Engir unglingar eru óþekkir!

Börnum er oft refsað fyrir óæskilega hegðun. En eru börn í raun óþekk, er refsing nokkuð nauðsynleg? Hvernig er best að koma fram við börnin sín?

Foreldrar eru misjafnir eins og börn eru misjöfn. Það getur verið flókið að ala upp annan einstakling, enda fylgja engar leiðbeiningar með barni við fæðingu. En það skiptir miklu máli hvernig foreldrar koma fram við börnin sín. Í langflestum tilfellum eru foreldrar að gera það sem þau halda að sé best fyrir barnið sitt. Til eru allskonar uppeldisaðferðir en sumir nota sömu aðferð og var notað á þau sjálf. Það er allur gangur á því hvernig fólk elur upp börnin sín. Margir unglingar upplifa erfiðleika í samskiptum við foreldra sína. Sumir unglingar hegða sér óæskilega og jafnvel dónalega. Unglingar eiga til að vera með skapsveiflur og geta tekið reiðiköst. Þau upplifa oft ósanngirni. Þau skilja ekki tilfinningar sínar og eiga erfitt með að stjórna sér.

Sumir foreldrar sækjast meira í að refsa fyrir óæskilega hegðun frekar en að vinna með tilfinningar þeirra þegar þeim líður illa. Foreldrar gleyma oft að jákvæðni geti dregið út jákvæðni hjá unglingum sínum. Eins og með ást, hlýju og skilning.

Sumar uppeldisaðferðir eru ekki góðar fyrir unglinga, sumar þeirra geta haft slæm áhrif á þau bæði andlega og líkamlega. Að refsa unglingum fyrir óæskilega hegðun getur haft öfug áhrif á hegðun unglingsins og einnig haft þær afleiðingar að honum líður illa á heimili og jafnvel með sjálft sig. Sú upplifun að maður þurfi að skammast sín fyrir að tjá tilfinningar sínar getur haft þær afleiðingar að maður vilji ekki tjá sig við neinn og loka sig alveg af. Flestum unglingum finnst erfitt að opna sig. Þegar foreldrar skamma og refsa unglingum sínum getur það einnig haft niðurlægjandi áhrif á þau.

En hvað er óæskileg hegðun og fyrir hvern er þessi óæskilega hegðun slæm?

Óæskileg hegðun er í raun hegðun sem við foreldrarnir viljum ekki sjá né heyra. Þegar barn eða unglingur grætur, reyna foreldrar að þagga niður í því. Í stað þess að leyfa því að klára að gráta. Þegar unglingur gengur illa um, þá er það óþekkt. Þegar unglingur gerir ekki það sem foreldrið biður um, þá er það óhlýðni. Sumir foreldrar beita líkamlegum refsingum fyrir dónaskap og óæskilega hegðun. Algengt er að unglingar fara í útivistarbönn eða að þeim sé refsað þannig að þau fá ekki að gera það sem þeim þykir mikilvægast. Sem getur verið til dæmis að missa símann sinn, tölvuna sína, fá ekki að hitta vini sína og svo framvegis. Allt þetta getur haft öfug áhrif á unglinginn. Meiri líkur eru á að unglingurinn fari að hegða sér enn verr.

Foreldrar skammast sín oft fyrir hegðun barna sinna og refsa þeim fyrir minnstu atvik. Foreldrum finnst óþæginlegt þegar barn tekur grát- eða reiðikast. Börnin eiga allt af að hegða sér vel. Það er mjög mikilvægt að unglingar fá að tjá tilfinningar sínar. En í stað þess að leyfa þeim að tjá sig eða að leiðbeina þeim á réttan hátt, þá eru börn þögguð niður og látin skammast sín.

Þegar unglingar upplifa þessa niðurlagandi tilfinnigu við refsingu þá skilja þau ekki hvað þau gerðu rangt af sér og endurtaka jafnvel óæskulegu hegðunina aftur. Það er eðlilegt að unglingur treysti ekki foreldri sínu fyrir neinu ef það hefur aldrei fengið að tjá sig við foreldrið.

Eru þessir unglingar að hegða sér illa eða eru þau í raun að tjá tilfinningar?

Að vera óþekkur er ekki til! Það er bara gamaldags hugsun. Börnin okkar og unglingar eru auðvitað að tjá tilfinningar sínar. Allir hafa þörf á að tjá sig. Við fullorðna fólkið þurfum að koma fram við alla sem jafningja og leiðbeina börnum okkar þegar þau taka rangar ákvarðanir. Það er hægt að gera það með virðingu og skilningi. Með því að fara rétt að sem foreldri, þá er hægt að koma í veg fyrir að unglingur sækist í slæman félagsskap. Foreldrar þurfa að setja unglingum mörk og framfylgja þeim. Það er hægt að gera það án þess að refsa börnum. Ef foreldri vill refsa unglingi sínum, þá þarf það að vera raunhæft og þarf foreldri að halda ró sinni. Við græðum ekki neitt á því að verða pirruð og reið. Foreldrar verða að vísa unglingunum í rétt átt svo þau taka ekki rangar ákvarðanir og kenna þeim afleiðingarnar sem hegðunin hefur.

Við þurfum að leyfa þeim að klára að tjá sig, leyfa þeim að komast að því afhverju þeim líður eins og þeim líður. Við verðum að kenna unglingunum okkar að enginn sé 100 prósent. Það sé  gott fyrir sálina að gráta. Foreldrar þurfa að hlusta á unglinga sína. Þau eru bara að reyna að losa sig við streitu eða einhverja spennu. Það getur stundum verið erfitt að stjórna sér.

Við fullorðna fólkið látum ekki aðra stjórna því hvernig við hegðum okkur. Við eigum öll rétt á okkar tilfinningum. Þessvegna verðum við að virða börnin okkar, koma fram við hvort annað sem jafningjar.

Með því að sýna virðingu fyrir öðrum þá getum við komið í veg fyrir að barn vaxi upp óhamingjusamt. Unglingsárin geta orðið erfið, en með því að fara rétt að í uppeldinu, þá getum við auðveldað þróunina að hamingjunni. Traust á milli foreldris og barns er mikilvægt. Við viljum öll lifa hamingjusömu lífi.

Auður Rakel Georgsdóttir