Er íslenskan orðin tískuslys?

Við lifum á öld þar sem tækninni fleygir áfram og sífellt fleiri nýjungar koma fram sem allir verða að eignast. Flestir horfa á sjónvarpið, símann eða tölvuna á hverjum degi. Ungmenni nota styttingar á orðum eða ensku slettur sem að eldra fólkið skilur ekki og eldra fólkið notar íslensk orð sem að unga fólkið skilur ekki. Það er undantekningarlaust að maður heyrir í ömmum og öfum eða frænkum og frændum að ungmenni í dag kunni ekki að tala íslensku. Því miður hef ég, manneskja á þrítugs aldri, oft fengið að heyra þessa setningu og það sem meira er „ af hverju talarðu ekki bara íslensku?“ eða „ hvað er íslenska orðið fyrir þetta orð?“. En hvað ef kæri lesandi að ég myndi segja þér að ungmenni sem að tala fallega og flotta íslensku verða fyrir aðkasti að hálfu samnemanda sinna í grunnskólum í dag. Lesa meira “Er íslenskan orðin tískuslys?”

Starfsmenn félagsmiðstöðva með þarfir barna og ungmenna í fyrirrúmi

Eftir að hafa verið nemandi í grunnskóla og starfsmaður í tveimur grunnskólum seinna meir, varð mér hugsað til starfsfólks félagsmiðstöðva og frístundasstarfs utan skóla. Þá sérstaklega um mikilvægi þess að það séu góðar fyrirmyndir og hvetji ungmenni til virkrar þátttöku, þar sem virðing og skemmtilegheit eru í fyrirrúmi. Af minni reynslu er starfsfólkið í félagsmiðstöðvum að vinna almennt mjög gott starf, þó auðvitað megi alltaf bæta sig. Ungmenni eru eins mismunandi og þau eru mörg, sumum finnst ekkert mál að mæta, hafa samskipti við aðra og plumma sig gríðarlega vel í þessu umhverfi. Aðrir eru jafnvel aðeins til baka, finnst erfiðara að mæta og glíma við einhvers konar kvíða eða félagsfælni. Þessi tiltekni hópur gæti orðið svolítið út úr og ekki tekið jafn mikinn þátt í félagslífinu. Það getur verið svolítið yfirþyrmandi að koma inn í félagsmiðstöð þar sem eru mjög margir krakkar saman, allir að gera mismunandi hluti. Lesa meira “Starfsmenn félagsmiðstöðva með þarfir barna og ungmenna í fyrirrúmi”

Verum fyrirmyndir

Dóra Eggertsdóttir

Sú sem hér ritar hefur mikið verið að hugsa um kvíða barna og ungmenna undanfarið vegna BA ritgerða skrifa um kvíða barna. Við þekkjum örugglega öll tillfinninguna að upplifa kvíða af einhverju tagi eða við ákveðnar aðstæður. Margir eiga börn og ungmenni sem eiga við kvíðavandamál að stríða. Að vera ungmenni í dag getur ekki verið auðvelt.

Annars eru unglingsárin sjaldan auðveldur tími en með hröðum tækni- og samfélagsbreytingum getur undirritaður ímyndað sér að það sé ansi erfitt að standast ýmsar kröfur og væntingar sem unglingar standa frammi fyrir í nútímasamfélagi. Kvíði er hugtak sem  lýsir ótta, hræðslu og áhyggjum. Kvíði er eðlileg tilfinning sem getur verið bæði neikvæð og jákvæð. Þegar kvíði er jákvæður er það tilfinning sem er hluti af lífinu og getur bætt einbeitingu og frammistöðu. Þegar kvíði hefur heftandi áhrif á líf unglings og kallar á óeðlileg viðbrögð við aðstæður sem ættu ekki að kalla fram kvíða er það neikvæður kvíði sem er orðin að kvíðaröskun.

En hver getur verið ástæða þess að börn og unglingar eru kvíðnari í dag en áður fyrr?  Kannski er bara meira talað um það nú til dags og einstaklingar eru opnari. Margir þættir koma til greina sem orsakar kvíða og hafa rannsóknir sýnt að þessir þættir eru meðal annars: áhrif samfélagsmiðla, prófkvíði og fjárhagur foreldra. Kvíði ungmenna hefur aukist verulega og er talið að eitt af hverju tíu börnum þjáist af kvíða. Kvíði stúlkna hefur farið vaxandi síðan árið 2000 og er sérstaklega slæmur hjá stúlkum á aldrinum 13-15 ára.

Samfélagsmiðlar setja gríðarlega pressu og óraunhæfar kröfur á unglinga. Margir upplifa kvíða vegna samfélagsmiðla sem getur þróast yfir í kvíðaröskun sem er mun alvarlegri og þá upplifir einstaklingur mikla hræðslu og áhyggjur í aðstæðum sem ekki ættu að kalla á slík viðbrögð. Sumir geta ekki borðað kvöldmat eða sofið heila nótt án þess að kíkja í símann og fylgjast með hvað aðrir eru að gera. Með því fara einstaklingar ósjálfsrátt að bera sitt líf saman við glansmynd samfélagsmiðla og getur andleg líðan versnað við þann stanslausa samanburð. Sumir upplifa kvíða bara við þá hugsun að síminn gleymist eða sé batteríslaus og ekkert hleðslutæki til staðar. Hjá mörgum ungmennum skiptir mestu máli að fá sem flest like og ef það gerist ekki verður að eyða myndinni eða færslunni út vegna þess að það hefur áhrif á ímynd þeirra innan ákveðins samfélagsmiðils. Samfélagsmiðlar eru alls ekki bara slæmur vettvangur fyrir ungmenni og aðra einstaklinga. Samfélagsmiðlar geta haft jákvæð áhrif á samskipti við vini og ættingja, félagslegan stuðning og vettvangur þar sem hægt er að tjá skoðanir sínar. En því miður hafa samfélagsmiðlar líka neikvæðar afleiðingar á andlega líðan ungmenna. Sum ungmenni upplifa einangrun, kvíða og neteinelti.

En hvað getum við sem foreldrar, uppalendur og virkir þátttakendur í lífi ungmenna gert? Samfélagsmiðlar eru komnir til að vera og það þarf að aðlagast því. Mikilvægt er að ræða við börn og ungmenni um hvernig sé hægt að nota samfélagsmiðla á jákvæðan hátt. Það skiptir líka miklu máli að þau geri sér grein fyrir því að allt sem fer inn á þessa miðla eru þau búin að missa úr höndunum og er ekki eign þeirra lengur. Foreldrar þurfa að gera grein fyrir þeim hættum og neikvæðu afleiðingum sem samfélagsmiðlar hafa í för með sér og kenna ungmennum að bera virðingu fyrir öllum. Þó svo að manneskjan sjái þig ekki geta orð sært og haft alvarlegar afleiðingar fyrir báða aðila ef neteinelti á sér stað.

Foreldrar og aðrir uppalendur þurfa að vera vakandi, vera fyrirmyndir og upplýstir um líðan barna og unglinga. Mikilvægt er að þeir viti hvað ungmennin þeirra eru að skoða á netinu, hvaða forrit og leiki þau eru að nota og hverja þau eiga í samskiptum við. Ef tekið er eftir kvíðaeinkennum í sambandi við samfélagsmiðla og netnotkun eru mikilvægt að taka á því strax. Með því að taka strax á kvíðaeinkennum og hjálpa börnum og unglingum að takast á við hræðslu og ótta er hægt að koma í veg fyrir að kvíðinn verði alvarlegri og hafi heftandi áhrif á líf þeirra.  Börn og ungmenni sem nota samfélagsmiðla og netið þurfa að læra hvernig hægt er  að nota þessa miðla á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Þau þurfa að læra að bera virðingu fyrir hvert öðru, að orð og gjörðir geta sært og haft gríðarlegar afleiðingar.

Verum fyrirmyndir og sýnum ungmennum okkar gott fordæmi um hegðun á samfélagsmiðlum og netinu.

Dóra Eggertsdóttir

Tæknin vs. uppeldið

Þegar ég fer að hugsa hvað tæknin hefur komið langt á leið þá hugsa ég einnig um framtíðina. Við notum tæknina dags daglega fyrir allskona hluti, en á tæknin að blandast við uppeldi barna og unglinga? Þegar eldri systir mín eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 2 árum þá tók hún fram að þau ætluðu að reyna að halda tækninni í lámarki fyrir litla frænda minn svo hann myndi njóta þess að leika sér og þróa ímyndunaraflið. Fór ég þá að hugsa hvort of margir foreldrar seta of mikið traust í tæknina til að hjálpa við uppeldið. Núna er frændi minn 2 ára og ef hann sér t.d. síma þá á hann til að titra af spenningi því þetta er eitthvað sem hann hefur alist upp með. Lesa meira “Tæknin vs. uppeldið”

Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft

Að hafa góða sjálfsmynd er mikilvægt fyrir fólk á öllum aldri. Fólk hefur mis góða sjálfsmynd og virðast unglingsstúlkur oftar en ekki vera í hópi þeirra sem hafa brotna sjálfsmynd. Góð sjálfsmynd er ekki eitthvað sem kemur af sjálfu sér og felur í sér mikla vinnu. Það geta verið ótal margar ástæður fyrir brotinni sjálfsmynd og sér í lagi hjá unglingsstúlkum í dag þar sem fyrirmyndir þessara stelpna bera flestar hið svokallaða ,,fullkomna“ útlit, sem í raun er brenglað og óraunhæft útlit. Þetta ,,fullkomna“ útlit er fyrir augum ungra stúlkna á samfélagsmiðlum á borð við Snapchat, Instagram og Facebook. Samanburður stúlknanna við þessar ofurfyrirsætur og leikkonur getur leitt til mikillar vanlíðunar og Lesa meira “Hið fullkomna útlit – Brenglað og óraunhæft”

Hreyfing barna og unglinga

Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn og unglingar þurfa á að halda í raun og veru. En ráðlögð hreyfing barna er 60 mínútur á dag, sem þó er hægt að skipta niður í styttri tímabil yfir daginn til dæmis 15-30 mínútur í senn. Ég tel að mikilvægt sé að börnum og unglingunum þyki hreyfingin sem þau stunda vera skemmtilega og hún sé fjölbreytt og sé í samræmi við færni þeirra og getu. Lesa meira “Hreyfing barna og unglinga”