Femínismi og tómstundir

Ásamt því að vera tómstunda- og félagsmálafræðinemi stunda ég nám í kynjafræði við Háskóla Íslands. Þessar tvær námsleiðir eru ólíkar en henta vel saman, kynjafræðin lyftir tómstunda- og félagsmálafræðinni á aðra hæð í takt við samfélag sem breytist ört og vex. Margir eru sammála um það að kynjafræði ætti að vera skyldufag í öllum námsleiðum háskólanna og víðar. Hvert sem maður fer tekur maður eftir feðraveldinu og á þetta vel við tómstundir. Allt frá því að kvenfólk í íþróttum fær minni verðlaunabikara og verri æfingatíma í hlutgervingu kvenna þegar kemur að klæðaburðareglum. Lesa meira “Femínismi og tómstundir”

Hvað má og hvað má ekki?

sunna ottósdóttirFemínstar hafa alltaf verið umdeildir. Það er þá líklega helst vegna þeirra róttæku aðgerða sem þeir reglulega grípa til. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að hreyfa við fólki og halda því við efnið. En við verðum einnig að staldra aðeins við og vera meðvituð um það hvenær við erum komin að velsæmismörkum og hafa það klárt hver skilaboðin eru sem við ætlum okkur að koma á framfæri.
Brjóstabyltingin var herferð sterkra ungra kvenna sem snerist um samstöðu og sjálfsákvörðunarrétt. Í herferðinni beruðu konur brjóst sín til merkis um það að brjóst kvenna eru ekki kynfæri frekar en brjóst karla. Þær ættu þ.a.l. að hafa val um að bera þau eða ekki án afskipta almennings og fóru konurnar saman í hópum, berar að ofan, m.a. í sund og sátu á Austurvelli. Í kjölfarið birtu margar fullvaxta, sjálfráða, konur myndir af brjóstum sínum á facebook. Lesa meira “Hvað má og hvað má ekki?”