Félagsmiðstöðin – Mitt annað heimili

anton ornNýverið ákvað fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar að breyta reksti félagsmiðstöðvarinnar þar í bæ.  Þessar breytingar urðu til þess að starfshlutfall fostöðumanns til 24 ára lækkaði umtalsvert eða um 15%. Opnunartíminn breyttist við þessar breytingar en frá og með skólaári 2016-2017 verður nánast aðeins um kvöld-opnanir um að ræða. Þá verður opið fimm kvöld í viku 19:30 – 22:00- , öll kvöld nema fimmtudaga og sunnudaga. Að auki verður aðeins opið í tvær klukkustundir á dag, tvo daga í viku miðvikudaga og þriðjudaga frá 16:00-18:00. Félagsmiðstöðin verður því opin í 16,5 klukkustundir á viku sem er líkt því og þekkist annarstaðar að sögn formanns  fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Lesa meira “Félagsmiðstöðin – Mitt annað heimili”

Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið

steinarFélagsmiðstöðvar eru gríðar mikilvægur þáttur í velferðarþjónustu fyrir unglinga og eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði félagsmiðstöðvarstarfsins. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru óneitanlega miklir áhrifavaldar á starfið og því er mikilvægt að starfsfólkið sé ávallt með það í huga hvernig hægt er að bjóða unglingunum upp á sem besta þjónustu og að starfið sé alltaf á forsendum unglinganna. Ég tel að fjölbreytileiki starfsfólksins sé mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að því að halda uppi góðu starfi og bjóða upp á góða þjónustu. En í hverju felst góð þjónusta í félagsmiðstöð og hvaða hlutverk hefur starfsfólk í raun og veru? Lesa meira “Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið”

Að vera unglingur á gervihnattaöld

drofn jonsdottirUpp úr þrítugsaldrinum eru mörg okkar farin að gleyma því að eitt sinn vorum við unglingar. Við höfum gleymt því að þegar við vorum á þeim aldri fannst okkur allir þeir sem væru þrítugir, eða eldri, væru orðnir óttalega gamlir og ekki langt í dvölina á elliheimilinu. Þetta hefur verið svona og verður væntanlega alltaf svona. Hver kannast ekki við það? Nýjasta dæmið um áhyggjur okkar fullorðna fólksins af unga fólkinu er notkun þeirra á snjalltækjum. Til að mynda er mikið rætt um mikla notkun snjallsíma og að frítími unga fólksins fari allur í að skoða samfélagsmiðla á vefnum. Við teljum að unga fólkið sé hætt að tala saman, nema þá í gegnum netið. Á sama tíma heyrast háværar raddir í samfélaginu um að allir skólar ættu nú að spjaldtölvuvæðast. Erum það við fullorðna fólkið eða eru það unglingarnir sem krefjast þess? Lesa meira “Að vera unglingur á gervihnattaöld”

Nútímaunglingurinn

david_palssonÞað þekkja allir þá umræðu þegar eldra fólk byrjar á að segja að ungt fólk nú til dags sé að fara til fjandans. En ef við lítum betur á þetta er það kannski ekki rétt. Þegar við berum saman sýn margra á unglinga í dag myndu margir segja að þau væru löt, alltaf í símanum eða tölvunni og hefðu enga sýn á lífið. En svona alhæfingar eiga náttúrulega aldrei að vera til staðar. Frá eigin sjónarhorni finnst mér unglingar í dag mun þroskaðri og mun betri fyrirmyndir heldur en þegar ég var sjálfur unglingur. Náttúrulega þekki ég ekki alla unglinga á Íslandi svo ég er að miða við þann hóp sem er sýnilegur. En ef við lítum á heildarmyndina þá gæti það samt verið rétt.

Hvar get ég byrjað… Lesa meira “Nútímaunglingurinn”

Nauðsyn öflugs félagsstarfs meðal óvirkra fíkla

eva_arnadottirFlestir þekkja málefni er varðar óvirka fíkla. Einstaklinga sem hafa verið í ógöngum en hafa snúið við blaðinu. Félagsstarf er eitt af því mikilvægasta í bataferli fíkilsins þar sem edrú líferni má ekki verða að gráum hversdagsleika ef fyrrum fíkilinn á að ná bata til lengri tíma. Margir spyrja sig eflaust af hverju í ósköpunum má þetta vera en ef edrú líferni verður innihaldslaust og leiðinlegt eru miklar líkur á að einstaklingurinn leiti í fyrra líferni þar sem gleðin virtist oft á tíðum vera meiri.

Lesa meira “Nauðsyn öflugs félagsstarfs meðal óvirkra fíkla”