Er síminn að taka yfir?

Þar sem ég vinn í félagsmiðstöð er ég í kringum unglinga alla virka daga. Það gerist ör sjaldan að ég sjái þau ekki í símanum, haldandi á símanum eða að skoða hvað eintaklingurinn við hliðina á þeim er að gera í símanum. Unglingarnir líta oft varla upp úr símanum þegar reynt er að tala við þau og skortir alla athygli á því hvað er að gerast í kringum þau þegar síminn er á lofti. Er þetta orðið áhyggjuefni hvað unglingar eru mikið í símanum? Þarf að bregðast við þessu eða er þetta það sem koma skal? Eru unglingar verri í mannlegum samskiptum útaf símanotkun? Allt eru þetta spurningar sem vakna þegar ég hugsa út í þessa síma/skjánotkun unglinga. Því að ekki fyrir svo löngu síðan voru símar aðeins notaðir í það að hringja og senda sms. Núna getur fólk gert nánast allt með þessu litla tæki og meira segja spjallað við tækið og fengið svör til baka. Hvernig ætli þessi snjalltæki verði orðin eftir nokkur ár?    Lesa meira “Er síminn að taka yfir?”