Brotna kynslóðin

ingolfurKannski er réttara að kalla hana ,,hina greindu kynslóð“. Í dag er nánast annað hvert barn með einhverja greiningu; ofvirkni, athyglisbrest, lesblindu o.s.fr. Það hefur orðið jákvæð vakning í samfélaginu og kerfið hefur áttað sig á því að við erum ekki öll eins. Viðbrögðin eru svo  að greina mismunandi eiginleika og þarfir barna og unglinga. Í framhaldi hafa svo verið settar að stað hinar ýmsu aðgerðir til að bregðast við þessum mismunandi þörfum.

En bíðum við.

Lesa meira “Brotna kynslóðin”

Týndu börnin

heida elinHversu oft höfum við ekki séð auglýsingar í fjölmiðlum frá lögreglunni um týnd ungmenni? Hvað er það sem fær þessi börn til fara að heiman? Hvað er hægt að gera til að hjálpa þessum ungmennum áður en þau lenda á jaðrinum á samfélaginu og áður en þau grípa til þess ráðs að strjúka af heiman? Í janúar á þessu ári var Guðmundur Fylkisson aðalvarðstjóri ráðinn í fullt starf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við leitina á týndu börnunum. Guðmundur hafði sjálfur persónulega reynslu af slíkum málum þar sem hann á dóttur sem hafði lent í slæmum félagsskap og þaðan leiðst út í neyslu vímuefna. Lesa meira “Týndu börnin”

Tölvunotkun unglinga og mikilvægi tómstundamenntunar

birgir steinnÉg velti því oft fyrir mér hvort að þróun tækninnar hafi slæm eða góð áhrif á mannkynið. Við vitum öll að tölvur verða sífellt mikilvægari í nútíma samfélagi. Fyrir suma eru þær meira að segja nauðsynlegar til þess að geta sinnt vinnu eða skóla. Það er hinsvegar staðreynd að tölvunotkun unglinga hefur stóraukist á síðustu árum. Spurningin er þó hvað unglingar gera þegar þeir eru í tölvunni og hvað það er sem hefur orsakað þessa auknu tölvunotkun. Nota þeir tölvur fyrir lærdóm eða vinnu, hanga þeir aðallega á samfélagsmiðlum eins og Facebook, eða sitja þeir gjarnan og spila tölvuleiki? Það getur verið ansi erfitt að rannsaka hver megin tilgangur tölvunotkunar unglinga sé. Lesa meira “Tölvunotkun unglinga og mikilvægi tómstundamenntunar”

Mikilvægi félagsmiðstöðvastarfs

sonja einarsÍ félagsmiðstöðvum víða um land er unnið gott og faglegt starf þar sem starfsmenn setja krafta sína í að veita ungmennum jákvætt og uppbyggjandi umhverfi til að sækja félagsstarf. Á landsbyggðinni er oft minna um fjölbreytni í tómstunda- og íþróttastarfi en gerist í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Það er því hægt að ímynda sér hversu mikilvægt æskulýðsstarf er fyrir ungmenni sem búa á landsbyggðinni og hafa ekki úr miklu að velja. Ef lítið eða ekkert stendur til boða í tómstundastarfi er meiri hætta á að ungmenni leiðist út í óæskilega hegðun svo sem áfengis- og vímuefnaneyslu og jafnvel félagslega einangrun. Starfsemi félagsmiðstöðva er stór þáttur í lífi margra unglinga og hefur mikil áhrif á litla bæi á landsbyggðinni. Félagsmiðstöðvar eru vettvangur fyrir alla og eru þar allir jafnir, ungmenni og starfsfólk, en reynt er eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir allra, hvernig sem þeir standa.

Ég sem starfsmaður og jafnframt forstöðumaður félagsmiðstöðvar á landsbyggðinni tel það brýnt að málefni félagsmiðstöðva séu skoðuð og starfið metið að þeim verðleikum sem það á skilið. Oft er eins og starfsemin sé föst í ákveðnum skorðum vegna fornra hugmynda um félagsmiðstöðvastarfsemi og er upplifunin oftar en ekki sú að hún vegi ekki eins mikið og íþróttastarf eða önnur æskulýðsstarfsemi sem fer fram í sveitarfélaginu. Erfitt getur verið að koma upp áhrifaríku og uppbyggjandi starfi þegar maður þarf í leiðinni að beita kröftum sínum í að vekja upp áhuga og benda samfélaginu á mikilvægi félagsmiðstöðvastarfs. Það, ásamt fjármagni sem úthlutað er til félagsmiðstöðvanna, hefur mikið að segja um þær hindranir sem starfið stendur frammi fyrir og þá möguleika sem starfsemin hefur til þess að bjóða upp á gott og gilt starf. En til þess að starfið nýtist sem best og verði sem öflugast verður samfélagið í heild að átta sig á því hversu mikilvæg og áhrifarík þessi starfsemi er fyrir unglinga.

Við sem vinnum með unglingum í félagsmiðstöðvum erum ekki bara að fara í borðtennis, hanga og leika okkur, heldur erum við samferða þeim í gegnum flókinn og erfiðan veg sem unglingsárin eru. Meðal annars með því að velta fyrir okkur öllum mögulegustu hlutum, aðstæðum og hugmyndum sem á allt sinn hlut í því að móta sjálfstæðan einstakling. Nálgun félagsmiðstöðvastarfsmanna á málefni unglinganna er önnur en skólanna þar sem hún er nálægari þeim og óformlegri en í hinu hefðbundna skólastarfi. Unglingarnir eru oft ófeimnari við að ræða og spjalla um ákveðin málefni sem eru þeim hugleikin við starfsfólk félagsmiðstöðva þar sem þeir fá tækifæri til að velta skoðunum sínum og hugmyndum fyrir sér og að eiga samræður um það í návist félaga sinna á óformlegri vettvangi. Það sem hefur einnig mikið að segja í þessu samhengi er að ungmennin hafi jafnt vægi í samræðum við starfsmanninn og reynt er að skoða öll sjónarhorn.

Markmiðið er að starfið sé uppbyggjandi, jákvætt og skemmtilegt og verði að mikilvægum hluta í uppbyggingu heilbrigðra og sterkra einstaklinga inn í samfélagið. Er það því ekki í þágu samfélagsins að félagsmiðstöðvastarf sé virkt, faglegt og hafi áhrif á þá sem starfið sækja? Ég tel svo vera þar sem við sem vinnum í starfinu tökum að okkur hlutverk sem samferðarfólk og vegvísar einstaklinga sem eru að móta sína leið út í lífið.

Sonja Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Zveskjunnar á Reyðarfirði og nemandi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands

Siggu Dögg kynfræðing í grunnskólana

drofn freysdottirKynfræðsla unglinga er ákaflega mikilvæg. Það er virkilega áríðandi að þau fái kynfræðslu áður en þau fara að þreifa sig áfram í kynlífi og að þau viti hvað er að gerast hjá þeim við kynþroskann og allar þær tilfinningar sem þau eru að upplifa á unglingsárunum. Það er frekar seint í rassinn gripið að fræða unglinga um getnaðarvarnir þegar barn er komið undir eða þau komin með kynsjúkdóma. Kynfræðsla er ekkert nema forvarnir. Þau þurfa að fá fræðslu um allar þessar langanir og tilfinningar sem þau hafa og þau þurfa að vita að þessar hugsanir og tilfinningar séu ósköp eðilegar en ekki afbrigðilegar, sem mörgum finnst þar sem að þetta er allt svo mikið tabú.  Þau þurfa að vita hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað sé afbrigðilegt kynlíf, hvaða getur fylgt því s.s. kynsjúkdómar og að það sem sýnt er í klámmyndum er ekki kynlíf. Lesa meira “Siggu Dögg kynfræðing í grunnskólana”

Ungt fólk á að hafa áhrif – Unglingalýðræði í starfi félagsmiðstöðva

daniel birgirFélagsmiðstöðvarstarf er góður grunnur  þegar kemur að því að efla og byggja upp ungu kynslóðina. Ekki má hugsa um félagsmiðstöðvarstarf eins og það sé leikvöllur fyrir unglinga. Starf félagsmiðstöðva er ígrundað og faglegt en almenningur kemur oft ekki  auga á mikilvægi og áhrif þessarar starfsemi á unglinga. Almenningur tengir starfið oft við leiki, s.s. borðtennis, leikjatölvur, böll, billjard og aðra skemessir þættir í starfinu hafa ákveðinn tilgang því þeir vekja áhuga og fá unglinga frekar til að taka þátt í öllu starfinu. Skemmtangildi og að ná til  unglinga í gegnum áhugasvið þeirra límir saman starfið innan félagsmiðstöðvanna og gerir það að verkum að starfsmenn ná til þeirra í mikilvægum atriðum samhliða leik og skemmtun. Lesa meira “Ungt fólk á að hafa áhrif – Unglingalýðræði í starfi félagsmiðstöðva”