Eftirfylgni fósturbarna á Íslandi mikilvæg?

Það fer ekkert á milli mála að fósturbörnum fer fjölgandi hér á landi sem er frábær þróun að vissu leiti þar sem að það eru ansi mörg börn og unglingar sem að þurfa á því að halda. En vandamálið sem hefur fylgt því er viðhorf annarra barna til þeirra sem eru í fóstri og eftirfylgni þeirra frá barnarvernd er heldur lítil. Það hefur lengi verið litið á fósturheimili sem einskonar athvarf fyrir vandræða unglinga en algengasta orsök þess að börn eru send á fósturheimili er vegna erfiðra aðstæðna á heimili þeirra. Það er alls ekki óalgengt að sú sé staðan en oftast liggur vandamálið á heimili þeirra. Lesa meira “Eftirfylgni fósturbarna á Íslandi mikilvæg?”

Áhættuhegðun unglinga

 

Áhættuhegðun. Flest okkar hafa heyrt þetta orð og þá í tengslum við unglinga en hvað er áhættuhegðun? Áhættuhegðun er víðfemt hugtak og hafa margir rannsakendur leitast við að skilgreina hugtakið. Flestar skilgreiningarnar eiga það sameiginlegt að telja áhættuhegðun vísa til hegðunarmynsturs sem getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklinga og ógnað heilbrigði þeirra. Slík hegðun getur aukið líkur á því að einstaklingar lendi í einhverskonar vanda en þess ber að geta að sá sem stundar áhættuhegðun leggur ekki bara sjálfan sig í hættu heldur einnig aðra einstaklinga sem að taka þátt í henni. Í mörgum tilfellum hefur áhættuhegðun unglinga áhrif á líf marga fjölskyldumeðlima og ættingja.

Lesa meira “Áhættuhegðun unglinga”

Íslenskar fyrirmyndir sem að elska að taka dóp?

Ég sest inn í bíl eftir langan og strangan dag, sný lyklinum í svissinum, bíllinn fer í gang og þar af leiðandi útvarpið líka. Þegar ég er kominn hálfa leiðina heim klárast lagið sem var í gangi og við tekur dáleiðandi raftónlist, takturinn er hrífandi, minnir svolítið á teknó-klúbb. Fljótlega byrjar dimm og drungaleg rödd að kyrja orðin:

„Ungir strákar sem að elska að taka dóp!
Ungir strákar sem að fá ekki nóg!“

Lesa meira “Íslenskar fyrirmyndir sem að elska að taka dóp?”

Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?

Ég held að flestir á mínum aldri muni eftir óþægilegum kennslustundum í kynfræðslu á unglingsstigi í grunnskóla. Ég man eftir að hafa setið í líffræðifræði tíma og horft óörugg í kringum mig þegar kennarinn setti spólu í tækið og við horfðum á fæðingu. Allir flissuðu og stelpurnar svitnuðu við tilhugsunina um að þær myndu kannski þurfa að ganga í gegnum þessa kvöð einn daginn. Við fengum síðan tvisvar sinnum kynfræðslu þar sem okkur var skipt í tvo hópa: stelpur og stráka. Hjá okkur stelpum var rætt um tíðahringinn, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Í algjörri hreinskilni þá hljómaði kynlíf mjög óspennandi og hættulegt eftir þessa tvo tíma. Lesa meira “Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?”

Hreyfing barna og unglinga

Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á, bæði andlega og líkamlega heilsan. Hver sem við erum eða hvar sem við búum eigum við það öll sameiginlegt. Flestum er orðið nokkuð ljóst að hreyfing skiptir okkur miklu máli þegar kemur að því að viðhaldi góðri líkamlegri og andlegri heilsu og er öllum jafn mikilvæg og þar er engin undantekning þegar kemur að börnum og unglingum. Ég tel þó að foreldrar séu ekki nógu meðvitaðir og upplýstir um hversu mikla hreyfingu börn og unglingar þurfa á að halda í raun og veru. En ráðlögð hreyfing barna er 60 mínútur á dag, sem þó er hægt að skipta niður í styttri tímabil yfir daginn til dæmis 15-30 mínútur í senn. Ég tel að mikilvægt sé að börnum og unglingunum þyki hreyfingin sem þau stunda vera skemmtilega og hún sé fjölbreytt og sé í samræmi við færni þeirra og getu. Lesa meira “Hreyfing barna og unglinga”

Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga

Tíðni kynlífsathafna fer hækkandi hjá unglingum vegna áfengisneyslu. Þeir unglingar sem eiga stranga foreldra eru líklegri til þess að byrja fyrr að stunda kynlíf og þeir sem eiga afskiptalausa foreldra eru þar á eftir. Áfengisneysla er stór partur þess að unglingar sýni slæma kynhegðun, þau eru líklegri til þess að stunda óábyrgt kynlíf undir áhrifum áfengis. Við þekkjum það mörg að þegar maður er undir áhrifum áfengis þá er maður líklegri til þess að taka áhættur og gera hluti sem maður myndi vanalega ekki gera þegar maður er ódrukkinn. Lesa meira “Áhrif áfengisneyslu á kynhegðun unglinga”