Ofursnigillinn Túrbó – Fyrirmynd okkar allra?

Margir kannast við teiknimyndina Túrbó, fyrir þá sem ekki vita þá fjallar teiknimyndin um lítinn snigil sem hefur það að áhugamáli að elska kappakstursbíla eða nánast öllu sem hefur eitthvað með mikinn hraða að gera. Snigillinn býr í litlum tómatagarði þar em lífið er að gera honum leitt en dag einn lendir Túrbó ofan á bíl, bíllinn ekur gríðarlega hratt og snigillinn Túrbó sogast þannig inn í vélina á bílnum. Í þessari atburðarás verður Túrbó fyrir miklu áfalli en áttar sig síðan á því að eftir þetta mikla áfall öðlaðist hann ofurkraft. Lesa meira “Ofursnigillinn Túrbó – Fyrirmynd okkar allra?”

Skrollarasamfélag

Þú opnar augun, teygir hendina að náttborðinu og grípur utan um símann, áður en þú gerir nokkuð annað. Þessa lýsingu á fyrsta verki dagsins gætu sumir tengt við en aðrir ekki. Síminn er orðinn þróaðri en hann var og er orðinn nauðsynjavara í daglegu lífi. Við förum ekki út úr húsi án þess að taka hann með okkur. Umræða í kringum unglinga og snjalltækjanotkun þeirra hefur verið mikið á vörum landsmanna síðastliðna mánuði og virðist oftast vera neikvæð. Ég upplifi það að verið sé að kenna unglingunum um hvernig þau haga sér þegar kemur að snjalltækjum. Þau fæddust inn í þennan nútíma og við verðum að læra að vinna okkur í kringum það, tæknin mun alltaf aukast. Lesa meira “Skrollarasamfélag”

Eru samfélagsmiðlar að stela sjálfsmynd unglinga?

Í nútímasamfélagi hafa samfélagsmiðlar aukist töluvert og það mun bara halda áfram að aukast í náinni framtíð. Það eru sífellt að koma ný öpp (smáforrit) á markaðinn en við erum þó flest með Instagram, Facebook, Tiktok og Snapchat. Á unglingsárunum eykst hormónaframleiðsla, tilfinningalegar breytingar eru áberandi og geta verið erfiðar fyrir unglinga. Þegar ég var unglingur höfðu samfélagsmiðlar gríðarlega neikvæð áhrif á mig á svo marga vegu. Sjálfstraust mitt var ekki mikið og ég var stanslaust að bera mig saman við áhrifavaldastjörnur og frægt fólk á netinu. Lesa meira “Eru samfélagsmiðlar að stela sjálfsmynd unglinga?”

Ég nenni ekki að gera neitt þegar veðrið er svona leiðinlegt

Endalaust heyrum við talað um mikilvægi þess að eyða tíma úti og leika sér með öðrum í athöfnum sem tengjast útiveru eins og hópeflisleikjum, útiíþróttum og göngum. En hér á landi er ekki alltaf veður sem býður upp á það að eyða tíma úti með öðrum. Hvað er þá hægt að gera inni sem veitir félagslega örvun og er uppbyggjandi hópefli, sem flestir geta tekið þátt í óháð uppruna eða hæfileikum fólks?

Lesa meira “Ég nenni ekki að gera neitt þegar veðrið er svona leiðinlegt”

Hið flókna álag á unglingum í dag

Að vera unglingur í dag er mjög flókin upplifun og er oft misskilin af fullorðnum. Þó að unglingsárin hafi alltaf verið tími breytinga og að finna sjálfa/sjálfan/sjálft sig, þá er álagið sem unglingar standa frammi fyrir í dag einstakt og stundum yfirþyrmandi. Það er allt frá streitu vegna skóla og lærdóms yfir í streitu vegna samfélagsmiðla. Svo að það sé hægt að skilja líf nútíma unglings þá krefst það sveigjanleika, aðlögunarhæfni og sterks stuðningsnets. Lesa meira “Hið flókna álag á unglingum í dag”

Inngildandi félagsmiðstöðastarf – eða hvað?

Þegar ég horfi í kringum mig hugsa ég: Vá! Þetta poolborð er svo flott, ég er spennt að taka leik! NÆS! Ég get spilað borðtennis! Halló! Hver kemur í FIFA leik í tölvunni? Ég ætla að rústa ykkur og ef ekki þar, þá tökum við leik í foosball! Þetta er geggjað! Það er svo fjölbreytt dagskrá og það er skíðaferð í þessum mánuði! Þetta er allt svo skemmtilegt! Ég veit ekki hvernig ég varð svona heppin fá að taka þátt í þessu öllu! Lesa meira “Inngildandi félagsmiðstöðastarf – eða hvað?”