2017 árgerðin af unglingi

Unglingsárin hafa lengi verið þekkt sem erfiðasta tímabil einstaklings. Unglingurinn finnur að hann er að verða sjálfstæður einstaklingur, vill finna sjálfan sig og prófa sig áfram í lífinu. Á þessum tímamótum, þar sem hann er hvorki barn né fullorðinn, þá stendur hann oft á krossgötum. Með tilkomu sterkra eigin skoðana á þessum aldri þá vill unglingurinn oft ekki lúta öllu því sem fullorðna fólkið segir en á sama tíma veit unglingurinn oft ekki í hvorn fótinn er best að stíga. Sjálfstæðið rís í unglingnum og hann hafnar þá oft leiðsögn, þó hann þarfnist hennar.  Svo það er skiljanlegt að unglingsárin séu talið erfiðasta tímabil hvers einstaklings. Lesa meira “2017 árgerðin af unglingi”

Krafa samfélagsins til ungmenna

Í nútímasamfélagi sem okkar er mikið lagt uppúr því að börnum og unglingum gangi vel í námi en einnig að þau æfi íþróttir eða stundi einhvers konar tómstundir. Þessu fylgir oft mikil pressa og spenna sem stundum getur haft veruleg áhrif á einstaklinga sem eru að fóta sig í samfélaginu. Ungmennin í dag tala oft um það hvað mikið er lagt á þau og hversu mikið er ætlast til af þeim og þeim finnst þau oft vera bara einhverjir aular ef þau geta ekki staðist þær kröfur sem samfélagið setur þeim. Lesa meira “Krafa samfélagsins til ungmenna”

Forvarnir

Börn og unglingar er sá hópur sem eru í mestri hættu á að byrja að drekka því flest allir eldri eru búnir að móta sér stefnu hvort þeir muni drekka eða ekki. Hvernig getum við sem samfélag reynt að koma í veg fyrir að unglingar verði fyrir áhrifum samfélagsins um áfengisneyslu? Eins og staðan er núna eru áfengisauglýsingar bannaðar sem gerir það að verkum að börn og unglingar finna ekki jafn mikið fyrir þrýstingi um að byrja að drekka. Sú frábæra hugmynd sem var framkvæmd hér að hafa vínbúð þar sem aðeins er selt áfengi er frábær og góð forvörn. Freistingin sem felst í því að hafa áfengi í búðum og sýnilegra en það er núna er mjög neikvæð þróun. Fólk á að hafa aðgang að áfengi en það þarf að taka umræðuna um alvarleika þess að hafa áfengi á fleiri stöðum en það er á nú. Lesa meira “Forvarnir”

Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir

 

Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingur tekst á við að móta sjálfsmynd sína. Fyrirmyndir eru stór hluti af því að móta einstakling. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru oft miklar fyrirmyndir og þurfum við því að einblína á það að gera okkar allra besta sem slíkar. Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingar læra samskipti, læra að bera virðingu fyrir öðrum ásamt því að hlusta á skoðanir sínar og annarra. Unglingsárin eru viðkvæmur tími á þroskaferlinu þar sem breytingar verða útlitislega og andlega. Ungmennin geta verið viðkvæm þar sem mikil hormónastarfsemi er í gangi og miklar tilfinningar. Lesa meira “Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir”

Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?

Það er alltaf hægt að stoppa og hugsa, hvernig væri heimurinn ef þetta og hitt væri öðruvísi. Maður spyr sig hvort lífið væri betra, verra eða bara aðeins öðruvísi ef ýmislegt hefði aldrei gerst eða ef það myndi breytast.

Spurning sem leitar oft á okkur sem vinnum með ungu fólki er hvort líf unglinga væri öðruvísi ef samskiptamiðlar (facebook, instagram, snapchat ofl.) væru ekki partur af lífi þeirra. Hægt er að hugsa þetta fram og til baka án þess virkilega að maður átti sig á því hvernig líf þeirra væri öðruvísi. Ég tel þó ekki vitlaust að velta þessu fyrir sér. Hafa til að mynda samskipti unglinga breyst fyrir tilstilli samfélagsmiðla? Lesa meira “Geta samfélagsmiðlar og góð samskipti verið vinir?”

Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga

Börn og unglingar búa í dag við tíðar tækniframfarir og eru samfélagsmiðlar hvort sem við viljum eða ekki  alltaf að verða meira áberandi í þeim efnum. Margt má nefna í þessu samhengi eins og facebook, snapchat, ingstagram og eflaust eru fleiri miðlar í gangi sem ég hef ekki nöfn á ennþá en ætlun mín er að kynna mér þessa miðla betur.

Ég er kona á besta aldri eins og sagt er eða um fertugt  og er ég búin að ganga í gegnum þessar tækniframfarir frá því að eiga pennavin, já eflaust reka margir upp stór augu af yngri kynslóðinni og skilja ekki af hverju né hvað það er. Lesa meira “Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga”