Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung

Fyrirsögnin segir margt um viðhorf til unglinga árið 1992.

Árlega fara unglingar á Íslandi að ókyrrast í mars byrjun vegna dansleiks sem þau hafa beðið lengi eftir. Þau eru óþreyjufull því senn er biðin á enda. Samféshátíðin er nefnilega handan við hornið en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum hvaðan æva af landinu í allsherjargleði í Laugardalshöll. Samféshátíðin sem í daglegu tali er kölluð Samfestingurinn er haldin á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, en þar spilar ungmennaráð samtakanna stóra rullu. Ungmennaráð Samfés, sem skipað er átján lýðræðislega kjörnum fulltrúum, hefur nefnilega haft veg og vanda að dagskránni undanfarin ár en þau bæði velja plötusnúða og hljómsveitir sem koma fram á Samfestingnum sem og aðstoða við viðburðahaldið. Vægi ungmennaráðsins er alltaf að aukast. Þetta er því viðburður haldin fyrir unglinga af unglingum undir handleiðslu starfsmanna félagsmiðstöðva og Samfés. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir æsku landsins. Lesa meira “Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung”

Verkfæri tómstundafræðinnar – Tómstundafræðingur segir frá

Auður Björg ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur leiðbeinanda sínum

Auður Björg Jónheiðardóttir útskrifaðist sem tómstunda- og félagsmálafræðingur BA frá Háskóla Íslands vorið 2018. Á ráðstefnunni Íslenskum æskulýðsrannsóknum í lok árs fékk hún viðurkenningu Félags fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sitt. Í verkefninu hannaði hún námskeið sem hún byggði á aðferðum tómstundafræðinnar og hélt fyrir notendur Batamiðstöðvar. Hluti af verkefninu var einnig mat á því hvernig til tókst. Frítíminn fékk Auði til að segja stuttlega frá verkefninu sínu og störfum sínum í framhaldinu sem tómstunda- og félagsmálafræðingur á vettvangi. Lesa meira “Verkfæri tómstundafræðinnar – Tómstundafræðingur segir frá”

Hvað þarf framtíðin?

Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er quality education eða gæða nám og hef ég mikið velt því fyrir mér í hverju það felst. Mín skoðun er sú að nám sem leggur áherslu á að efla styrkleika og trú einstaklinga á eigin getu til þess að nýta hæfileika sína til hins ítrasta sé gæða nám. En hvernig kennir maður fólki að nýta hæfileika sína til hins ítrasta?

Til að nýta hæfileika sína þarf maður fyrst að komast að því hverjir þeir eru. Þá velti ég því fyrir mér hvað eru hæfileikar? Samkvæmt íslenskri orðabók er það góður eiginleiki, gáfa eða hæfni. Í framhaldi af þessu langar mig til þess að fjalla örstutt um niðurstöður rannsóknar sem ég las um daginn.  Lesa meira “Hvað þarf framtíðin?”

Reykvél með blómalykt

Að reykja rafrettur, eða „veipa“, er æði sem gengur nú yfir þjóðina –allir svölu unglingarnir eiga veip og keppst er um að vera alltaf með nýtt bragð og blása sem stærstu gufuskýi yfir næsta mann. Strax og rafrettur náðu vinsældum hófst umræðan um hvort þetta væri einhverju skárra en sígarettur. Margir fullorðnir nikótínfíklar skiptu úr sígarettum og munntóbaki yfir í rafrettur í von um að losna við hina hvimleiðu fylgikvilla tóbaks, svo sem óþef, versnandi heilsu og kostnaði. Lesa meira “Reykvél með blómalykt”

Skjárinn eða upplifun?

Þegar maður var sjálfur ungur var maður mikið að leika sér úti með vinum sínum. Dagskráin hjá manni var alltaf sú sama, það var skóli, æfing, borða og svo út að leika sér með vinum sínum að lenda í allskonar ævintýrum í allskonar veðrum.  Krakkar í dag hafa aðeins öðruvísi dagskrá, en þeirra dagskrá lítur einhvern veginn svona út skóli: Æfing, borða og svo beint í tölvuna, sjónvarpið eða símann.  Það skiptir ekki máli hvaða veður er úti, unga fólkið vill frekar vera inni að horfa á eitthvað spennandi eða spila einhverja tölvuleiki. Þá fer maður að spyrja sig, er unga fólkið að missa af öllum þeim ævintýrum sem að þau hefðu getað átt á sínum unga aldri með því að hanga fyrir framan tölvuskjáinn alla daga og allar nætur alla daga ársins? Er tölvunotkun að koma í veg fyrir að krakkar fari út og styrki vinasambönd milli sín og vina sinna? Lesa meira “Skjárinn eða upplifun?”

Tómstundir og lífsleikni

Hvað eru tómstundir? Margar fræðilegar skilgreiningar eru til á hugtakinu og enn fleiri í hugum einstaklinga sem allir leggja sína merkingu í orðið. Tími utan vinnu eða skóla? Allur frítími? Hvað ef vinnan er áhugamálið mitt? Er vinnan þá tómstund? Eða er tómstund allur óskipulagður tími, utan æfinga, funda, vinnu, skóla og annars? Er salsakvöld annan hvern þriðjudag tómstund? En ef ég fæ mér vínglas? Er vín tómstund? Eða fíkniefni? Ef ég neyti áfengis eða fíkniefna í frítíma mínum er það þá tómstund? Hvað með aðrar athafnir, hraðakstur, búðarhnupl, morð? Lesa meira “Tómstundir og lífsleikni”