Hin hefðbundna leið

Ég velti því fyrir mér afhverju lang flest íslensk ungmenni fylgja hinni hefðbundnu leið þegar leiðir lífsins eru svo ótal margar. Það eru sem dæmi margir sem fara í menntaskóla eða framhaldsskóla sem eru einunigs miðaðir af því að klára stúdentspróf, en ekki verknám. Afhverju ætli það sé? Ég held það sé vegna þess að það er litið niður á það, ekki talið vera nógu töff. Flestir velja frekar Verzló fram yfir verknám í Borgarholtsskóla, klára stúdent í Verzló og fara svo í lögfræði, því það er svo töff, ekki endilega vegna þess að áhuginn liggur þar. Svo eru sumir sem klára grunnskólann, fara svo í framhaldsskóla og klára hann eftir nokkur ár. Ákveða síðan að fara strax í háskóla, án þess þó að vita nákvæmlega hvað þeir vilja læra eða gera í framtíðinni, eignast svo maka, skipta um nám nokkrum sinnum en klára þó námið á endanum, eignast börn og byrja svo þessa týpísku daglegu rútínu. Afhverju eru svona margir sem virkilega vilja fylgja þessari hefðbundnu leið? Lesa meira “Hin hefðbundna leið”