Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?

Það er mikið sem huga þarf að þegar kemur að unglingum til að þau geti lifað góðu og öruggu lífi. Það er ekkert eitt sem er nóg að hugsa um heldur eru ótal fyrirbyggjandi þættir sem koma að því eins og meðal annars heilsufar, tómstundir og samvera.

Tómstundir er eitthvað sem er mikið rætt um og mikla áhersla lögð á, meðal annars sem forvörn. Unglingar eru almennt farnir að stunda tómstundir meira en áður fyrr út um allt land og á svipuðum tíma þá hefur neysla þeirra á áfengi og reykingar einnig minnkað. Það er viðurkennt að tómstundir séu fyrirbyggjandi leið og er því mikil áherlsa lögð á tómstundir unglinga en einnig er talað um að samvera fjölskyldu sé mjög fyrirbyggjandi þáttur. Lesa meira “Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?”

Getur leiklist haft áhrif á þig sem einstakling?

 

Skóli án aðgreiningar, skóli þar sem fólk fær að blómstra. Grundaskóli á Akranesi er einn af þeim skólum. Í Grundaskóla er bryddað upp á ýmsu til að brjóta upp hversdagsleikann og eitt af því er að þriðja hvert ár er frumsamið leikrit sett á fjalirnar af kennurum skólans.

Grundaskóli er grunnskólinn minn. Þegar ég byrjaði í 1. bekk var unglingadeildin að setja upp söngleik og ég heillaðist algjörlega af því sem var að gerast. Leikritið sjálft, leikurinn hjá krökkunum sem tóku þátt og söngurinn áttu hug minn og hjarta. Söngleikurinn var frumsaminn af kennurum skólans og tónlistin var unnin frá grunni. Leikritið hét Frelsi og ég var algjörlega sannfærð um það, aðeins 7 ára gömul, að þetta var það sem ég vildi gera þegar ég væri komin í unglingadeildina. Eftir Frelsi hefur Grundaskóli sett upp sex söngleiki með þriggja ára millibili. Í ár verður frumsýndur sá sjöundi. Ég fékk að upplifa að taka þátt í þeim fimmta, en hann hét Nornaveiðar.

Söngleikir skólans hafa í gegnum tíðina verið mjög vinsælir en allt að 11 sýningar hafa verið sýndar í Bíóhöllinni á Akranesi fyrir fullu húsi. Undanfarin skipti hefur verið gefin út geisladiskur með lögum úr söngleiknum sem eru öll frumsamin.

Ferlið er þannig að áheyrnarprufur eru settar upp fyrir 8.-10. bekk, en þar fá áhugasamir nemendur að spreyta sig í dansi, leiklist og söng. Önnur hlutverk sem tengjast leikritinu, t.d. tæknimál, söfnun styrkja, aðstoðar leikstjórn eru störf sem nemendur í skólanum sinna. Við uppsetningu hvers leikrits stíga margir sín fyrstu skref í leiklist. Áhuginn á verkefninu er mikill en sumir eru búnir að undibúa sig andlega síðan í fyrsta bekk eins og ég sjálf. Margir krakkar koma út úr skelinni, öðlast sjálfstraust og standa sig frábærlega. Sumir einstaklingar sem öðlast þetta sjálfstraust eru nemendur sem hafa aldrei þorað að standa fyrir framan bekkinn sinn til þess að lesa upp ljóð. Þessir nemendur læra rosalega mikið af svona verkefni þar sem stóra skrefið er að standa fyrir framan fullan sal af fólki.

Grundaskóli á mörg dæmi um krakka sem hafa uppgötvað sína hæfileika í gegnum þátttöku í leikriti á vegum skólans. Þau upplifa sig sterk og sem mikilvægur hluti af hópi sem allir eru að vinna að sama markmiði. Mörg dæmi eru um krakka sem eru í afreksíþróttum en hafa tekið þátt án þess að það hafði áhrif á íþróttaiðkun þeirra. Dæmi er um strák sem þótti mjög efnilegur í fótbolta, hann hafði mikinn áhuga á söng- og leiklist. Hann tók þá ákvörðun að taka þátt í söngleiknum sem þá var settur upp. Eftir mikla vangaveltur fékk hann stórt hlutverk í söngleik þar sem hann stóð sig framúrskarandi vel. Í dag er sá strákur atvinnumaður í fótbolta og spilar með sænsku liði í deild þeirra bestu.

ÍA á einnig stórt hrós skilið fyrir frábæran skilning á þessu verkefni. Verið er að leita eftir leiðtogum, sem þora að stíga fram og hafa kjarkinn til þess. Það eru oft íþróttakrakkarnir sem hafa þann styrk og vilja.

Leiklist gefur svo margt, ég er virkilega heppin að hafa fengið að upplifa þetta tækifæri og hvet alla unglinga á Akranesi að prófa að taka þátt. Sama hversu stórt eða lítið hlutverk hver og einn fær í leikritinu, þá eru allir partur af verkefni sem mun aldrei gleymast. Ég er rosalega stolt af því að hafa fengið að alast upp í þessum skóla og hann er svo sannarlega til fyrirmyndar.
Áfram Grundaskóli!

Aldís Ylfa Heimisdóttir, nemandi í tómstunda og félagsmálafræði við HÍ

Hvar er kynfræðslan?

 

Þegar kemur að kynlífi eru allar umræður mjög viðkvæmar á unglingsárunum. Þetta er aldurinn þar sem vangavelturnar byrja og spurningarnar kvikna. En hver á að svara þessum spurningum þegar unglingurinn þorir ekki að spyrja? Hver einasti fullorðni einstaklingur hefur verið í þessum sporum og ætti þess vegna að vita að það er þörf á kynfræðslu fyrir unglingana á þessum aldri. Unglingar eru forvitnir og þá vantar svör við spurningunum sem þau hafa. En þegar þau fá ekki kynfræðslu í skólanum og kannski ekki frá foreldrum heldur, hvert leita þau þá? Jú, auðvitað á netið þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar. Lesa meira “Hvar er kynfræðslan?”

Latir unglingar?

Flestir unglingar nú til dags eru á fullu í tómstundum, ásamt því að vera í skóla þar sem kröfurnar eru miklar. Umræðan í samélaginu er oft á þá leið að unglingar eru sagðir vera latir og geri ekki annað en að hanga í símanum eða í tölvunni. Raunin er þó að auk þess að taka virkan þátt í félagstarfi og skóla eru mörg hver að feta sín fyrstu spor úti á vinnumarkaðnum. Atvinnumöguleikarnir fyrir þennan aldurshóp eru aðallega þjónustustörf. Þá eru bakarí, ísbúðir, sjoppur og matvöruverslanir það helsta sem þessi aldur sækist eftir.           Lesa meira “Latir unglingar?”

Þegar gott er nógu gott

Ég vinn á frístundaheimili fyrir 6-9 ára, sem er svo sem ekki í frásögu færandi, en það kom lítil 7 ára stelpa til mín miður sín um daginn þegar við vorum að taka okkur til að fara út að renna á snjóþotu því hún vildi ekki klæðast kuldagallanum sem hún var með. Ég spurði hana afhverju, hann væri svo hlýr og góður, en þá hafi önnur stelpa komið til hennar í skólanum þann saman dag, aðeins 2 árum eldri en hún, í 66°Norður úlpunni sinni og spurði hana hneykslanlega hvort hún ætlaði í alvörunni að vera í þessu úti. Þarna erum við að tala um börn svo það er rétt hægt að ímynda sér hvernig ástandið er hjá þeim sem eldri eru, kröfurnar eru orðnar það miklar. Eftir smá spjall ákváðum við í sameiningu að láta þetta ekki eyðileggja skemmtilegan snjódag og klæðast þessum „hallærislega“ galla. Lesa meira “Þegar gott er nógu gott”

Unglingar úti á landi, gleymast þeir?

Undafarin ár hafa málefni unglinga brunnið mikið á mér, þá ekki síst unglinga sem búa á landsbyggðinni sem eiga erfitt með að sækja tómstundir eða félagsmiðstöðvar vegna vegalengdar. Alveg frá því að ég náði þeim aldri að geta farið í félagsmiðstöðvar hefur mér oft á tíðum fundist landsbyggðin gleymast. Á mínum grunnskólaárum var Reykjavík oftar en ekki miðpunktur viðburða eða þá stærstu þéttbýliskjarnar Íslands, svo sem Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss og oft á tíðum Vestmannaeyjar. Eftir að ég hóf nám við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands þykir mér við ennþá vera að spóla í sömu förunum hvað varðar þessi mál. Ég er alls ekki að setja út á kennara eða kennslu innan veggja Háskólans, heldur held ég að pottur sé brotinn innan Menntamálaráðuneytisins og þeirra aðila sem að sjá um mál unglinga og menntun almennings hér á landi. Lesa meira “Unglingar úti á landi, gleymast þeir?”