Upp úr þrítugsaldrinum eru mörg okkar farin að gleyma því að eitt sinn vorum við unglingar. Við höfum gleymt því að þegar við vorum á þeim aldri fannst okkur allir þeir sem væru þrítugir, eða eldri, væru orðnir óttalega gamlir og ekki langt í dvölina á elliheimilinu. Þetta hefur verið svona og verður væntanlega alltaf svona. Hver kannast ekki við það? Nýjasta dæmið um áhyggjur okkar fullorðna fólksins af unga fólkinu er notkun þeirra á snjalltækjum. Til að mynda er mikið rætt um mikla notkun snjallsíma og að frítími unga fólksins fari allur í að skoða samfélagsmiðla á vefnum. Við teljum að unga fólkið sé hætt að tala saman, nema þá í gegnum netið. Á sama tíma heyrast háværar raddir í samfélaginu um að allir skólar ættu nú að spjaldtölvuvæðast. Erum það við fullorðna fólkið eða eru það unglingarnir sem krefjast þess? Lesa meira “Að vera unglingur á gervihnattaöld”
Author: eyglo
Nútímaunglingurinn
Það þekkja allir þá umræðu þegar eldra fólk byrjar á að segja að ungt fólk nú til dags sé að fara til fjandans. En ef við lítum betur á þetta er það kannski ekki rétt. Þegar við berum saman sýn margra á unglinga í dag myndu margir segja að þau væru löt, alltaf í símanum eða tölvunni og hefðu enga sýn á lífið. En svona alhæfingar eiga náttúrulega aldrei að vera til staðar. Frá eigin sjónarhorni finnst mér unglingar í dag mun þroskaðri og mun betri fyrirmyndir heldur en þegar ég var sjálfur unglingur. Náttúrulega þekki ég ekki alla unglinga á Íslandi svo ég er að miða við þann hóp sem er sýnilegur. En ef við lítum á heildarmyndina þá gæti það samt verið rétt.
Hvar get ég byrjað… Lesa meira “Nútímaunglingurinn”
Nauðsyn öflugs félagsstarfs meðal óvirkra fíkla
Flestir þekkja málefni er varðar óvirka fíkla. Einstaklinga sem hafa verið í ógöngum en hafa snúið við blaðinu. Félagsstarf er eitt af því mikilvægasta í bataferli fíkilsins þar sem edrú líferni má ekki verða að gráum hversdagsleika ef fyrrum fíkilinn á að ná bata til lengri tíma. Margir spyrja sig eflaust af hverju í ósköpunum má þetta vera en ef edrú líferni verður innihaldslaust og leiðinlegt eru miklar líkur á að einstaklingurinn leiti í fyrra líferni þar sem gleðin virtist oft á tíðum vera meiri.
Lesa meira “Nauðsyn öflugs félagsstarfs meðal óvirkra fíkla”
Húsið sem hýsir þína hugmynd
Allir þurfa athvarf. Athvarf þar sem manni líður vel, þar sem maður fær hvatningu til að leita lengra og þar sem mörk þess mögulega og ómögulega eru óskýr. Hitt Húsið hefur verið starfrækt síðan 1991 og hefur í gegnum tíðina verið athvarf þúsunda ungmenna á aldrinum 16-25 ára. Þetta unga fólk hefur nýtt Hitt Húsið sem vettvang til sköpunar, sjálfsstyrkingar, til að hitta annað ungt fólk og eiga góðar stundir. Húsið hefur verið heimili listafólks, aktivista, dansara, leikara, tónlistarmanna, ungs fólks í námi, ungs fólks í vinnu, ungs fólks í atvinnuleit, kvenna, karla, transfólks, hinsegin fólks, íslenskra ungmenna, erlendra ungmenna og flestra þeirra sem upptalningin nær ekki yfir. Lesa meira “Húsið sem hýsir þína hugmynd”
Frístundaheimili – Mikilvægi og framfarir
Undanfarin 15 ár hafa orðið gríðarlegar framfarir í þeirri þjónustu sem veitt er 6-10 ára börnum að skólatíma loknum í Reykjavík. Það má segja að fyrsta skrefið hafi verið tekið þegar íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR) hóf rekstur frístundaheimila í stað skóladagvistar eða „gæslu“ sem tíðkaðist áður. Þar var fyrsta skrefið tekið í myndun þeirrar fagstéttar sem nú sinnir frístundastarfi fyrir börn að skóladegi loknum hér á landi. Lesa meira “Frístundaheimili – Mikilvægi og framfarir”
SAMFÉS og evrópusamstarfið
Á aðalfundi Evrópusamtaka félagsmiðstöðva (European Confederation of Youth Clubs – ECYC) sem haldin var hjá Casals de Joves í Barcelona í október 2015 voru aðalmálin annars vegar hvernig niðurskurður hefur haft áhrif á samtök félagsmiðstöðva hjá 19 aðildarlöndum ECYC og hins vegar var kosið um stefnuyfirlýsingu um gæðastarf í opnu æskulýðsstarfi. Stefnuyfirlýsingin er hluti af þeirri hugmyndafræði sem meðlimir ECYC telja nauðsynlega til að standa vörð um opið æskulýðsstarf og þau samtök sem sinna því starfi. Á aðalfundi í febrúar í Cluj – Napoca var stefnuyfirlýsing um stuðning við opið æskulýðsstarf einróma samþykkt þannig að samtökin vinna hörðum höndum að því að þróa og móta sína æskulýðsstefnu í samræmi við þróun mála í Evrópu. Lesa meira “SAMFÉS og evrópusamstarfið”