Að vera unglingur getur verið erfitt og flókið, samt á sama tíma besti tími lísins. Það er margt að hugsa um og pæla í. Það eru allskonar hlutir og manneskajur í nærumhverfi unglings sem geta haft áhrif á þessar hugsanir og pælingar, en þeir áhrifamestu eru jafnaldrar. Vinir og jafnaldrar eru stærstu ,,áhrifavaldar‘‘ í lífi ungs fólks. Jafnaldrar eru mjög öflugir áhrifavaldar í lífi unglinga og geta haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á hegðun, upplifun og útlit. Lesa meira “Áhrifavaldar í lífi ungs fólks”
Tag: Sjálfsmynd
Unglingar, förðun og húðumhirða – Er þetta raunverulega svona alvarlegt?
Áhugi ungs fólks á snyrtivörum og förðun hefur snar aukist á síðastliðnum árum og þá sérstaklega mikið eftir tilkomu samfélagsmiðla á eins og TikTok og Instagram en á slíkum miðlum er töluvert mikið sýnt frá förðunar vörum og notkun þeirra og hvernig maður gerir svokallað ,,skincare”. Á samfélagsmiðlunum eru margir áhrifavaldar unglinga, hvort sem það séu stjörnur úti í heimi eða jafnvel bara áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem hafa áhrif á notkun ungsfólks á farða og snyrtivörum, áhrifavaldar geta haft áhrif á allskyns tískustrauma í bæði fatnaði, förðun og miklu fleiru. Áhrifavaldar unglinga sem sýna frá snyrtivörum, förðun og almennri húðumhirðu geta haft jákvæð áhrif á unglinga og getur það hjálpað unglingum að stuðla að auknu sjálfstrausti og sjálfsáliti. Áhrifavaldar deila sínum ráðum þegar kemur að snyrtivörum og mikilvægi þess að hugsa vel um útlit sitt og húðina. Lesa meira “Unglingar, förðun og húðumhirða – Er þetta raunverulega svona alvarlegt?”
Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga
Unglingar velja helst í frítíma sínum að sinna tómstundum eða hanga með vinum sínum í símanum. Ég held að þau hugsi ekki mikið um að komast í göngutúr í frítíma sínum. Aukin tækjanotkun hefur haft neikvæð áhrif á útivist unglinga sem er ekki nógu gott. Eitt af verkefnum tómstundafræðinga er t.d. að vekja áhuga þeirra á útivist.
Þátttaka í útivist getur verið skemmtileg og er góð leið fyrir unglinga að tengjast náttúrunni. Ef unglingar eru virkir í útivist eins og að fara oft í göngutúr getur streita og kvíði þeirra minnkað því útivist hefur góð áhrif á líðan. Hún getur kyrrt hugann, veitt ákveðna slökun og hefur góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Einn stuttur göngutúr getur því haft mikil áhrif á líðan unglings og er góð leið fyrir unglinga að styðja hvort annað til hreyfingar. Lesa meira “Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga”
Unglingar eru framtíðin
Ungmenni í dag eru að berjast við allskonar áskoranir sem fyrrum kynslóðir hafa ekki þurft að upplifa. Hverjar eru afleiðingar þessara áskorana? Tæknivæðing hefur mikil áhrif á ungmenni í dag bæði á góðan hátt og slæman. Ungmenni í dag verða fyrir stanslausri áreitni frá samfélagsmiðlum allan sólahringinn nema að þau sjálfviljug slökkvi á símunum, tölvunum og öðrum raftækjum sem þau hafa aðgengi að. Lesa meira “Unglingar eru framtíðin”
Ólgusjór unglingsáranna
Unglingsárunum má líkja við víðáttumikinn sjó, sem er bæði stormasamur, kröftugur og hyldjúpur. En einnig friðsæll, lífríkur og fagur. Öll höfum við siglt þennan sjó, ferðast til ókannaðra landa þar sem við getum mótað sjálfsmynd okkar, rannsakað hver gildin okkar eru og fengið frelsi til að kanna ólíkar hliðar okkar. Það er því mikilvægt að við hindrum ekki unglinga frá því að ganga í gegnum þetta ferðalag, heldur veitum þeim stuðning. Þetta eru mikilvæg og mótandi ár og með því að veita þeim svigrúm til að kanna sjálfsmynd sína, gerum við þeim kleift að uppgötva sína styrkleika, ástríður og sjálfsvitund. Burt séð frá hömlum samfélagsins og fyrirfram mótaðra hugmynda. Lesa meira “Ólgusjór unglingsáranna”
Eru samfélagsmiðlar að stela sjálfsmynd unglinga?
Í nútímasamfélagi hafa samfélagsmiðlar aukist töluvert og það mun bara halda áfram að aukast í náinni framtíð. Það eru sífellt að koma ný öpp (smáforrit) á markaðinn en við erum þó flest með Instagram, Facebook, Tiktok og Snapchat. Á unglingsárunum eykst hormónaframleiðsla, tilfinningalegar breytingar eru áberandi og geta verið erfiðar fyrir unglinga. Þegar ég var unglingur höfðu samfélagsmiðlar gríðarlega neikvæð áhrif á mig á svo marga vegu. Sjálfstraust mitt var ekki mikið og ég var stanslaust að bera mig saman við áhrifavaldastjörnur og frægt fólk á netinu. Lesa meira “Eru samfélagsmiðlar að stela sjálfsmynd unglinga?”