Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?

Ég er starfsmaður í félagsmiðstöð og er það yndisleg vinna. Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir því að vinna með unglingum. Ég var frekar viss um það, þegar ég var sjálf unglingur, að ég vildi vinna í félagsmiðstöð þegar ég yrði eldri. Ég sótti mikið í mína eigin félagsmiðstöð sem unglingur og leit mikið upp til starfsmannana, og er það líklega ein af mörgum ástæðum af hverju ég vildi vinna á þessum vettvangi. Lesa meira “Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?”

Leikjaorðasafn til umsagnar

Skjal með leikjaorðasafni til yfirlestrar

Í kjölfar fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræði hefur orðanefnd í tómstundafræði unnið að því að taka saman leikjaorðasafn. Orðasafnið verður hluti af orðasafni í tómstundafræði sem er hluti af Íðorðabankanum sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur úti.

Orðanefndin óskar nú eftir ábendingum áhugasamra á leikjaorðasafnið áður en það fer í formlega útgáfu og inn í Íðorðabankann fyrir 28. maí nk. Ábendingum um leikjaorðasafnið er hægt að skila hér.

Orðanefnd í tómstundafræði var stofnuð í júní 2013 og gaf út fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræði árið 2019. Þeir aðilar sem komu að stofnun nefndarinnar hafa í mörg ár fundið mjög sterkt fyrir því að fagleg og almenn umræða um tómstundir, frístundir, frítíma, æskulýðsmál og skyld svið er ekki nægilega skýr. Fræðasviðið er ungt á Íslandi og því hafa hugtakanotkun og orðræða mótast í starfi á vettvangi á ómarkvissan hátt. Því var talið brýnt að styrkja faglega orðræðu með stofnun orðanefndar og útgáfu orðasafns.

Orðasafn í tómstundafræði er í sífelldri notkun og uppflettingum í Íðorðasafninu á netinu, þar sem Orðasafn í tómstundafræði er vistað, hefur fjölgað. Síðan þá hefur vinna nefndarinnar haldið áfram enda markmið hennar að kortleggja helstu hugtök og íðorð fræða- og fagvettvangs tómstundafræðinnar.

Sem næsta skref í vinnu nefndarinnar varð fyrir valinu að beina sjónum að leikjaorðum. Nefndin sem starfað hefur óbreytt frá upphafi með þau Ágústu Þorbergsdóttur, Eygló Rúnarsdóttur, Huldu Valdísi Valdimarsdóttur og Jakob Frímann Þorsteinsson innanborðs fékk til liðs við sig sérfræðinga á sviði leiks og leiklistar í frístunda- og skólastarfi, þau Ásu Helgu Ragnarsdóttur Proppé og Ingvar Sigurgeirsson til vinnu við leikjaorðasafnið.

 

 

„Sá á Instagram að þú reykir og drekkur allar helgar“

Samfélagsmiðlar hafa verið mikið í umræðunnu síðustu ár. Í dag eru samfélagsmiðlar helsti samskiptamáti fólks. Stærstu miðlarnir eru Facebook, Instagram og TikTok. Það eru skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum enda eru bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar sem að fylgja þeim. Það sem að félagsmiðstöðvar þurfa að takast á við og getur verið frekar flókið mál eru starfsmenn á samfélagsmiðlum.

Félagsmiðstöðvar nota mikið samfélagsmiðla í starfinu sínu. Instagram hefur verið hvað mest notað þegar kemur að starfi félagsmiðstöðva. Þar inn koma allar helstu upplýsingar til unglinganna, auglýsingar fyrir dagskrá og viðburði og skráningarform. Einnig er mjög auðvelt að hafa samband við félagsmiðstöðina í gegnum skilaboð. Sumir nota líka Instagram til þess að halda utan um klúbba- og hópastarf. Til þess að ná betur til unglingana og útskýra fyrirkomulag fyrir ákveðin viðburði eða hreinlega bara til þess að „peppa“ þá eru starfsmenn oft í forsvari á samfélagsmiðlunum, þá sérstaklega í ,,story” á Instagram og í myndböndum á TikTok. Þegar að unglingarnir sjá mjög reglulega starfsfólk félagsmiðsöðva á samfélagsmiðlum er hætta á því að þau upplifi það sem mjög eðlilegt að fara að fylgja þeim á þeirra persónulegu aðgöngum. Starfsfólkið verður að fígúru (e. figure) .

Starfsfólk félagsmiðstöva eru fyrirmyndir fyrir unglinga og sem er oft mjög vand með farið þegar verið er að ráða starfsfólk í flélagsmiðstöðvar. Gerðar eru kröfur á að starfsfólk beri virðingu fyrir öðrum, séu til fyrirmyndar í samskiptum með því að nota ekki niðrandi orðræðu ásamt því að þeir leiðbeini unglingum þegar þau geri eitthvað rangt. Starfsfólk félagsmiðstöva er oft ungt fólk sem notar mikið samfélagsmiðla og unglingarnir líta mikið upp til. Er ekki mikilvægt að starfsfólk sé líka til fyrirmyndar á samfélagsmiðlum? Að mínu mati finnst mér það mjög mikilvægt. Það er ábyrgð sem að fylgir því að vinna með börnum og unglingum og finnst mér að hún eigi að ná til samfélagsmiðla líka.

Ég velti því samt fyrir mér hvort að starfsstaðir geti krafist þess af starfsfólki sínu hvernig samfélagsmiðlum þeirra sé háttað, hvort það er að hafa þá opna eða lokaða aðganga eða hvað er óviðeigandi á samfélagsmiðlum? Klárlega ekki en það gæti verið sniðug lausn fyrir félagsmiðstöðvar að gera sáttmála meðal starfsmanna hverju sinni þar sem að umræðan er tekin um það hvaða hlutverki starfsfólk gegnir og biðji það um að vera meðvitað um það sem að það er að birta á samfélagsmiðlum.

—-

Guðmunda Bergsdóttir

 

 

Okkur líður öllum allskonar

Tilfinningar eru flókið fyrirbæri sem eiga þó alltaf rétt á sér. Það er okkur mannlegt eðli að upplifa tilfinningar, þær eru margvíslegar og þjóna allar ákveðnum tilgangi. Tilfinningar koma við ýmsar aðstæður, ást, ástarsorg, reiði, hamingja, gleði, kvíði, hræðsla, ótti og svo framvegis. Það er mikilvægt að vita að það er í lagi að vera ekki upp á sitt besta, að eiga góða og slæma daga. Oft og tíðum vitum við nefnilega ekkert endilega af hverju þessar tilfinningar eru til staðar. Af hverju okkur líður eins og okkur líður. Á unglingsaldri eigum við oft erfitt með að skilja þessar flóknu tilfinningar og bregðumst við þeim á mismunandi hátt, byrgjum þær jafnvel inni vegna þess að við skömmumst okkar fyrir þær. En að byrgja tilfinningar inni gerir illt verra og á endanum springa þær út. Lesa meira “Okkur líður öllum allskonar”

Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?

Og hvaða skápur er þetta?

Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér leið og var komin í afneitun á sjálfri mér og var það ekki fyrir en 2016 sem ég samþykki loksins sjálfa mig. En mér finnst samt ég ekki þurfa að koma út. Ég má vera með hverjum sem ég vil og þurfa ekki að skilgreina sjálfa mig. Lesa meira “Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?”

  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?

Tengsl á milli foreldra og barns virðast skipta miklu máli fyrir framtíð hvers og eins og hvernig við mótumst sem fullorðnir einstaklingar, til dæmis hvernig við hegðum okkur og hvaða gildi við höfum. Í barnæsku er mikilvægt að mynduð séu sterk tengsl á milli foreldra og barns svo að barnið muni þróa með sér góða sjálfsmynd. Ef slík tengsl eru ekki mynduð vegna skorts á getu til að sýna umhyggju er meiri hætta á að seinna meir muni barnið leiðast út í óæskilega hegðun. Foreldrar eða forráðamenn sem hafa ekki tök né yfirsýn á hvaða skyldur þau hafa ná oft á tíðum ekki að sinna skyldum sínum þegar kemur að uppeldi barna sinna. Lesa meira ”  Grunur um ofbeldi og vanrækslu – Hvað er næsta skref?”