Þegar gott er nógu gott

Ég vinn á frístundaheimili fyrir 6-9 ára, sem er svo sem ekki í frásögu færandi, en það kom lítil 7 ára stelpa til mín miður sín um daginn þegar við vorum að taka okkur til að fara út að renna á snjóþotu því hún vildi ekki klæðast kuldagallanum sem hún var með. Ég spurði hana afhverju, hann væri svo hlýr og góður, en þá hafi önnur stelpa komið til hennar í skólanum þann saman dag, aðeins 2 árum eldri en hún, í 66°Norður úlpunni sinni og spurði hana hneykslanlega hvort hún ætlaði í alvörunni að vera í þessu úti. Þarna erum við að tala um börn svo það er rétt hægt að ímynda sér hvernig ástandið er hjá þeim sem eldri eru, kröfurnar eru orðnar það miklar. Eftir smá spjall ákváðum við í sameiningu að láta þetta ekki eyðileggja skemmtilegan snjódag og klæðast þessum „hallærislega“ galla. Lesa meira “Þegar gott er nógu gott”