Unglingar, netheimar og samskiptaforrit

Einn af þeim grundvallar hlutum sem hafa haft mikil áhrif á mannkynið í gegnum áratuginna er uppfinning tölvunnar og þróun tölvutækninnar. Hvort sem þessi áhrif birtast í daglegu lífi okkar eða sem áhrifavaldur í þróun hátækni lækna vísinda og sem á öðrum rannsóknarsviðum er eitt víst að án hennar gætum við ekki verið í dag. Þökk sé þessari uppfiningu sem Alan Turing gaf okkur og þróun hennar hefur heimurinn ef svo mætti segja orðið hraðari, snjallari og minni fyrir vikið. Lesa meira “Unglingar, netheimar og samskiptaforrit”

Einelti er dauðans alvara …

Að flytja á nýjan stað getur haft margt í för með sér, bæði jákvætt og neikvætt og skiptir þá engu máli á hvaða aldri maður er. Það getur bæði verið spennandi en einnig getur því líka fylgt mikil óvissa, sér í lagi fyrir yngri kynslóðina þar sem að þau eru sífellt í mótun og sum hver þola illa breytingar.

Oft gera börn sér ekki grein fyrir því hvað þau eru að gera þegar að þau taka nýja nemandann fyrir bæði með því að stríða og skilja t.d. út undan. En hvað er það sem veldur því að einstaklingar leggja aðra einstaklinga í einelti? Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði og má finna einn Lesa meira “Einelti er dauðans alvara …”

Fjármálalæsi

Umræðan um læsi hefur verið áberandi seinustu ár á Íslandi. Börn hafa verið að koma illa út úr rannsóknum og hvað lestrar færni varðar. Menntastofnanir leggja sig nú allar fram við að koma með úrbætur í kennslu og eflingu á aukinni lestragetu.

En það er einn mikilvægur þáttur sem hefur svolítið gleymst og ekki síður mikilvægur en það er fjármálalæsi. Fjármálaskilning eða fjármálalæsi  er  nauðsynlegt að hafa fyrir þekkingu og skilning í númtímasamfélagi. Lesa meira “Fjármálalæsi”

Kynlíf og unglingar

Unglingsárin eru viðkvæmir tímar í lífi flestra. Spurningar og vangaveltur um allskyns atriði vakna. Eitt þeirra atriða er kynlíf. Sú umræða getur verið vandræðaleg og óþægileg fyrir flesta unglinga og þeir vilja helst ekki tala um það um við aðra en forvitnir eru þó flestir. Hvar fá krakkarnir svör við sínum vangaveltum? Á vafasömum netsíðum, samskiptum við félaga, í myndum og fleira í þeim dúr. Skilaboðin sem þaðan eru fengin eru oft að kynlíf sé eftirsóknarvert, karlar eru alltaf til í tuskið og konurnar elta, stuttur forleikur, báðir fá fullnægingu í endann og allir voða sáttir og sælir. Er það raunveruleikinn? Lesa meira “Kynlíf og unglingar”

Yndislestur, áhrif tækninnar í síbreytilegu samfélagi

Frá því að ég var ung hef ég alltaf haft mikinn áhuga á lestri og alltaf þekkt hugtakið yndislestur. Yndislestur er þegar aðili kýs að lesa sér til gamans, lesefnið er sérvalið og einstaklingurinn er ekki skyldugur til þess að lesa það. Fyrir mér var yndislestur sá tími sem fór í að lesa áhugaverða bók í rólegu umhverfi. Í dag finnst mér þó töluvert erfiðara að finna merkinguna á bakvið hugtakið. Hvort það sé vegna þeirra hröðu breytinga sem hafa orðið í samfélaginu eða að ég sé orðin eldri veit ég ekki. Þarf einstaklingur að halda á bók og fletta blaðsíðu fyrir blaðsíðu til þess að það kallist yndislestur? Ef þú slærð inn spurninguna „hvað er yndislestur“ í leitarvél Google blasir strax við setningin „Bók er vina best“. Lesa meira “Yndislestur, áhrif tækninnar í síbreytilegu samfélagi”

Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?

Á undanförnum árum hefur verið greint frá því að andlegri heilsu unglinga hafi hrakað mjög. Unglingar eru frekar að glíma við kvíða og þunglyndi og önnur andleg veikindi nú á dögum. Margar ástæður geta verið fyrir því að unglingar á Íslandi í dag eigi erfiðara andlega. Samfélagið sem unglingar alast upp í er samfélag hraða og mikilla breytinga. Einn af fylgifiskum þess er að Ísland gæti flokkast undir svo kallað neyslusamfélag. Þörfin er svo mikil að eignast allt það nýjasta og flottasta. Oft á tíðum held ég að unglingar lendi í þessa gildru, bæði út af áhrifum frá samfélaginu, hópþrýstingi og þeirri náttúrulegu tilfinningu að vilja tilheyra. Lesa meira “Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?”