Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?

Í Reykjavík hefur verið verkefni í samstarfi við Samtökin 78 og Tjörnina um að koma upp félagsmiðstöð þar sem hinsegin börn og vinir þeirra gætu fengið öruggt rými til að dafna undan einelti og með starfsfólki sem best getur ráðlagt og skilið þau. Hinsegin félagsmiðstöð hefur verið opin í 8 ár, með stórum viðburðum eins og Hinsegin balli og Hinsegin landsmóti og um 120 ungmenni heimsækja hverja opnun, einu sinni í viku. Hins vegar er það enn kallað  „tilraunaverkefni“. Lesa meira “Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?”

Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?

Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið.

Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva. Ungmenni eru eflaust með það á hreinu að það sé gott og gaman að stunda íþróttir.

Lesa meira “Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?”

Eru áhrifavaldar að sýna gott fordæmi?

Ungmennin okkar í samfélaginu lifa í svo óraunverulegum heimi og undir mikilli pressu frá aðallega samfélagsmiðlum. Um er að ræða þessa áhrifavalda sem eru að valda mesta kvíðanum hjá ungmennum í dag. Áhrifavaldar eru að sýna frá lífi sínu, gefa afsláttarkóða þegar þau auglýsa vörur og allskonar sem er ekki raunin en ungmennin skilja það ekki því þau hafa ekki lifað við annað heldur en þetta neikvæða samfélagsmiðlalíf sem er nú til dags og þá telja þau bara að áhrifavaldar séu sínar helstu fyrirmyndir út frá aðallega tískunni. Lesa meira “Eru áhrifavaldar að sýna gott fordæmi?”

Jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar ?

Verandi fædd og uppalin í uppsveitum Árnessýslu (Skeiða – og Gnúpverjahreppi) get ég með sanni sagt að úrval tómstunda sé töluvert minna þar en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju ætli það sé? Jú, í þessum litlu og fámennu sveitarfélögum er í mörgum tilfellum ekki nógu góð aðstaða til að stunda tilteknar tómstundir og í langflestum tilvikum er ekki til fjármagn til að bæta þá aðstöðu sem nú þegar er til því það kemur ekki til með að borga sig. Oftar en ekki skortir líka fagfólk til að halda uppi tómstundastarfi á hinum ýmsu sviðum.

Lesa meira “Jöfn tækifæri til tómstundaiðkunar ?”

Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?

Svefn er eitthvað sem við öll þekkjum og er hann okkur lífsnauðsynjlegur. Svefn er mikilvægur fyrir líkama okkar til að endurnærast og hvílast og undirbúa sig fyrir átök næsta dags. Hann styrkir tauga- og ónæmiskerfi líkamans og heilinn fær hvíld og tíma til að vinna úr hugsunum og tilfinningum okkar. Meðal manneksjan ætti að vera að sofa í um 7 til 9 tíma á hverri nóttu og er lang algengast að fólk sé að fá minni svefn en það. Á unglingsárunum þurfum við meiri svefn, eða á bilinu 8 til 10 tíma af svefni á hverri nóttu og er mjög óalgengt að unglingar sofi svo lengi og er lang algengast að þau sofi allt of lítið. Lesa meira “Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?”

Eru allir jafnir þegar kemur að tómstundastarfi ungmenna?

Hugsaðu um unglingsárin; hvað gerðir þú eftir skóla? Sjálf hefði ég ekki viljað vera í frístund á hverjum degi eftir skóla þegar ég byrjaði í framhaldsskóla en stór hluti fatlaðra ungmenna hefur hvorki val um hvað þau gera eftir skóla né hvert þau fara. Tóku börn með fatlanir þátt í þeim íþróttum sem þú æfðir? Hvers vegna ætli það sé ekki þannig að öll börn, fötluð og ófötluð, hafi val um að æfa íþróttir saman? Hvers vegna eru ungmenni með fatlanir ólíklegri til þess að taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi og hvað er í boði fyrir þau?

Sýnt hefur verið fram á að ungmenni með fötlun eru ólíklegri til þess að taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi og eru líklegri til að einangra sig og hafa slaka félagslega getu (Unnur Ýr Kristinsdóttir, 2014). Lesa meira “Eru allir jafnir þegar kemur að tómstundastarfi ungmenna?”