Þegar kemur að ákvarðanatöku í málum sem tengjast okkur langar okkur flestum að hafa eitthvað um málin að segja og þannig hafa áhrif á það hvernig þau eru afgreidd. Stundum erum við spurð hvað okkur finnst og jafnvel tekið mark á því sem við segjum. Í stærri málum, þar sem ekki er hægt að spyrja alla, kjósum við t.d. fulltrúa fyrir okkur og treystum því að viðkomandi standi undir því trausti. Þessir fulltrúar eru s.s. alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk sem allt eru málsmetandi forkólfar og talsmenn mismunandi hagsmunahópa. Lesa meira “Ég pant fá að ráða!”
Útivera fyrir alla
Að vera úti er hollt og gott fyrir alla og bætir heilsuna, hvort sem að það er andlega heilsan eða líkamlega. Ég tel að það sé mikilvægt að börn og fullorðnir séu duglegir að fara út, anda að sér fersku lofti og tæma hugann í fallegu náttúrunni okkar. Sjálf hef ég mikinn áhuga á útivist og er sannfærð um að það sé besta meðalið við þeim kvillum sem geta hrjáð okkur. Lesa meira “Útivera fyrir alla”
Freistar síminn í óspennandi kennslu?
Fyrir nokkru rakst ég á grein inni á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldskólakennara fór yfir símanotkun unglinga. Í þeirri grein er fyrirsögnin „Kennarar varnarlausir gagnvart símum nemenda“. Guðríður er á því að nemendur séu með símann uppi allan daginn í skólanum. Sjálfur finnst mér það vera nokkuð líklegt ef ég hugsa til baka um mína skólagöngu og sögur frá öðrum einstaklingum. Umræðan sem Guðríður tekur fjallar meira um öryggi kennara og hvernig símanotkun unglinga getur ógnað persónulegu lífi þeirra. Kennarar hafa leitað til hennar og sambandsins „þar sem tekin hafa verið upp samtöl, hljóð- eða myndbrot af þeim án þeirra vitundar.“ Lesa meira “Freistar síminn í óspennandi kennslu?”
Hvað má og hvað má ekki?
Femínstar hafa alltaf verið umdeildir. Það er þá líklega helst vegna þeirra róttæku aðgerða sem þeir reglulega grípa til. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að hreyfa við fólki og halda því við efnið. En við verðum einnig að staldra aðeins við og vera meðvituð um það hvenær við erum komin að velsæmismörkum og hafa það klárt hver skilaboðin eru sem við ætlum okkur að koma á framfæri.
Brjóstabyltingin var herferð sterkra ungra kvenna sem snerist um samstöðu og sjálfsákvörðunarrétt. Í herferðinni beruðu konur brjóst sín til merkis um það að brjóst kvenna eru ekki kynfæri frekar en brjóst karla. Þær ættu þ.a.l. að hafa val um að bera þau eða ekki án afskipta almennings og fóru konurnar saman í hópum, berar að ofan, m.a. í sund og sátu á Austurvelli. Í kjölfarið birtu margar fullvaxta, sjálfráða, konur myndir af brjóstum sínum á facebook. Lesa meira “Hvað má og hvað má ekki?”
Hrelliklám og netnotkun unglinga
Unglingar í dag eru mjög uppteknir af því sem er að gerast á samfélagsmiðlum, það uppteknir af því að missa ekki af neinu þar að þau missa stundum tengsl við sitt daglega líf og virðast meira í netheimum með hugann en í sínu raunverulega lífi. Mestu máli virðist skipta að eiga sem flesta netvini og fá eins mörg „like” og hægt er á það sem maður „póstar” þar inn.
Rafrænt einelti er mjög algengt, algengara en við gerum okkur grein fyrir. Gerendum eineltis virðist oft finnast auðveldara að ráðast á fórnalambið í gegnum tölvuskjá frekar en að horfast í augu við þann sem verið er að leggja í einelti.
Oft á tíðum eru skilaboðin jafnvel nafnlaus. Ef einstaklingurinn er ekki með því betri sjálfsmynd og sjálfstraust getur þetta einelti haft mjög alvarlegar afleiðingar. Þær upplýsingar sem ratað hafa á netið um einstaklinginn eins og til dæmis myndir eru komnar til að vera. Mjög erfitt er að fjarlæga af netinu það sem einu sinni er komið þar inn. Lesa meira “Hrelliklám og netnotkun unglinga”
2 bollar hvatning, 1 bolli tækifæri, fyllið upp með leikgleði og hrærið vel!
Kannski er ég með óráði að ganga plankann sjálfviljug að hætta mér inn í umræðuna um getuskiptingu, sérhæfingu, afreksstefnur og fleira en ég held nú samt áfram að ganga með dirfsku og einlægni að vopni. Nú starfa ég sem handknattleiksþjálfari samhliða námi mínu í tómstunda- og félagsmálafræði og hef eftir fremsta megni reynt að sinna því ábyrgðarhlutverki með sæmd og af virðingu. Stúlkurnar sem að ég þjálfa eru í 7.-8. bekk og verð ég að teljast afar heppin að fá að starfa með jafn skemmtilegum, flottum og metnaðarfullum stelpum. Það er hinsvegar fyrir hvert mót þegar komið er að því að tilkynna liðaskiptinguna að mér kemur það til hugar að halda til fjalla, finna mér helli og vera þar um sinn þar til vikan fyrir mót er afstaðin.
Lesa meira “2 bollar hvatning, 1 bolli tækifæri, fyllið upp með leikgleði og hrærið vel!”