Hvar er kynfræðslan?

 

Þegar kemur að kynlífi eru allar umræður mjög viðkvæmar á unglingsárunum. Þetta er aldurinn þar sem vangavelturnar byrja og spurningarnar kvikna. En hver á að svara þessum spurningum þegar unglingurinn þorir ekki að spyrja? Hver einasti fullorðni einstaklingur hefur verið í þessum sporum og ætti þess vegna að vita að það er þörf á kynfræðslu fyrir unglingana á þessum aldri. Unglingar eru forvitnir og þá vantar svör við spurningunum sem þau hafa. En þegar þau fá ekki kynfræðslu í skólanum og kannski ekki frá foreldrum heldur, hvert leita þau þá? Jú, auðvitað á netið þar sem hægt er að nálgast allar upplýsingar. Lesa meira “Hvar er kynfræðslan?”

Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft

Að hafa góða sjálfsmynd er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri. Fólk hefur mis góða sjálfsmynd og virðast unglingsstúlkur oftar en ekki vera í hópi þeirra sem hafa brotna sjálfsmynd. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér og felur í sér mikla vinnu. Það geta verið ótal margar ástæður fyrir brotinni sjálfsmynd og sér í lagi hjá unglingsstúlkum í dag þar sem fyrirmyndir þessara stelpna bera flestar hið svokallaða ,,fullkomna“ útlit, sem í raun er brenglað og óraunhæft útlit. Þetta ,,fullkomna“ útlit er fyrir augum ungra stúlkna á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat, Instagram og Facebook. Samanburður stúlknanna við þessar ofurfyrirsætur og leikkonur getur leitt til mikillar vanlíðunar og Lesa meira “Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft”

Latir unglingar?

Flestir unglingar nú til dags eru á fullu í tómstundum, ásamt því að vera í skóla þar sem kröfurnar eru miklar. Umræðan í samélaginu er oft á þá leið að unglingar eru sagðir vera latir og geri ekki annað en að hanga í símanum eða í tölvunni. Raunin er þó að auk þess að taka virkan þátt í félagstarfi og skóla eru mörg hver að feta sín fyrstu spor úti á vinnumarkaðnum. Atvinnumöguleikarnir fyrir þennan aldurshóp eru aðallega þjónustustörf. Þá eru bakarí, ísbúðir, sjoppur og matvöruverslanir það helsta sem þessi aldur sækist eftir.           Lesa meira “Latir unglingar?”

Þegar gott er nógu gott

Ég vinn á frístundaheimili fyrir 6-9 ára, sem er svo sem ekki í frásögu færandi, en það kom lítil 7 ára stelpa til mín miður sín um daginn þegar við vorum að taka okkur til að fara út að renna á snjóþotu því hún vildi ekki klæðast kuldagallanum sem hún var með. Ég spurði hana afhverju, hann væri svo hlýr og góður, en þá hafi önnur stelpa komið til hennar í skólanum þann saman dag, aðeins 2 árum eldri en hún, í 66°Norður úlpunni sinni og spurði hana hneykslanlega hvort hún ætlaði í alvörunni að vera í þessu úti. Þarna erum við að tala um börn svo það er rétt hægt að ímynda sér hvernig ástandið er hjá þeim sem eldri eru, kröfurnar eru orðnar það miklar. Eftir smá spjall ákváðum við í sameiningu að láta þetta ekki eyðileggja skemmtilegan snjódag og klæðast þessum „hallærislega“ galla. Lesa meira “Þegar gott er nógu gott”

Unglingar úti á landi, gleymast þeir?

Undafarin ár hafa málefni unglinga brunnið mikið á mér, þá ekki síst unglinga sem búa á landsbyggðinni sem eiga erfitt með að sækja tómstundir eða félagsmiðstöðvar vegna vegalengdar. Alveg frá því að ég náði þeim aldri að geta farið í félagsmiðstöðvar hefur mér oft á tíðum fundist landsbyggðin gleymast. Á mínum grunnskólaárum var Reykjavík oftar en ekki miðpunktur viðburða eða þá stærstu þéttbýliskjarnar Íslands, svo sem Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss og oft á tíðum Vestmannaeyjar. Eftir að ég hóf nám við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands þykir mér við ennþá vera að spóla í sömu förunum hvað varðar þessi mál. Ég er alls ekki að setja út á kennara eða kennslu innan veggja Háskólans, heldur held ég að pottur sé brotinn innan Menntamálaráðuneytisins og þeirra aðila sem að sjá um mál unglinga og menntun almennings hér á landi. Lesa meira “Unglingar úti á landi, gleymast þeir?”

Frá fikti til dauða

Árið 2018 er ný gengið í garð og hafa nú þegar sex einstaklingar látið lífið af völdum fíkniefnaneyslu, sex einstaklingum of mikið. Einstaklingarnir eru með misjafnan bakgrunn og eru á öllum aldri sem skilja eftir sig börn, foreldra, maka og aðra ættingja og vini í miklum sárum. Að sjá á eftir ástvini sem fer þessa leið er hræðilegt. Hver einn og einasti aðstandandi hugsar með sér hvað hefði ég getað gert betur? Hvað klikkaði? Fyrst kemur reiðin, síðar sorgin og svo söknuðurinn. Lesa meira “Frá fikti til dauða”