Hreyfing barna og unglinga

Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn og unglingar þurfa á að halda í raun og veru. En ráðlögð hreyfing barna er 60 mínútur á dag, sem þó er hægt að skipta niður í styttri tímabil yfir daginn til dæmis 15-30 mínútur í senn. Ég tel að mikilvægt sé að börnum og unglingunum þyki hreyfingin sem þau stunda vera skemmtilega og hún sé fjölbreytt og sé í samræmi við færni þeirra og getu. Lesa meira “Hreyfing barna og unglinga”

Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga

Tíðni kynlífsathafna fer hækkandi hjá unglingum vegna áfengisneyslu. Þeir unglingar sem eiga stranga foreldra eru líklegri til þess að byrja fyrr að stunda kynlíf og þeir sem eiga afskiptalausa foreldra eru þar á eftir. Áfengisneysla er stór partur þess að unglingar sýni slæma kynhegðun, þau eru líklegri til þess að stunda óábyrgt kynlíf undir áhrifum áfengis. Við þekkjum það mörg að þegar maður er undir áhrifum áfengis þá er maður líklegri til þess að taka áhættur og gera hluti sem maður myndi vanalega ekki gera þegar maður er ódrukkinn. Lesa meira “Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga”

Er síminn að ræna ungmenni svefni?

Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég ásamt 15-16 ára stúlkum í æfingarferð norður til Akureyrar. Ferðin gekk vel á allan hátt og var skemmtileg. Það sem vakti þó athygli mína var að þegar stúlkunum var sagt að nú væri komið að háttatíma að þá snéru sér nokkrar á hliðina og fóru í símann sinn. Ég ákvað að bíða í smá stund og sjá svo til hvort þær myndu leggja hann frá sér stuttu síðar. Svo var ekki. Þess í stað þurfti ég að biðja þær að hætta einnig í símanum. Ein stúlkan brá því á það ráð að fara með símann undir sængina og hélt því að hún gæti haldið áfram iðju sinni þar. Hún vissi ekki að sængin öll ljómaði því hún var með skjábirtu stigið á hæstu stillingu.  Lesa meira “Er síminn að ræna ungmenni svefni?”

Vil ég vera fyrirmynd?

Ef einhver hefði spurt mig sjálfa fyrir 10 árum hvort að ég héldi að ég gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra hefði svarið verið nei. Ég var þessi stelpa sem var mjög feimin en aftur á mót mjög virk. Ég var hluti af vinahóp sem voru svona ,,the cool kids” ef við slettum aðeins en ég var svo aftarlega í fæðukeðjunni hjá þeim að ég hékk inn í hópunum því að besta vinkona mín þá var í hópnum. Mig langaði alltaf að vera vinsæl og vera með í öllu en það var ekkert þannig, ég var með en var samt svo ósýnileg. Lesa meira “Vil ég vera fyrirmynd?”

Taka unglingar kynjajafnrétti alvarlega?

Í námi mínu við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands las ég nýlega grein sem fjallar um kynjajafnrétti. Og heitir hún „Er áhugi á kynjajafnrétti sprottinn af áhyggjum af slakri stöðu drengja?“ Þessi grein vekur mann svolítið til umhugsunar og titillinn er frekar grípandi því maður tekur meira og meira eftir því í samfélaginu að drengir eru svolítið útundan í „kynjajafnréttis“ fræðslunni sem nú á sér stað. Lesa meira “Taka unglingar kynjajafnrétti alvarlega?”

Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?

Fræðimaðurinn Erik Eriksson skilgreindi þroskaferli mannsins frá vöggu til grafar þar sem hann lýsti átta stigum þroska. Eitt að þessum stigum eru unglingsárin. Á unglingsárunum byrjum við að skapa okkar eigin sjálfsmynd, reynum að finna út úr því hver við erum og hver við viljum vera. Þetta þroskaferli á sér stað á aldrinum 12 til 20 ára. Frá aldrinum 12 til 20 ára eru ungmenni að stíga sín fyrstu skref inn á unglingsárin og síðan yfir á fullorðins árin eftir að þau hafa náð yfir 20 ára aldurinn. Á þessu skeiði eru ungmennin að byrja mynda sjálfsmynd sína og má því segja að þetta skeið sé eitt af mikilvægustu skeiðum á lífsleið okkar. Við förum öll á þetta skeið. Við lendum öll í því að finnast við vera týnd, vita ekki hvert við viljum stefna eða hvað við viljum gera við framtíðina sem blasir við okkur (Berger, 2015).

Lesa meira “Sjálfsmynd ungmenna – Of mikil áhersla á getu og hæfni?”