Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!

ivar orri aronssonKynfræðsla, ekki kynhræðsla! Þetta voru upphafsorð Eyrúnar Magnúsdóttur, fulltrúa í Ungmennaráði Laugardals og Háaleitis, á borgarstjórnarfundi á dögunum. Þar kom hún fyrir borgarstjórn og lagði fram tillögu að aukinni kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar. Fyrir nokkrum vikum birtist grein í Fréttatímanum þar sem tekið var viðtal við nokkra nemendur í efstu bekkjum grunnskóla um kynfræðslu. Viðmælendur töldu kynfræðsluna vera til skammar, kennslubókin sem notast er við er 18 ára gömul og úrelt. Viðmælendur rifjuðu upp hversu oft þau hafa fengið kynfræðslu og töldu upp 2 skipti, í 6. bekk og síðan í 9. bekk. Einn viðmælandi sagðist hafa lært meira á svokölluðu Tabú kvöldi í félagsmiðstöðinni sinni en í kynfræðslu í skólanum. Þar gátu krakkarnir skrifað nafnlausar spurningar og vangaveltur á miða og síðan var tekin umræða um það með öðrum unglingum og starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar. Lesa meira “Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!”

Áhrif samskiptamiðla á sjálfsmynd unglinga

sonja lindMálefni sem hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið er sjálfsmynd unglinga og þau áhrif sem samskiptamiðlar og aukin notkun á þeim hefur á hana. Sjálfsmyndakrísa er vissulega ekki nýtilkominn vandi á unglingsárunum en samskiptamiðlarnir eru tiltölulega nýlegir og í dag er það stór undantekning ef unglingur notast ekki við slíka miðla. Með samskiptamiðlum er átt við forrit á borð við Facebook, Instagram og Snapchat, en þetta eru nokkrir best þekktu samskiptamiðlarnir úr þeim hafsjó sem í boði er. Lesa meira “Áhrif samskiptamiðla á sjálfsmynd unglinga”

Hagó/Való – Való/Hagó

gissur ariValhúsaskóli og Hagaskóli eru gagnfræðaskólar sem eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, Hagaskóli í Vesturbænum í Reykjavík og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Þetta eru nágrannaskólar og hefur verið nettur rígur þeirra á milli allt frá því að Valhúsaskóli var stofnaður, árið 1974. Ástæðan fyrir þessum ríg er að mínu mati fyrst og fremst sú staðreynd að í þessum hverfum eru tvö íþróttafélög, Grótta og KR. Það er innstimplað í Vesturbæinga og Seltirninga strax á barnsaldri að þegar þessi lið mætast viltu ekki bíða lægri hlut. Þó svo að Grótta og KR séu ekki að keppa mikið hvort við annað í meistaraflokkum félaganna, þar sem KR hefur talsvert betra fótboltalið en Grótta og Grótta hefur yfirhöndina í handboltanum. Á hverju ári mætast þessir skólar á Hagó-Való deginum og keppa þar í hinum ýmsu íþróttagreinum þar sem ekkert er gefið eftir. Lesa meira “Hagó/Való – Való/Hagó”

Ég pant fá að ráða!

Þegar kemur að ákvarðanatöku í málum sem tengjast okkur langar okkur flestum að hafa eitthvað  um málin að segja og þannig hafa áhrif á það hvernig þau eru afgreidd. Stundum erum við spurð hvað okkur finnst og jafnvel tekið mark á því sem við segjum. Í stærri málum, þar sem ekki er hægt að spyrja alla, kjósum við t.d. fulltrúa fyrir okkur og treystum því að viðkomandi standi undir því trausti. Þessir fulltrúar eru s.s. alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk sem allt eru málsmetandi forkólfar og talsmenn mismunandi hagsmunahópa. Lesa meira “Ég pant fá að ráða!”

Útivera fyrir alla

kristin kristinsdottirAð vera úti er hollt og gott fyrir alla og bætir heilsuna, hvort sem að það er andlega heilsan eða líkamlega. Ég tel að það sé mikilvægt að börn og fullorðnir séu duglegir að fara út, anda að sér fersku lofti og tæma hugann í fallegu náttúrunni okkar. Sjálf hef ég mikinn áhuga á útivist og er sannfærð um að það sé besta meðalið við þeim kvillum sem geta hrjáð okkur. Lesa meira “Útivera fyrir alla”

Freistar síminn í óspennandi kennslu?

ingimarFyrir nokkru rakst ég á grein inni á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldskólakennara fór yfir símanotkun unglinga. Í þeirri grein er fyrirsögnin „Kennarar varnarlausir gagnvart símum nemenda“. Guðríður er á því að nemendur séu með símann uppi allan daginn í skólanum. Sjálfur finnst mér það vera nokkuð líklegt ef ég hugsa til baka um mína skólagöngu og sögur frá öðrum einstaklingum. Umræðan sem Guðríður tekur fjallar meira um öryggi kennara og hvernig símanotkun unglinga getur ógnað persónulegu lífi þeirra. Kennarar hafa leitað til hennar og sambandsins „þar sem tekin hafa verið upp samtöl, hljóð- eða myndbrot af þeim án þeirra vitundar.“ Lesa meira “Freistar síminn í óspennandi kennslu?”