Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?

Fræðimaðurinn Erik Eriksson skilgreindi þroskaferli mannsins frá vöggu til grafar þar sem hann lýsti átta stigum þroska. Eitt að þessum stigum eru unglingsárin. Á unglingsárunum byrjum við að skapa okkar eigin sjálfsmynd, reynum að finna út úr því hver við erum og hver við viljum vera. Þetta þroskaferli á sér stað á aldrinum 12 til 20 ára. Frá aldrinum 12 til 20 ára eru ungmenni að stíga sín fyrstu skref inn á unglingsárin og síðan yfir á fullorðins árin eftir að þau hafa náð yfir 20 ára aldurinn. Á þessu skeiði eru ungmennin að byrja mynda sjálfsmynd sína og má því segja að þetta skeið sé eitt af mikilvægustu skeiðum á lífsleið okkar. Við förum öll á þetta skeið. Við lendum öll í því að finnast við vera týnd, vita ekki hvert við viljum stefna eða hvað við viljum gera við framtíðina sem blasir við okkur (Berger, 2015).

Lesa meira “Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?”

Unglingar og tómstundir

Tómstundir eru mjög mikilvægar fyrir börn og unglinga, hvort sem það eru íþróttir eða eitthvað annað. Það er áhugavert að skoða félagsmiðstöðvar og starfsemi þeirra, en hvað er gert í félagsmiðstöð? Er það bara staður til þess að eyða tímanum eða er einhver dagskrá þar sem hægt er að taka þátt í og er hún fjölbreytt svo hún höfði til sem flestra? Lesa meira “Unglingar og tómstundir”

Unglingur utan að landi

Ég er alin upp úti á landi þar sem ekki er bíó og skyndibitastaðir líkt og Subway og Dominos sem gerði það að verkum að það að fara til Reykjavíkur var mjög spennandi og stórt fyrir mér. Þegar ég fór til Reykjavíkur sem unglingur labbaði ég Kringluna og Smáralind fram og tilbaka og eyddi öllum peningunum mínum. Ef ég hefði átt heima í Reykjavík þá kannski hefði þetta ekkert verið svo spennandi. Mér fannst andrúmsloftið allt öðruvísi í Reykjavík, hröð umferð og mikið áreiti. Heima gat ég hjólað og labbað allt, sem er vissulega hægt í einhverjum hverfum innan Reykjavíkurborgar en ég lít ekki á það sem það sama. Mér finnst það vera mikið frelsi og sjálfstæði að geta komið sér sjálfur milli staða á stuttum tíma en ekki vera háður foreldrum sínum til að skutla hingað og þangað. Lesa meira “Unglingur utan að landi”

Krafa samfélagsins til ungmenna

Í nútímasamfélagi sem okkar er mikið lagt uppúr því að börnum og unglingum gangi vel í námi en einnig að þau æfi íþróttir eða stundi einhvers konar tómstundir. Þessu fylgir oft mikil pressa og spenna sem stundum getur haft veruleg áhrif á einstaklinga sem eru að fóta sig í samfélaginu. Ungmennin í dag tala oft um það hvað mikið er lagt á þau og hversu mikið er ætlast til af þeim og þeim finnst þau oft vera bara einhverjir aular ef þau geta ekki staðist þær kröfur sem samfélagið setur þeim. Lesa meira “Krafa samfélagsins til ungmenna”

Það er svo mikið að gera hjá okkur!

Hafa unglingarnir okkar á litlu stöðunum úti á landi of mikið að gera? Það er upplifun mín þessa dagana.  Við erum alltaf að hafa áhyggjur af því að unglingunum okkar leiðist og við viljum það að sjálfsögðu ekki. En getur verið að það sé kannski of mikið að gera hjá þeim?  Unglingarnir komu með bón til mín í fyrir nokkrum vikum um það hvort ég væri til í að hafa bara félagsmiðstöð einu sinni í vikunni, fyrir krakkana í 8. – 10. bekk. ,,Því það er svo mikið að gera hjá okkur í þessari viku!!“    Lesa meira “Það er svo mikið að gera hjá okkur!”

Að missa tökin á tilverunni

Hvað verður til þess að unglingar missa tökin á tilverunni og fara að stunda áhættuhegðun ? Hvað er það sem ýtir undir það að unglingar vilji prófa fíkniefni, eru það fjölskylduaðstæður, hópþrýstingur, neikvæð líðan, lélegar forvarnir? Ég hef oft velt þessu fyrir mér vegna þess að ég hef þekkt til margra sem hafa ánetjast fíkniefnum og tekið ranga beygju í lífinu.

Það er einhver hluti unglinga sem eru á jaðrinum, eiga oft erfitt með að tengjast fólki og eignast vini, tjá sig ekki í skólanum og taka ekki þátt í félagslífi. Þessum unglingum líður oft illa og vita ekki hvernig á að vinna úr tilfinningum, þá leita þau oft í eitthvað til þess að flýja raunveruleikann til dæmis í tölvuleiki eða Lesa meira “Að missa tökin á tilverunni”