Í Reykjavík hefur verið verkefni í samstarfi við Samtökin 78 og Tjörnina um að koma upp félagsmiðstöð þar sem hinsegin börn og vinir þeirra gætu fengið öruggt rými til að dafna undan einelti og með starfsfólki sem best getur ráðlagt og skilið þau. Hinsegin félagsmiðstöð hefur verið opin í 8 ár, með stórum viðburðum eins og Hinsegin balli og Hinsegin landsmóti og um 120 ungmenni heimsækja hverja opnun, einu sinni í viku. Hins vegar er það enn kallað „tilraunaverkefni“. Lesa meira “Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?”
Tag: Tómstundir
Er nóg pláss fyrir alla?
Ableismi veldur því að fötluð ungmenni verða fyrir útskúfun og jaðarsetningu. Það byggir á þeirri hugmynd að fötlun sé í eðli sínu neikvæð og óæskileg. Ablelismi eru kerfisbundnir fordómar gagnvart fötluðu fólki hvort sem er varðandi aðgengi eða félagslega þátttöku.
Tómstundir skipta miklu máli í lífi barna og ungmenna. Þær þroska félagsfærni, efla hæfni og þekkingu. Allt skiptir þetta máli en eru tækifærin til staðar til þess að hver og einn geti tekið þátt? Ég er 23 ára einstaklingur með fötlun og verandi fatlaður þá hef ég upplifað það á eigin skinni hvað tómstundastarf spilar stórt hlutverk í mínu lífi. Fatlað fólk verður því miður oft mikill eftirbátur þegar kemur að virkri þátttöku í samfélaginu. Allt of oft er ekki gert ráð fyrir fötluðu fólki í tómstundastarfi hvort sem það eru íþróttir, á tónleikum eða skólaböllum. Lesa meira “Er nóg pláss fyrir alla?”
Fjárhagserfiðleikar skerða möguleika í tómstundum
Það er alltaf talað um það hversu mikilvægt það sé fyrir börn að stunda tómstundir. Það er þroskandi, eflir sjálfsmynd barna og stuðlar að almennri heilsu og vellíðan. Það gefur því augaleið að það sé mjög gott fyrir börn að stunda þær, en eru þær aðgengilegar öllum?
Við nánari skoðun þá er það þannig að um 19% foreldra á örorku hafa ekki tök á því að greiða fyrir tómstundir hjá börnum sínum. Það getur verið mjög dýrt að stunda tómstundir og oftar en ekki er frístundastyrkurinn sem veittur er börnum ekki nema brot af heildarkostnaði. Síðan þarf líka að greiða aukalega fyrir mót, æfingaföt, búninga, hljóðfæri eða leigu á hljóðfæri, bækur eða hvað eina sem vantar til þess að geta stundað tómstundina sem um er að ræða að hverju sinni. Þetta er ávísun á að börn þeirra sem eiga minna á milli handanna verði útundan, einangrist félagslega og geti ekki tekið þátt eins og önnur börn. Lesa meira “Fjárhagserfiðleikar skerða möguleika í tómstundum”
Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga
Unglingar velja helst í frítíma sínum að sinna tómstundum eða hanga með vinum sínum í símanum. Ég held að þau hugsi ekki mikið um að komast í göngutúr í frítíma sínum. Aukin tækjanotkun hefur haft neikvæð áhrif á útivist unglinga sem er ekki nógu gott. Eitt af verkefnum tómstundafræðinga er t.d. að vekja áhuga þeirra á útivist.
Þátttaka í útivist getur verið skemmtileg og er góð leið fyrir unglinga að tengjast náttúrunni. Ef unglingar eru virkir í útivist eins og að fara oft í göngutúr getur streita og kvíði þeirra minnkað því útivist hefur góð áhrif á líðan. Hún getur kyrrt hugann, veitt ákveðna slökun og hefur góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Einn stuttur göngutúr getur því haft mikil áhrif á líðan unglings og er góð leið fyrir unglinga að styðja hvort annað til hreyfingar. Lesa meira “Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga”
Hvers vegna kostar ekki allt tómstundastarf það sama?
Allir hafa stundað tómstund á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Eða hvað? Hafa allir haft efni á því að senda börnin sín í tómstund, jafnvel tvær án þess að þurfa að skuldsetja sig? Svarið er eflaust nei. Raunin er sú að börn hafa ekki jafnan aðgang að tómstundum, en til dæmis kostar mun minna að æfa fótbolta heldur en að æfa á hljóðfæri. Lesa meira “Hvers vegna kostar ekki allt tómstundastarf það sama?”
Að vera unglingur í hljóðfæranámi
Að vera í tónlistarnámi sem unglingur getur verið ákveðin pressa. Unglingurinn er farinn að bera meiri ábyrgð á tónlistarnáminu sem hann er í og þarf að huga að því hvað hann langar að gera í framtíðinni.
Unglingurinn er kannski búinn að vera í tónlistarnámi frá 3 ára aldri eða eldri og hann er að spá í: „Hvað fæ ég út úr þessu námi, hef ég áhuga á að halda áfram að læra inn á tónlist og á hljóðfærið sem ég er að spila á?“ Það er meiri pressa frá foreldrum um að ná ákveðið langt í náminu, þau vilja láta þetta verða að einhverju meira en áhugamáli því þeim finnst unglingurinn þeirra vera svo góður í að spila á hljóðfærið. Lesa meira “Að vera unglingur í hljóðfæranámi”