Ungmennin okkar í samfélaginu lifa í svo óraunverulegum heimi og undir mikilli pressu frá aðallega samfélagsmiðlum. Um er að ræða þessa áhrifavalda sem eru að valda mesta kvíðanum hjá ungmennum í dag. Áhrifavaldar eru að sýna frá lífi sínu, gefa afsláttarkóða þegar þau auglýsa vörur og allskonar sem er ekki raunin en ungmennin skilja það ekki því þau hafa ekki lifað við annað heldur en þetta neikvæða samfélagsmiðlalíf sem er nú til dags og þá telja þau bara að áhrifavaldar séu sínar helstu fyrirmyndir út frá aðallega tískunni. Lesa meira “Eru áhrifavaldar að sýna gott fordæmi?”
Tag: foreldrar
Meiri kynfræðslu – TAKK!
Er kynfræðsla næg í grunnskólum landsins? Er ekki orðin þörf á að kynfræðsla verði kennd í meira magni og þá sem fag eða hluti af lífsleikni frá 4. bekk? Er kannski þörf á að foreldrar geti sótt námskeið til að gera umræðu og samskipti sín við unglinga um kynlíf á heimilinu eðlilegri, skemmtilegri og auðveldari?
Þetta eru vangaveltur sem ég velti reglulega fyrir mér eigandi fjögur börn, þar sem ein er búin með unglingsárin, tvö eru nú á unglingsárum og ein á enn nokkur ár í unglingsárin. Lesa meira “Meiri kynfræðslu – TAKK!”
Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?
Íþróttir eru tækifæri fyrir börn og unglinga til að læra mikilvægar lexíur um lífið. Til dæmis að læra að vinna sem teymi kennir ungum börnum félagsfærni sem hjálpar þeim í vexti þeirra sem manneskju, ekki bara sem íþróttamenn. Fyrir ungmenni getur þátttaka í íþróttum þróað teymisvinnu, forystuhæfileika, sjálfstraust og sjálfsaga. Einnig, þegar börn stunda íþróttir, þá læra þau að tapa og það kennir þeim að byrja aftur frá byrjun, takast á við óþægilega reynslu og er mikilvægur liður í því að verða seigur. Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Lesa meira “Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?”
Fyrirmynd eða áhrifavaldur?
Í þeim heimi sem við lifum í dag er mikið um svo kallaða áhrifavalda í tísku á samfélagsmiðlum. Sem eru oft að mínu mati með mikið af duldum auglýsingum sem eru alls konar gylliboð fyrir fylgjendur sína og allt eru þetta þarfahlutir að þeirra sögn, „þessi hlutur bara breytir lífi mínu“, „ég veit ekki hvað ég myndi gera ef ég ætti þetta ekki“.
Að vera góð fyrirmynd þýðir einfaldlega að koma vel fyrir, láta öðrum líða vel í kringum sig og láta gott af þér leiða. Góð fyrirmynd hefur mikil áhrif á hvað og hvernig við gerum hlutina alla daga. Að vera áhrifavaldur þýðir að vera með auglýsingar á samfélagsmiðlum, gefa alls konar vöru með afsláttarkóða sem þú getur ekki lifað án að þeirra sögn. Svo fá áhrifavaldar greitt fyrir hversu margir nýta kóðan ásamt fastri greiðslu. Mér hefur oft fundist þetta snúast meira um að áhrifavaldurinn er aðeins að auglýsa þessa vöru svo hann fái borgað en ekki vegna þess að honum líkar varan.
Allir samfélagsmiðlar eru með aldurstakmörkin 13 ára. Á þessum aldri eru börnin okkar ennþá verulega ung. Því spyr ég: Þarf ekki meiri eftirfylgni með þessu? Frá þessum aldri og jafnvel fyrr, eru börn byrjuð að fylgjast með áhrifavöldum á öllum mögulegum samfélagsmiðlum. Efnið sem finnst þar inni er jafn mismunandi og fólkið og endalaust af upplýsingum og áreiti sem streymir inn. Er bara í lagi að 13 ára séu að spá í tannhvíttun, varafyllingum, veipum og áfengi?
Já, ég sagði áfengi, sem er með lögum bannað að auglýsa en virðist viðgangast á samfélagsmiðlum. Það er verið með alls konar leiki og því næst er dregin út kassi af bjór. Margir áhrifavaldar eru svo oft blekaðir á miðlum sínum að sýna hversu gaman er að vera undir áhrifum og hvað þeir gera sig að miklum fíflum. Erum við þá að sýna unglingum okkar hvernig á að haga sér eða hvernig á ekki að haga sér?
Að mínu mati þyrfti að herða verulega á auglýsingareglum, hvað má og hvað má ekki auglýsa á samfélagsmiðlum. Það er ekki hollt fyrir neinn, hvað þá unglinga sem eru eins og svampar að sjúga í sig hvað er í tísku og hvað á að kaupa! Þó svo þú eigir ekki nýjasta símann, 150 þúsund króna úlpu eða nýjustu air skóna þá ertu ekkert verri manneskja. Það eru margir unglingar sem eru í 50 til 80 prósenta vinnu með skóla til þess eins að geta fjármagnað neyslu sína. Það hefur sýnt sig að það er ekki mælt með að unglingar vinni mikið með skóla. Það hefur áhrif á heimanám, svefn og oft félagsskap sem er svo mikilvægur á þessum uppvaxtar- og mótunarárum. Með vinnu sjá þau oft peninginn í hyllingum og hætta þá frekar í skóla.
Við fullorðna fólkið eigum að vera fyrirmyndir fyrir unglingana okkar. Við ættum að vera nægjusöm og kenna unglingunum okkar það líka.
Hvort ert þú fyrirmynd eða áhrifavaldur?
—
Sveinborg Petrína Jensdóttir
Engir unglingar eru óþekkir!
Börnum er oft refsað fyrir óæskilega hegðun. En eru börn í raun óþekk, er refsing nokkuð nauðsynleg? Hvernig er best að koma fram við börnin sín?
Foreldrar eru misjafnir eins og börn eru misjöfn. Það getur verið flókið að ala upp annan einstakling, enda fylgja engar leiðbeiningar með barni við fæðingu. En það skiptir miklu máli hvernig foreldrar koma fram við börnin sín. Í langflestum tilfellum eru foreldrar að gera það sem þau halda að sé best fyrir barnið sitt. Til eru allskonar uppeldisaðferðir en sumir nota sömu aðferð og var notað á þau sjálf. Það er allur gangur á því hvernig fólk elur upp börnin sín. Margir unglingar upplifa erfiðleika í samskiptum við foreldra sína. Sumir unglingar hegða sér óæskilega og jafnvel dónalega. Unglingar eiga til að vera með skapsveiflur og geta tekið reiðiköst. Þau upplifa oft ósanngirni. Þau skilja ekki tilfinningar sínar og eiga erfitt með að stjórna sér.
Sumir foreldrar sækjast meira í að refsa fyrir óæskilega hegðun frekar en að vinna með tilfinningar þeirra þegar þeim líður illa. Foreldrar gleyma oft að jákvæðni geti dregið út jákvæðni hjá unglingum sínum. Eins og með ást, hlýju og skilning.
Sumar uppeldisaðferðir eru ekki góðar fyrir unglinga, sumar þeirra geta haft slæm áhrif á þau bæði andlega og líkamlega. Að refsa unglingum fyrir óæskilega hegðun getur haft öfug áhrif á hegðun unglingsins og einnig haft þær afleiðingar að honum líður illa á heimili og jafnvel með sjálft sig. Sú upplifun að maður þurfi að skammast sín fyrir að tjá tilfinningar sínar getur haft þær afleiðingar að maður vilji ekki tjá sig við neinn og loka sig alveg af. Flestum unglingum finnst erfitt að opna sig. Þegar foreldrar skamma og refsa unglingum sínum getur það einnig haft niðurlægjandi áhrif á þau.
En hvað er óæskileg hegðun og fyrir hvern er þessi óæskilega hegðun slæm?
Óæskileg hegðun er í raun hegðun sem við foreldrarnir viljum ekki sjá né heyra. Þegar barn eða unglingur grætur, reyna foreldrar að þagga niður í því. Í stað þess að leyfa því að klára að gráta. Þegar unglingur gengur illa um, þá er það óþekkt. Þegar unglingur gerir ekki það sem foreldrið biður um, þá er það óhlýðni. Sumir foreldrar beita líkamlegum refsingum fyrir dónaskap og óæskilega hegðun. Algengt er að unglingar fara í útivistarbönn eða að þeim sé refsað þannig að þau fá ekki að gera það sem þeim þykir mikilvægast. Sem getur verið til dæmis að missa símann sinn, tölvuna sína, fá ekki að hitta vini sína og svo framvegis. Allt þetta getur haft öfug áhrif á unglinginn. Meiri líkur eru á að unglingurinn fari að hegða sér enn verr.
Foreldrar skammast sín oft fyrir hegðun barna sinna og refsa þeim fyrir minnstu atvik. Foreldrum finnst óþæginlegt þegar barn tekur grát- eða reiðikast. Börnin eiga allt af að hegða sér vel. Það er mjög mikilvægt að unglingar fá að tjá tilfinningar sínar. En í stað þess að leyfa þeim að tjá sig eða að leiðbeina þeim á réttan hátt, þá eru börn þögguð niður og látin skammast sín.
Þegar unglingar upplifa þessa niðurlagandi tilfinnigu við refsingu þá skilja þau ekki hvað þau gerðu rangt af sér og endurtaka jafnvel óæskulegu hegðunina aftur. Það er eðlilegt að unglingur treysti ekki foreldri sínu fyrir neinu ef það hefur aldrei fengið að tjá sig við foreldrið.
Eru þessir unglingar að hegða sér illa eða eru þau í raun að tjá tilfinningar?
Að vera óþekkur er ekki til! Það er bara gamaldags hugsun. Börnin okkar og unglingar eru auðvitað að tjá tilfinningar sínar. Allir hafa þörf á að tjá sig. Við fullorðna fólkið þurfum að koma fram við alla sem jafningja og leiðbeina börnum okkar þegar þau taka rangar ákvarðanir. Það er hægt að gera það með virðingu og skilningi. Með því að fara rétt að sem foreldri, þá er hægt að koma í veg fyrir að unglingur sækist í slæman félagsskap. Foreldrar þurfa að setja unglingum mörk og framfylgja þeim. Það er hægt að gera það án þess að refsa börnum. Ef foreldri vill refsa unglingi sínum, þá þarf það að vera raunhæft og þarf foreldri að halda ró sinni. Við græðum ekki neitt á því að verða pirruð og reið. Foreldrar verða að vísa unglingunum í rétt átt svo þau taka ekki rangar ákvarðanir og kenna þeim afleiðingarnar sem hegðunin hefur.
Við þurfum að leyfa þeim að klára að tjá sig, leyfa þeim að komast að því afhverju þeim líður eins og þeim líður. Við verðum að kenna unglingunum okkar að enginn sé 100 prósent. Það sé gott fyrir sálina að gráta. Foreldrar þurfa að hlusta á unglinga sína. Þau eru bara að reyna að losa sig við streitu eða einhverja spennu. Það getur stundum verið erfitt að stjórna sér.
Við fullorðna fólkið látum ekki aðra stjórna því hvernig við hegðum okkur. Við eigum öll rétt á okkar tilfinningum. Þessvegna verðum við að virða börnin okkar, koma fram við hvort annað sem jafningjar.
Með því að sýna virðingu fyrir öðrum þá getum við komið í veg fyrir að barn vaxi upp óhamingjusamt. Unglingsárin geta orðið erfið, en með því að fara rétt að í uppeldinu, þá getum við auðveldað þróunina að hamingjunni. Traust á milli foreldris og barns er mikilvægt. Við viljum öll lifa hamingjusömu lífi.
—
Auður Rakel Georgsdóttir
Samvera skiptir máli
Foreldrar eða forráðamenn spila mikilvægt hlutverk í lífi barnanna sinna og það breytist ekkert þegar barnið fer á unglingsárin. Þegar barnið verður unglingur er það visst um að það viti allt og skilji allt. Unglingum finnst hann vera orðinn fullorðinn og geti stjórnað lífi sínu sjálfur. Þá er rosa hallærislegt að eyða tíma með foreldrum sínum. Ég held samt að þetta sé einmitt tíminn sem maður þarf mest á þeim að halda. Á unglingsárunum er margt að gerast sem unglingurinn hefur ekki stjórn á og þá er gott að hafa gott tengslanet í kringum sig. Lesa meira “Samvera skiptir máli”