Er síminn að taka yfir?

Þar sem ég vinn í félagsmiðstöð er ég í kringum unglinga alla virka daga. Það gerist ör sjaldan að ég sjái þau ekki í símanum, haldandi á símanum eða að skoða hvað eintaklingurinn við hliðina á þeim er að gera í símanum. Unglingarnir líta oft varla upp úr símanum þegar reynt er að tala við þau og skortir alla athygli á því hvað er að gerast í kringum þau þegar síminn er á lofti. Er þetta orðið áhyggjuefni hvað unglingar eru mikið í símanum? Þarf að bregðast við þessu eða er þetta það sem koma skal? Eru unglingar verri í mannlegum samskiptum útaf símanotkun? Allt eru þetta spurningar sem vakna þegar ég hugsa út í þessa síma/skjánotkun unglinga. Því að ekki fyrir svo löngu síðan voru símar aðeins notaðir í það að hringja og senda sms. Núna getur fólk gert nánast allt með þessu litla tæki og meira segja spjallað við tækið og fengið svör til baka. Hvernig ætli þessi snjalltæki verði orðin eftir nokkur ár?    Lesa meira “Er síminn að taka yfir?”

Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung

Fyrirsögnin segir margt um viðhorf til unglinga árið 1992.

Árlega fara unglingar á Íslandi að ókyrrast í mars byrjun vegna dansleiks sem þau hafa beðið lengi eftir. Þau eru óþreyjufull því senn er biðin á enda. Samféshátíðin er nefnilega handan við hornið en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum hvaðan æva af landinu í allsherjargleði í Laugardalshöll. Samféshátíðin sem í daglegu tali er kölluð Samfestingurinn er haldin á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, en þar spilar ungmennaráð samtakanna stóra rullu. Ungmennaráð Samfés, sem skipað er átján lýðræðislega kjörnum fulltrúum, hefur nefnilega haft veg og vanda að dagskránni undanfarin ár en þau bæði velja plötusnúða og hljómsveitir sem koma fram á Samfestingnum sem og aðstoða við viðburðahaldið. Vægi ungmennaráðsins er alltaf að aukast. Þetta er því viðburður haldin fyrir unglinga af unglingum undir handleiðslu starfsmanna félagsmiðstöðva og Samfés. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir æsku landsins. Lesa meira “Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung”

Reykvél með blómalykt

Að reykja rafrettur, eða „veipa“, er æði sem gengur nú yfir þjóðina –allir svölu unglingarnir eiga veip og keppst er um að vera alltaf með nýtt bragð og blása sem stærstu gufuskýi yfir næsta mann. Strax og rafrettur náðu vinsældum hófst umræðan um hvort þetta væri einhverju skárra en sígarettur. Margir fullorðnir nikótínfíklar skiptu úr sígarettum og munntóbaki yfir í rafrettur í von um að losna við hina hvimleiðu fylgikvilla tóbaks, svo sem óþef, versnandi heilsu og kostnaði. Lesa meira “Reykvél með blómalykt”

Skjárinn eða upplifun?

Þegar maður var sjálfur ungur var maður mikið að leika sér úti með vinum sínum. Dagskráin hjá manni var alltaf sú sama, það var skóli, æfing, borða og svo út að leika sér með vinum sínum að lenda í allskonar ævintýrum í allskonar veðrum.  Krakkar í dag hafa aðeins öðruvísi dagskrá, en þeirra dagskrá lítur einhvern veginn svona út skóli: Æfing, borða og svo beint í tölvuna, sjónvarpið eða símann.  Það skiptir ekki máli hvaða veður er úti, unga fólkið vill frekar vera inni að horfa á eitthvað spennandi eða spila einhverja tölvuleiki. Þá fer maður að spyrja sig, er unga fólkið að missa af öllum þeim ævintýrum sem að þau hefðu getað átt á sínum unga aldri með því að hanga fyrir framan tölvuskjáinn alla daga og allar nætur alla daga ársins? Er tölvunotkun að koma í veg fyrir að krakkar fari út og styrki vinasambönd milli sín og vina sinna? Lesa meira “Skjárinn eða upplifun?”

Það er líf eftir skóla

Kvöld eitt sat ég heima hjá mér líkt og önnur kvöld að læra, úr herbergi unglingsdóttur minnar sem nú senn lýkur 10. bekk bárust fagrir gítartónar þar sem hún var að æfa sig undir gítartíma.  Skyndilega þagna þessir tónar og hurðinni er hrundið upp og andlit birtist í gættinni  sem tilkynnti mér að þetta væri síðasti veturinn í gítar því hún ætlaði að hætta eftir þennan vetur,  ástæðan jú hún hefði svo mikið að gera í heimalærdómnum núna og það myndi ekki breytast þegar framhaldskólinn tæki við í haust.

Ég varð mjög hugsi yfir orðum unglingsins á heimilinu sem stundar ekkert annað en gítartíma utan skóla og fer ekki einu sinni í félagsmiðstöðina á kvöldin til að hitta jafnaldra. Að hún skuli ekki  hafa tíma til að stunda sitt eina tómstundastarf. Hvernig eru málum þá háttað með þau börn sem eru í öllu og þurfa að hafa nóg að gera. Geta þau stundað sitt tómstundastarf og náð að sinna heimalærdómnum svo vel sé  eða eru unglingar orðnir þrælar menntakerfisins 24 klst sólarhringsins  og sú staðreyndir sem blasir fyrir dóttur minni sé í raun sú staðreyndir sem unglingarnir í landinu þurfa að horfast í augu við.

Æ oftar heyri ég t.d að erfiðlega gengur að fá unglingana til að starfa fyrir skátahreyfinguna, taka að sér aðstoðarforingjahlutverk með okkur fullorðna fólkinu og vera okkur til aðstoðar og læra jafnvel eitthvað af okkur líka en svörin eru yfirleitt á sama veg, það er svo mikið að gera í skólanum að ég get það ekki eða jafnvel er það þannig að þau byrja full að tilhlökkunar en þurfa að játa sig sigruð á miðri leið. Okkur sem eldri erum þykir það mjög leitt og þeim enn frekar að geta ekki staðið við sitt sem í upphafi var lagt upp með.

Stefnan í grunnskólanum sem ég vinn í var þennan vetur að afnema heimalærdóm nemenda skólans með breyttri heimanámsstefnu sem fæli í sér að  afnema heimalærdóme eða  minnka hann um helling og halda jafnvel bara  inni heimalestrinum.  Ástæðan væri sú að vinnutíma barnanna væri lokið um leið og skóla sleppir.  Við sem værum á vinnumarkaðnum værum ekki alltaf hamingjusöm ef við værum látin vinna alltaf eftirvinnu í lok okkar vinnudags og jafnvel þurfa að taka með okkur heim. Hvort þessi stefna grunnskólans sé að skila tilætluðum árangri og hvort fylgni sé með því að tómstundastarf og annað frístundastarf sé stundað að meira kappi  ef  unglingarnir hafi meiri tíma til þess skal ósagt.

Sagan sem ég byrjaði þessa greinaskrif mín á er sönn og blákaldur sannleikur, við erum venjuleg íslensk kjarnafjölskylda sem saman stendur af tveimur fullorðnum og tveimur börnum á grunnskólaaldri og ef það flokkast undir að hafa hund sem part af kjarnafjölskyldulífnu þá er hann svo sannanleg til staðar.  Hvernig er málum háttað annarstaðar hjá svo nefndum kjarnafjölskyldum annarstaðar á landinu? Nú geri ég ráð fyrir að mín fjölskylda sé ekki eitthvað frábrugðin öðrum.  Er ég því hugsi yfir stöðu unglinga okkar í þessu samfélagi, unglinganna sem jafnvel dæmdir eru til að taka heimavinnuna með sér heim ólíkt okkur sem fullorðin erum á kostnað frítíma þeirra og tækifæra til að stunda sitt tómstundastarf og eiga líf eftir að skóla lýkur á daginn.

Fanný Björk Ástráðsdóttir,

nemandi í tómstunda og félagsmálafræði við HÍ, móðir og skáti

Orð særa

Það hafa líklega allir fengið að heyra þá huggun að vera ekki að hlusta á þetta, þau meina ekkert með þessu. Ég myndi halda að flest allir gætu tengt við þessa setningu sama á hvaða aldri þeir eru. Öll höfum við lent í þessum aðstæðum á einhverjum tímapunkti. Þó svo að maður ætli sér ekki að taka orðin inn á sig þá gerir maður það ósjálfrátt. Fyrir börn og unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu og verða að sjálfstæðum einstaklingum geta þessi orð skipt gífurlega miklu máli. Lesa meira “Orð særa”