Stemmum stigu við þunglyndi unglinga

erla björkÞunglyndi unglinga er stórt vandamál í heiminum og er Ísland þar engin undartekning. Miðað við rannsóknir hefur klínískt þunglyndi greinst hjá 20% unglinga fyrir 18 ára aldur. Þessar tölur eru sláandi. En hvað erum við að gera til að stemma stigu við vandanum? Ef unglingur greinist með klínískt þunglyndi er hann helmingi líklegri til að falla aftur í þunglyndi seinna á ævinni. Einnig eru börn foreldra sem hafa greinst með þunglyndi líklegri til að greinast einnig með þunglyndi. En þunglyndi hefur gríðaleg áhrif á einstaklinginn en einkenni hjá unglingum geta verið einangrun, depurð, minnkaður námsárangur, léleg mæting, lélegt sjálfsmat o.fl. Kvíði fylgir yfirleitt þunglyndi. Helmingi fleiri stelpur greinast með þunglyndi á við stráka. Ekki nema 30-40% unglinga með þunglyndiseinkenni leita sér hjálpar. Lesa meira “Stemmum stigu við þunglyndi unglinga”