Þeir hörðustu lifa af

Flestir eru á þeirri skoðun að það sé öllum hollt og gott að stunda íþróttir. Það að æfa íþróttir getur styrkt bæði andlega og líkamlega líðan auk þess að geta ýtt undir góð félagsleg tengsl einstaklinga. Yfirleitt byrja krakkar ungir að æfa og velja sér þá íþrótt sem þeir hafa mestan áhuga á en seinna, þegar þeir eru orðnir eldri, fer metnaðurinn og viljinn til að skara fram úr oft að vaxa. Oft byrja krakkar að æfa hópíþróttir eins og t.d. handbolta og fótbolta á sama tíma og þau byrja í 6 ára bekk. Það er mikið fjör og mikið um leiki. Félagsstarfið er einnig mjög öflugt á þessum tíma og mikið gert í því að blanda hópnum saman. Lesa meira “Þeir hörðustu lifa af”