Heilbrigði – Misvísandi skilaboð

rakel yrÉg held að í dag sé mjög flókið að vera unglingur. Afhverju segi ég þetta? Jú, það hefur kannski alltaf verið flókið að vera unglingur, en í dag er svo margt sem flækir þetta aldurskeið. Flækjan kemur úr öllum áttum, en nýja flækjan kemur úr samfélagsmiðlum og það er ekkert að fara að leysast úr henni á næstunni. Skilaboðin sem unglingar fá nú til dags koma allstaðar að og geta sett mikla pressu á okkar elsku unglinga. Nú vil ég fjalla um pressu þegar það kemur að hreyfingu, matarræði, útliti og heilbrigði. Stundum er þessum hugtökum blandað saman í einn graut og er potað í hann úr öllum áttum sem ruglar allsvakalega í okkar unglingum, sem og fullorðnu fólki. Lesa meira “Heilbrigði – Misvísandi skilaboð”

Skiptir samvera foreldra og unglinga máli?

liljaAð foreldrar verji tíma með börnum/unglingum sínum er svo ótrúlega mikilvægt og tíminn er dýrmætur. Unglingar sem verja miklum tíma með foreldrum sínum sýna síður áhættuhegðun og leiðast síður út í slæman félagsskap. Einhverjir foreldrar sjá ekki mikilvægi þess að verja frítíma sínum með börnunum sínum en þegar þau komast á unglingsárin er slæmt fyrir þau að vera látin afskiptalaus, þá er einnig erfitt að fara að festa samverustundir í sessi sem börnin/unglingarnir og foreldrarnir eru ekki vön og er ekki í þeirra fjölskyldumynstri. Það er svo mikilvægt að foreldrar haldi góðu sambandi við unglinginn sinn því unglingsárin eru svo mikið mótunarskeið í lífi þeirra og það er ótrúlega mikið nýtt að gerast hjá þeim og auðvitað þurfa þau leiðsögn. En ef unglingarnir finna að þau geti treyst foreldrum sínum eru meiri líkur á að þau biðji um ráð frá þeim. Traust á milli foreldra og unglings spilar svo stóran part í þessu en auðvitað þurfa unglingar ákveðið frelsi til að átta sig á hlutunum sjálf. Lesa meira “Skiptir samvera foreldra og unglinga máli?”

Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft

karen annaHver hefur ekki heyrt ömmu sína eða afa, foreldra sína eða jafnvel jafnaldra segja að unglingar í dag beri ekki virðingu fyrir einu eða neinu og að unga kynslóðin sé alveg hryllileg. Það virðist vera að fólkið í samfélaginu dæmi út frá svörtu sauðunum hjá unglingunum. Unglingar eru líka fólk, og eru þau á sérstökum stað í lífinu þar sem þau eru oft mjög viðkvæm og eru að vinna að og byggja upp sjálfsmynd sína. Í dag eru unglingar margir hverjir að miða sig við aðra, hvort sem það er í daglegu lífi eða á internetinu á samfélagsmiðlum.

Eldri kynslóðir telja sig oft hafa verið mikið betri unglingar heldur en unglingar eru í dag. Það eru þó margir í eldri kynslóðinni sem telja sig hafa verið mikið erfiðari unglingar heldur en unglingar eru í dag. Lesa meira “Unglingar læra það sem fyrir þeim er haft”

Íþróttakrakkarnir og „hinir krakkarnir“

guðrún bjarnaVið sitjum við eldhúsborðið og umræður snúast um „hina krakkana“ eins og börnin mín kalla þau en það eru krakkarnir sem ekki stunda íþróttir alla daga vikunnar.  Hvað gera þeir unglingar sem ekki æfa íþróttir í frítíma sínum ? Þegar ég spyr 13 ára dóttur mina hvað vinir hennar í skólanum geri og hvort þau færu kannski í félagsmiðstöð skólans var svar hennar einfalt – „hvað er félagsmiðstöð“?

Ég á 2 börn á unglingsaldri sem æfa afreksíþrótt alla daga vikunnar 3-4 klst í senn  og er því íþróttahúsið þeirra annað heimili. Þar eru þeirra bestu vinir og umhverfi sem þeim líður vel í. En eru íþróttabörnin mín að fara á mis við mikilvægan hluta unglingsáranna með því að verja öllum sínum tíma í íþróttahúsinu og missa því af mjög mikilvægu starfi félagsmiðstöðvanna? Lesa meira “Íþróttakrakkarnir og „hinir krakkarnir“”

Val á glansmynd eða námi?

birna dadaÁ hverju ári dynur á unglingum í 10. bekk spurningin: „Í hvaða skóla ætlar þú svo næst?“ 
Sumir eru með sitt allt á hreinu og vita nákvæmlega hvað þau vilja og hvert stefnan er tekin eftir grunnskólann…. að minnsta kosti að þau halda. Hjá öðrum fer heilinn á flug og upp vakna ótal spurningar. Hvaða skóli er bestur? Hvar er skemmtilegast? Og þetta verður mikið áhyggjuefni.  Með árunum er alltaf erfiðara fyrir ungmennin að velja skóla og skólarnir eru alltaf að gera meiri kröfum um hversu vel nemendur þurfa að vera staddir í námi til þess að komast inn. Lesa meira “Val á glansmynd eða námi?”

Er ég samkynhneigð/ur?

vigdis liljaSamkynhneigð hefur í gegnum tíðina verið litin hornauga – þöggun og þögn hafa verið einkennandi fyrir samkynhneigt fólk og hefur það þurft að berjast fyrir réttindum sínum. Það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem samkynhneigð hefur verið viðurkennd víðsvegar. Það er mjög misjafnt á hvaða aldri einstaklingar eru þegar þeir átta sig á að þeir séu eitthvað „öðruvísi“ og geta viðbrögðin verið mjög misjöfn. Hjá sumum geta komið upp neikvæðar tilfinningar eins og afneitun, reiði, sorg og sjálfsásökun.

Erfitt getur verið fyrir einstaklinga á unglingsaldri að uppgötva sig því að það er sá tími þar sem sjálfsmyndin er að mótast og þeir eru að bera sig saman við aðra unglinga. Lesa meira “Er ég samkynhneigð/ur?”