Mikilvægi Hinseginfræðslu

Eins og flestir vita er ekkert að því að vera hinsegin og það ætti að teljast alveg jafn venjulegt og að vera gagnkynhneigður. Það er samt erfitt að gera sér grein fyrir því þegar allir sem maður þekkir eru gagnkynhneigðir. Þegar ég var fimmtán ára kom ég út úr skápnum fyrir þeim sem voru mér nánastir. Það er rétt að segja að það hafi verið það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni. Fyrir það fór ég í gegnum tvö ár af kvíða, streitu og sjálfshatri í ótta við það að vera ekki samþykktur af þeim sem ég umgengst alla daga. Heppilega tóku því allir vel og fátt breyttist en ég sit samt ennþá uppi með langvarandi áhrif streitu og kvíða. Ótal margir unglingar fara líklega í gegnum svipaða upplifun og ég á ári hverju. Ég velti því einfaldlega fyrir mér hvort að hinseginfræðsla í skólum og tómstundastarfi geti á einhvern hátt hjálpað hinsegin unglingum að sættast við sjálf sig og haft áhrif á það hvernig gagnkynhneigðir unglingar horfa á hinsegin fólk. Lesa meira “Mikilvægi Hinseginfræðslu”

Orðræða í kringum störf með börnum og unglingum

Bíddu, vinnur þú ekki í félagsmiðstöð?

Eða var það frístundaheimili?

Passa börn, er það ekki bara þæginlegt og auðvelt?

Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?

Ertu að fá borgað fyrir þetta starf?

Er þetta ekki kvennastarf?

Verður ekki svona klár strákur eins og þú að fá sér alvöru vinnu?

Er þetta ekki hálfgert djók þetta nám sem þú ert í?

Lesa meira “Orðræða í kringum störf með börnum og unglingum”