Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft

Að hafa góða sjálfsmynd er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri. Fólk hefur mis góða sjálfsmynd og virðast unglingsstúlkur oftar en ekki vera í hópi þeirra sem hafa brotna sjálfsmynd. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér og felur í sér mikla vinnu. Það geta verið ótal margar ástæður fyrir brotinni sjálfsmynd og sér í lagi hjá unglingsstúlkum í dag þar sem fyrirmyndir þessara stelpna bera flestar hið svokallaða ,,fullkomna“ útlit, sem í raun er brenglað og óraunhæft útlit. Þetta ,,fullkomna“ útlit er fyrir augum ungra stúlkna á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat, Instagram og Facebook. Samanburður stúlknanna við þessar ofurfyrirsætur og leikkonur getur leitt til mikillar vanlíðunar og Lesa meira “Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft”

Hreyfing barna og unglinga

Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn og unglingar þurfa á að halda í raun og veru. En ráðlögð hreyfing barna er 60 mínútur á dag, sem þó er hægt að skipta niður í styttri tímabil yfir daginn til dæmis 15-30 mínútur í senn. Ég tel að mikilvægt sé að börnum og unglingunum þyki hreyfingin sem þau stunda vera skemmtilega og hún sé fjölbreytt og sé í samræmi við færni þeirra og getu. Lesa meira “Hreyfing barna og unglinga”

Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir

 

Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingur tekst á við að móta sjálfsmynd sína. Fyrirmyndir eru stór hluti af því að móta einstakling. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru oft miklar fyrirmyndir og þurfum við því að einblína á það að gera okkar allra besta sem slíkar. Unglingsárin er sá tími þar sem einstaklingar læra samskipti, læra að bera virðingu fyrir öðrum ásamt því að hlusta á skoðanir sínar og annarra. Unglingsárin eru viðkvæmur tími á þroskaferlinu þar sem breytingar verða útlitislega og andlega. Ungmennin geta verið viðkvæm þar sem mikil hormónastarfsemi er í gangi og miklar tilfinningar. Lesa meira “Félagsmiðstöðvastarfsfólk sem fyrirmyndir”

Sílíkon og lendarskýlur

Málefni sem ég fæ ekki nóg af eru áhrif samfélagsmiðla á unglingsstúlkur, kannski af því að þegar ég var unglingur þá var ekki mikið annað að horfa á í sjónvarpinu eftir skóla en tónlistarmyndbönd. Þar birtust okkur vinkonunum fáklæddar konur sem stígsporuðu um á himinháum hælum að þjóna sínum mönnum, klæddar í það efnalítil föt að þau minntu einna helst á lendarskýluna af Tarzan og voru þær flestar með sílikonbrjóst þar sem geirvörturnar vísuðu beinustu leið norður á Pólstjörnuna. Þetta þótti hið eðlilegasta mál að setja í sjónvarp. Og hvað gerðist? Allar mínar vinkonur byrjuðu að bera sig saman við þessar plastskvísur á meðan ég beið eftir að bringan á mér myndi byrja að blása út. Sem er það sem unglingsstelpur gera, þær bera sig saman við það sem samfélagið gefur í skyn að sé flott og gott og allt annað en það er óásættanlegt í huga þeirra, sérstaklega þeirra sem eru með lítið sjálfstraust. Lesa meira “Sílíkon og lendarskýlur”

Bara að einhver hlusti

Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við gerðum. Það sem hjálpaði mér voru foreldrar mínir og skólastjórarnir mínir. Þau hlustuðu á mig og sýndu mér skilning, virtu skoðanir mínar og hikuðu aldrei við að leyfa mér að prófa mig áfram. Það er þeim að þakka að unglingsárin mín voru frábær, að minningarnar mínar, sem eru ótal margar, eru skemmtilegar og þær ylja mér og gleðja mig. Lesa meira “Bara að einhver hlusti”

Heilbrigði – Misvísandi skilaboð

rakel yrÉg held að í dag sé mjög flókið að vera unglingur. Afhverju segi ég þetta? Jú, það hefur kannski alltaf verið flókið að vera unglingur, en í dag er svo margt sem flækir þetta aldurskeið. Flækjan kemur úr öllum áttum, en nýja flækjan kemur úr samfélagsmiðlum og það er ekkert að fara að leysast úr henni á næstunni. Skilaboðin sem unglingar fá nú til dags koma allstaðar að og geta sett mikla pressu á okkar elsku unglinga. Nú vil ég fjalla um pressu þegar það kemur að hreyfingu, matarræði, útliti og heilbrigði. Stundum er þessum hugtökum blandað saman í einn graut og er potað í hann úr öllum áttum sem ruglar allsvakalega í okkar unglingum, sem og fullorðnu fólki. Lesa meira “Heilbrigði – Misvísandi skilaboð”