Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum

Barna- og unglingsárin geta reynst okkur misjöfn og miserfið enda miklar breytingar sem eiga sér stað bæði á líkama og sál á því tímabili. Unglingsárin eru tími forvitni um hina og þessa hluti eins og ástina, kynhneigð og kynlíf svo eitthvað sé nefnt og mætti segja að ungmenni verði forvitnari með hverjum deginum sem líður. Kynfræðsla í grunnskólum spilar því lykilhlutverk í því að stuðla að kynheilbrigði ungmenna og ætti hún að vera skylduáfangi í aðalnámskrá grunnskólanna en ekki undirflokkur annars fags.

Ef ég mætti einhverju breyta við mína grunnskólagöngu sem mér þótti nokkuð þokkaleg í heild sinni væri það kynfræðslan. Lesa meira “Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum”

Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá

Neysla margs kyns orkudrykkja hefur aukist verulega meðal ungmenna upp á síðkastið. En hvers vegna? Orkudrykkir eru ávanabindandi og algengt er að ungmenni neyti þeirra til þess að ná fram einhverskonar örvandi áhrifum (Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2019), þeir eru sérstaklega vinsælir meðal ungmenna þar sem þeir draga úr einkennum þreytu og virðast bæta einbeitingu (Matvælastofnun, 2020). Unglingum finnst frábært að geta vakað langt fram á nótt, vaknað snemma og látið það ekki hafa nein áhrif á sig, „eða þannig”. Um leið og einstaklingur er orðinn háður finnst honum eins og hann nái ekki að „þrauka” daginn nema að fá sér 1-2 drykki á dag, einfaldlega vegna þess að líkami hans er orðinn háður koffíni. Lesa meira “Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá”

Bætum okkur í framkomu við ungmenni

Ég var eitt sinn stödd á borgarstjórnarfundi þar sem ungmennaráð Reykjavíkur mætti og fékk að flytja tillögur sínar fyrir borgarráð. Tvö ungmennaráðanna voru með tillögur að bættri flokkun um borgina, bæði í stofnunum undir Reykjavíkurborg og einnig á götunum. Einn fulltrúanna svaraði og sagðist fagna þessari tillögu, hann bætti þó við að heima hjá sér þá gæfi unglingurinn skít í að flokka og furðaði sig á því að ef ungmenni landsins væru svona æstir í að flokka að þá þyrftu þeir að taka þátt í því. Ef við myndum skipta samfélagshópnum „unglingar“ yfir í annan hóp eins og t.d. konur, þá hefði fólki brugðið við þessi ummæli. Ef sonur hans flokkar ekki heima, þýðir það að allir unglingar flokka ekki rusl? Lesa meira “Bætum okkur í framkomu við ungmenni”

Það þarf ekki nema eina mynd

Á öllum heimilum má finna einhvers konar snjalltæki og eru fáir sem fara að heiman án þess að vera með símann sinn með sér. Í kjölfar þessarar aukningar á snjalltækjum og samfélagsmiðlum má sjá nánast alla unglinga með síma og keppast þau um að vera með nýjustu og bestu símana. Nú til dags sér maður varla framan í fólk vegna þess að við eigum það til að lúta höfði ofan í símann okkar. En hvernig hefur þessi aukning á snjalltækjum áhrif á unglinga í dag og hvort, og þá hvernig, hefur form eineltis breyst í kjölfar þess? Lesa meira “Það þarf ekki nema eina mynd”

Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?

Ég er starfsmaður í félagsmiðstöð og er það yndisleg vinna. Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir því að vinna með unglingum. Ég var frekar viss um það, þegar ég var sjálf unglingur, að ég vildi vinna í félagsmiðstöð þegar ég yrði eldri. Ég sótti mikið í mína eigin félagsmiðstöð sem unglingur og leit mikið upp til starfsmannana, og er það líklega ein af mörgum ástæðum af hverju ég vildi vinna á þessum vettvangi. Lesa meira “Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?”

Leikjaorðasafn til umsagnar

Skjal með leikjaorðasafni til yfirlestrar

Í kjölfar fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræði hefur orðanefnd í tómstundafræði unnið að því að taka saman leikjaorðasafn. Orðasafnið verður hluti af orðasafni í tómstundafræði sem er hluti af Íðorðabankanum sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur úti.

Orðanefndin óskar nú eftir ábendingum áhugasamra á leikjaorðasafnið áður en það fer í formlega útgáfu og inn í Íðorðabankann fyrir 28. maí nk. Ábendingum um leikjaorðasafnið er hægt að skila hér.

Orðanefnd í tómstundafræði var stofnuð í júní 2013 og gaf út fyrstu útgáfu Orðasafns í tómstundafræði árið 2019. Þeir aðilar sem komu að stofnun nefndarinnar hafa í mörg ár fundið mjög sterkt fyrir því að fagleg og almenn umræða um tómstundir, frístundir, frítíma, æskulýðsmál og skyld svið er ekki nægilega skýr. Fræðasviðið er ungt á Íslandi og því hafa hugtakanotkun og orðræða mótast í starfi á vettvangi á ómarkvissan hátt. Því var talið brýnt að styrkja faglega orðræðu með stofnun orðanefndar og útgáfu orðasafns.

Orðasafn í tómstundafræði er í sífelldri notkun og uppflettingum í Íðorðasafninu á netinu, þar sem Orðasafn í tómstundafræði er vistað, hefur fjölgað. Síðan þá hefur vinna nefndarinnar haldið áfram enda markmið hennar að kortleggja helstu hugtök og íðorð fræða- og fagvettvangs tómstundafræðinnar.

Sem næsta skref í vinnu nefndarinnar varð fyrir valinu að beina sjónum að leikjaorðum. Nefndin sem starfað hefur óbreytt frá upphafi með þau Ágústu Þorbergsdóttur, Eygló Rúnarsdóttur, Huldu Valdísi Valdimarsdóttur og Jakob Frímann Þorsteinsson innanborðs fékk til liðs við sig sérfræðinga á sviði leiks og leiklistar í frístunda- og skólastarfi, þau Ásu Helgu Ragnarsdóttur Proppé og Ingvar Sigurgeirsson til vinnu við leikjaorðasafnið.