Hvernig og hvers vegna þarf að bæta kynfræðslu hérlendis?

Öll eigum við það sameiginlegt að ganga í gegnum unglingsárin og upplifir hver og einn einstaklingur það tímabil á sinn hátt. Þrátt fyrir mismunandi upplifanir hvers og eins þá viljum við fá svör við ákveðnum spurningum sem vakna upp á unglingsárunum. Unglingsárin eru mikilvægur og viðkvæmur tími, unglingar velta ýmsu fyrir sér en vita jafnvel ekki hvert skal leita svara. Kynfræðsla er því virkilega mikilvæg og tel ég vera þörf á því að breyta og bæta kynfræðslu fyrir unglinga í grunnskólum hér á landi. Lesa meira “Hvernig og hvers vegna þarf að bæta kynfræðslu hérlendis?”