglinga og getur það hjálpað unglingum að stuðla að auknu sjálfstrausti og sjálfsáliti. Áhrifavaldar deila sínum ráðum þegar kemur að snyrtivörum og mikilvægi þess að hugsa vel um útlit sitt og húðina. Lesa meira “Unglingar, förðun og húðumhirða – Er þetta raunverulega svona alvarlegt?”
Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga
Unglingar velja helst í frítíma sínum að sinna tómstundum eða hanga með vinum sínum í símanum. Ég held að þau hugsi ekki mikið um að komast í göngutúr í frítíma sínum. Aukin tækjanotkun hefur haft neikvæð áhrif á útivist unglinga sem er ekki nógu gott. Eitt af verkefnum tómstundafræðinga er t.d. að vekja áhuga þeirra á útivist.
Þátttaka í útivist getur verið skemmtileg og er góð leið fyrir unglinga að tengjast náttúrunni. Ef unglingar eru virkir í útivist eins og að fara oft í göngutúr getur streita og kvíði þeirra minnkað því útivist hefur góð áhrif á líðan. Hún getur kyrrt hugann, veitt ákveðna slökun og hefur góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Einn stuttur göngutúr getur því haft mikil áhrif á líðan unglings og er góð leið fyrir unglinga að styðja hvort annað til hreyfingar. Lesa meira “Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga”
Unglingar eru framtíðin
Ungmenni í dag eru að berjast við allskonar áskoranir sem fyrrum kynslóðir hafa ekki þurft að upplifa. Hverjar eru afleiðingar þessara áskorana? Tæknivæðing hefur mikil áhrif á ungmenni í dag bæði á góðan hátt og slæman. Ungmenni í dag verða fyrir stanslausri áreitni frá samfélagsmiðlum allan sólahringinn nema að þau sjálfviljug slökkvi á símunum, tölvunum og öðrum raftækjum sem þau hafa aðgengi að. Lesa meira “Unglingar eru framtíðin”