Kynjaskipting í tómstundastarfi

Lengi hefur tíðkast í tómstundastarfi með börnum og unglingum að styðjast við kynjaskiptingu þegar kemur að hópstarfi. Þessi skipting einkennist oft af gömlum hugmyndum um hlutverk kynjanna og gerir hún í flestum tilfellum aðeins ráð fyrir tveimur kynjum. Með það í huga er mikilvægt að skoða hver raunveruleg markmið eru í kynjaskiptingu í hópstarfi og hvaða áhrif tómstundastarf hefur á staðalímyndir samfélagsins. Lesa meira “Kynjaskipting í tómstundastarfi”

Kynjaímynd karlmanna

Hefur viðhorf unglinga til karlmennsku breyst mikið á síðustu árum? Nú eru 9 ár síðan ég var nemandi í grunnskóla en núna vinn ég sem forfallakennari í grunnskóla. Á mínum unglingsárum upplifði ég að það að vera karlmaður er einhver sem er sterkur, harður, duglegur, lætur ekkert á sig fá og sýnir ekki veikleika. Þeir strákar sem voru með mér í árgangi sem voru viðkvæmir, ekki mikið fyrir íþróttir og áttu jafnvel mikið af vinkonum voru sagðir vera „hommalegir“. Þessi hugmynd myndast út frá því að það er talið mjög eðlilegt að stelpur sýni viðkvæmi, gráti og líði illa og fylgir það staðalímyndinni sem hefur ríkt í tugi ára um samkynhneigða karlmenn að þeir séu alltaf svo stelpulegir. Þetta var mín upplifun í grunnskóla og sérstaklega í unglingadeild. Lesa meira “Kynjaímynd karlmanna”