Oft hef ég heyrt rætt á milli fullorðinna, hvað krakkar og unglingar hafa ljótan orðaforða , hvernig þau koma fram og þetta þurfi að laga og hreinlega beita ungdóminn meiri aga. Þá má líka spyrja sig hvar lærðu þau að tjá sig á þennan hátt ? Jú eins og sagt er þá læra börnin það sem fyrir þeim er haft. Mitt persónulega álit er að unglingar nútímans séu betur upplýstir á margan hátt eins og hefur komið í ljós í rannsóknum, minni drykkja, minni reykingar og sterkari í því að láta skoðun sína í ljós. Vegna þess og annarra atriða, finnst mér þau ekki vera vandamálið en þau eru aftur á móti verðandi fullorðnir og framtíðin og skipta mig miklu máli. Lesa meira “„Að heyra tjáningarmáta unga fólksins í dag, algjörlega til skammar!“ “