Mistök eru misskilin af mörgum. Þau eru talin slæm og það er sagt okkur að forðast þau. En margir átta sig ekki á því að mistök eru í raun gjöf til þess að læra og gera betur. Stundum geta mistök jafnvel verið það besta í stöðunni. Því hvernig getum við vitað að við séum að gera hlutina rétt ef við gerum aldrei mistök? Í þessari grein langar mér að leggja áherslu á mikilvægi þess að mistakast. Þetta á við alla aldurshópa en ég vil leggja sérstaka áherslu á mikilvægi þess að unglingar samþykki mistök sín og nýti þau til góðs því það getur gefið þeim mikið forskot á sína framtíð. Lesa meira “Leyfum unglingum að mistakast og kennum þeim mikilvægi þess”
Author: eyglo
Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?
Svefn er eitthvað sem við öll þekkjum og er hann okkur lífsnauðsynjlegur. Svefn er mikilvægur fyrir líkama okkar til að endurnærast og hvílast og undirbúa sig fyrir átök næsta dags. Hann styrkir tauga- og ónæmiskerfi líkamans og heilinn fær hvíld og tíma til að vinna úr hugsunum og tilfinningum okkar. Meðal manneksjan ætti að vera að sofa í um 7 til 9 tíma á hverri nóttu og er lang algengast að fólk sé að fá minni svefn en það. Á unglingsárunum þurfum við meiri svefn, eða á bilinu 8 til 10 tíma af svefni á hverri nóttu og er mjög óalgengt að unglingar sofi svo lengi og er lang algengast að þau sofi allt of lítið. Lesa meira “Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?”
Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?
Kynfræðsla er eitthvað sem flestir kynnast fyrst þegar þeir eru í grunnskóla en það er margt sem getur verið á bak við hugtakið. Það sem fellur undir kynfræðslu er til dæmis: kynheilbrigði, blæðingar, sáðlát, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar, kynlíf, klám, kynþroski, kynhneigð, kynvitund og fleira. En allt er þetta viðfangsefni sem mörgum finnst óþægilegt að tala um, samt sem áður er það mjög mikilvægt.
Þegar ég hugsa um kynfræðslu þá hugsa ég um hvernig mín reynsla var af henni. Þegar ég var í grunnskóla þá var kynfræðslan kennd þannig að stelpurnar voru sér og strákarnir sér. Lesa meira “Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?”
Gullfiska athygli ungmenna
Hvað ert þú búin að vera lengi í símanum í dag? Gerum við okkur raunverulega grein fyrir því hvað þetta litla tæki tekur mikinn tíma af okkar degi og mikinn hluta af okkar athygli. Þetta málefni kann að vera viðkvæmt sökum þess og mögulega viljum við ekki viðurkenna hver svörin eru við þessum spurningum. Ef horft er í staðreyndir og rýnt er í eðli skjánotkunar og möguleg áhrif hennar að þá vaknar spurningin – erum við að stýra símanum eða er síminn að stýra okkur? Auk áhrifa skjánotkunar á einbeitingu og athygli er hér að neðan fjallað um hagnýt viðmið og ráð sem notast má við í að takast á við skjánotkun í daglegu lífi. Lesa meira “Gullfiska athygli ungmenna”
Hvað má segja við börnin okkar og hvað ekki?
Fyrir stuttu kom út heimildarmynd á Sjónvarpi Símans sem ber nafnið „Hækkum rána” og hefur samfélagið skipt sér í tvær fylkingar með það hvað þeim finnst um þjálfarann, Brynjar Karl, og hans þjálfunaraðferðir, hvort þeim finnist hann vera að standa sig vel eða að hann sé með allt niðrum sig. Myndin fjallar um réttindabaráttu 8-13 ára stúlkna sem vilja breyta kvennaflokkum í körfubolta á Íslandi, þar sem aðaláherslan var sú að þær vildu fá að keppa við stráka en KKÍ (Körfuknattleikssamband Íslands) vildi ekki leyfa það þar sem íþróttamótunum er haldið kynjaskipt.
Eftir að ég horfði myndina gat ég ekki hætt að hugsa um hana, en ekki af því að ég er sammála eða ósammála öllu því sem er gert og sagt í myndinni, heldur finnst mér sumt gott og annað slæmt. Það sem liggur mér mest á hjarta er talsmátinn í Brynjari Karli, en hann segir meðal annars við eina stelpuna að taka hausinn út úr rassgatinu á sér, að hætta að grenja þegar ung stelpa er í kvíðakasti og segir stelpunum að æfa sig í að segja ljót orð við hvora aðra, ruslatal eins og hann kallar það sjálfur og er það gert til þess að valdefla þær.
Það sem ég velti líka fyrir mér er hver tilgangurinn sé með því að þær vilja keppa við stráka, orðrómurinn hingað til hefur verið sá að strákar séu betri í boltaíþróttum og vilja þær sýna að svo sé ekkert endilega. En hver er þá tilgangurinn að vilja keppa við þá sem eru ekkert endilega betri? Hvað ef þær hefðu tapað og strákarnir þá fengið hærri stall og þá ranghugmynd að þeir séu betri? Væri ekki hægt að taka æfingaleiki til að útkljá þann ágreining sem komið hefur upp um hvort kynið sé betra í staðin fyrir að vilja fara með þetta í gegnum KKÍ? KKÍ þarf ekki að eiga lokaorðið, hægt er að fá dómara, fólk á ritaraborðið og spilað leik þar sem stig koma fram og skrifuð er skýrsla í þríriti ef það er það sem bæði liðin vilja.
Nú hef ég sjálf æft körfubolta, unnið með börnum og unglingum og á sjálf barn, ég man ekki eftir því að hafa heyrt fullorðinn einstakling sem börnin líta upp til og bera virðingu fyrir segja þessi orð við börn og unglinga. En af hverju ekki? Þau munu hvort sem er fá að heyra ljót orð sögð við sig einhvern tímann á lífsleiðinni, þannig að af hverju ekki að byrja bara nógu snemma að kenna börnum og unglingum að svara fyrir sig eða hunsa það? Mín skoðun er sú að hægt er að valdefla stúlkur, drengi og börn yfir höfuð á margan annan hátt en að öskra á þau og láta ljót orð falla til þeirra og um þau. Hægt er að valdefla með virðingu og vinsemd og vera þar af leiðandi fyrirmynd um hvernig komið er fram við aðra einstaklinga. Einnig er það mín skoðun að þjálfari er ekki bara þjálfari þegar hópurinn er á þessum aldri, þjálfarinn er fyrirmynd þeirra og hefur meiri áhrif á líf þeirra, gjörðir og hugsunarhátt, en þeir gera sér grein fyrir og ættu að taka það til umhugsunar áður en þeir láta stóru orðin falla.
—
Kristjana Ósk
Megum við vera með?
Að vera unglingur, hvað er það? Nú höfum við það öll sameiginlegt að hafa verið unglingur. Í raun erfiðasta þroskaskeiðið, allavega samkvæmt mér. Við þekkjum það örugglega flest að á þessum tíma á ævi okkar, að okkar eigin sjálfsmynd er alls ekki fullmótuð. Ennþá viðkvæm, en samt með þörf fyrir sjálfræði. Erum að uppgötva heilan helling, eins og á öllum æviskeiðum okkar. En þarna er mikilvægur tími þar sem við erum næstum því fullorðin en samt ekki. Það er samt komið fram við okkur eins og börn og okkur jafnvel ekki treyst fyrir ákvörðunum um eigið líf eða tilfinningar. Lesa meira “Megum við vera með?”