Elsku mamma!

valgerdurÉg er svo heppin að fá að vera dóttir þín og að hafa valið þig sem mömmu. Frá unga aldri og fram á fullorðinsár kem ég til með að fylgjast grannt með öllu því sem þú gerir og segir. Ég lít nefnilega upp til þín, þú verður mín helsta fyrirmynd. Pabbi verður sjálfsagt frábær líka, en af því að ég er dóttir þín og þú ert mamma mín, munt þú hafa dýpri áhrif á hugmyndir mínar um kynin og kynhegðun. Ég veit það, mamma, því rannsóknirnar segja það nefnilega! Ég á mér draum, mamma. Draum um að úr mér verði eitthvað stórfenglegt. Ég veit að ég er stelpa, og stundum halda stelpur aftur af sér við að láta drauma sína rætast. Ég heyrði það, er það satt, mamma? Mig langar nefnilega að geta gert allt. Mig langar að verða sterk, eins og Lína Langsokkur. Hvernig get ég orðið sterk? Lesa meira “Elsku mamma!”