Sem barn upplifði ég einelti af hálfu nokkurra bekkjarfélaga minna og hafði það slæm áhrif á mig andlega og braut niður sjálfsmynd mína. Mér fannst ég lítils virði og ómerkileg og vildi helst vera ósýnileg. Ég átti mjög erfitt með að tjá mig og var mjög feimin. Á unglingsaldri fór ég að læra leiklist. Þar lærði ég að opna mig, fór út fyrir þægindarammann, eignaðist vini og fór aftur að trúa á sjálfa mig. Leiklistin hafði mikil áhrif á líf mitt og tel ég að ef að ég hefði ekki kynnst þessari jákvæðu tómstund á þessum erfiða tíma í lífi mínu hefði ég átt erfiðari unglingsár og sjálfsmynd mín hefði eflaust verið mun verri í dag. Á unglingsárum er maður að þroska sjálfsmynd sína. Margir þættir geta haft slæm áhrif á sjálfsmynd einstaklinga og má þar t.d. nefna einelti, fátækt, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi. Lesa meira “Mikilvægi fjölbreyttra tómstunda”
Tag: Unglingar
Mikilvægi Hinseginfræðslu
Eins og flestir vita er ekkert að því að vera hinsegin og það ætti að teljast alveg jafn venjulegt og að vera gagnkynhneigður. Það er samt erfitt að gera sér grein fyrir því þegar allir sem maður þekkir eru gagnkynhneigðir. Þegar ég var fimmtán ára kom ég út úr skápnum fyrir þeim sem voru mér nánastir. Það er rétt að segja að það hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Fyrir það fór ég í gegnum tvö ár af kvíða, streitu og sjálfshatri í ótta við það að vera ekki samþykktur af þeim sem ég umgengst alla daga. Heppilega tóku því allir vel og fátt breyttist en ég sit samt ennþá uppi með langvarandi áhrif streitu og kvíða. Ótal margir unglingar fara líklega í gegnum svipaða upplifun og ég á ári hverju. Ég velti því einfaldlega fyrir mér hvort að hinseginfræðsla í skólum og tómstundastarfi geti á einhvern hátt hjálpað hinsegin unglingum að sættast við sjálf sig og haft áhrif á það hvernig gagnkynhneigðir unglingar horfa á hinsegin fólk. Lesa meira “Mikilvægi Hinseginfræðslu”
Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?
Tómstundir eru skilgreindar á margvíslegan hátt en ekki eru allir fræðimenn sammála um hvernig best sé að skilgreina þær, þó ættu flestir að vera kunnugir orðinu tómstundir og geta gert grein fyrir því í stuttu máli hvað það gengur út á. Aftur á móti eru flestir sammála um mikilvægi tómstunda bæði fyrir börn og unglinga. Tómstundir eru mikilvægar fyrir bæði börn og ungmenni því þær draga til að mynda úr kvíða, vanlíðan og þunglyndi. Það kemur oft upp í huga minn hvort ungmenni viti hvað tómstundir ganga út á og af hverju þau kjósi að stunda tómstundir. Hvað er það sem helst skiptir máli þegar kemur að tómstundum? Lesa meira “Erum við nógu dugleg að fræða ungmenni um mikilvægi tómstunda?”
Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum
Barna- og unglingsárin geta reynst okkur misjöfn og miserfið enda miklar breytingar sem eiga sér stað bæði á líkama og sál á því tímabili. Unglingsárin eru tími forvitni um hina og þessa hluti eins og ástina, kynhneigð og kynlíf svo eitthvað sé nefnt og mætti segja að ungmenni verði forvitnari með hverjum deginum sem líður. Kynfræðsla í grunnskólum spilar því lykilhlutverk í því að stuðla að kynheilbrigði ungmenna og ætti hún að vera skylduáfangi í aðalnámskrá grunnskólanna en ekki undirflokkur annars fags.
Ef ég mætti einhverju breyta við mína grunnskólagöngu sem mér þótti nokkuð þokkaleg í heild sinni væri það kynfræðslan. Lesa meira “Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum”
Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá
Neysla margs kyns orkudrykkja hefur aukist verulega meðal ungmenna upp á síðkastið. En hvers vegna? Orkudrykkir eru ávanabindandi og algengt er að ungmenni neyti þeirra til þess að ná fram einhverskonar örvandi áhrifum (Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2019), þeir eru sérstaklega vinsælir meðal ungmenna þar sem þeir draga úr einkennum þreytu og virðast bæta einbeitingu (Matvælastofnun, 2020). Unglingum finnst frábært að geta vakað langt fram á nótt, vaknað snemma og látið það ekki hafa nein áhrif á sig, „eða þannig”. Um leið og einstaklingur er orðinn háður finnst honum eins og hann nái ekki að „þrauka” daginn nema að fá sér 1-2 drykki á dag, einfaldlega vegna þess að líkami hans er orðinn háður koffíni. Lesa meira “Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá”
Bætum okkur í framkomu við ungmenni
Ég var eitt sinn stödd á borgarstjórnarfundi þar sem ungmennaráð Reykjavíkur mætti og fékk að flytja tillögur sínar fyrir borgarráð. Tvö ungmennaráðanna voru með tillögur að bættri flokkun um borgina, bæði í stofnunum undir Reykjavíkurborg og einnig á götunum. Einn fulltrúanna svaraði og sagðist fagna þessari tillögu, hann bætti þó við að heima hjá sér þá gæfi unglingurinn skít í að flokka og furðaði sig á því að ef ungmenni landsins væru svona æstir í að flokka að þá þyrftu þeir að taka þátt í því. Ef við myndum skipta samfélagshópnum „unglingar“ yfir í annan hóp eins og t.d. konur, þá hefði fólki brugðið við þessi ummæli. Ef sonur hans flokkar ekki heima, þýðir það að allir unglingar flokka ekki rusl? Lesa meira “Bætum okkur í framkomu við ungmenni”