Ungmenni í dag eru að berjast við allskonar áskoranir sem fyrrum kynslóðir hafa ekki þurft að upplifa. Hverjar eru afleiðingar þessara áskorana? Tæknivæðing hefur mikil áhrif á ungmenni í dag bæði á góðan hátt og slæman. Ungmenni í dag verða fyrir stanslausri áreitni frá samfélagsmiðlum allan sólahringinn nema að þau sjálfviljug slökkvi á símunum, tölvunum og öðrum raftækjum sem þau hafa aðgengi að. Lesa meira “Unglingar eru framtíðin”
Tag: samfélagsmiðlar
Framhaldsskólalífið
Unglingar sem eru í framhaldsskóla eru misjafnir, það eru ekki allir með sömu áhugamál en þegar gengið er inn um aðaldyr framhaldsskóla eru margir draumar og áhugamál. Þetta er fólk framtíðarinnar og ungt fólk nútímans. Ungmennin eru allavega og er mikilvægt að þau fái að halda áfram að rækta sína hæfileika og vinna að sínum draumum sem jafnvel eru tengdir áhugamálum þeirra. Það er mikilvægt að fullorðið fólk sem vinnur með unglingum jafnt sem foreldrar séu tilbúnir að hlusta á hvað ungmennin hafa að segja og vera til staðar fyrir þau. Sumir unglingar eru meira hlédrægir og aðrir opnir sem bók sem auðveldlega væri hægt að lesa en þegar allt kemur til alls þá er enginn eins sem er frábært. Lesa meira “Framhaldsskólalífið”
Skrollarasamfélag
Þú opnar augun, teygir hendina að náttborðinu og grípur utan um símann, áður en þú gerir nokkuð annað. Þessa lýsingu á fyrsta verki dagsins gætu sumir tengt við en aðrir ekki. Síminn er orðinn þróaðri en hann var og er orðinn nauðsynjavara í daglegu lífi. Við förum ekki út úr húsi án þess að taka hann með okkur. Umræða í kringum unglinga og snjalltækjanotkun þeirra hefur verið mikið á vörum landsmanna síðastliðna mánuði og virðist oftast vera neikvæð. Ég upplifi það að verið sé að kenna unglingunum um hvernig þau haga sér þegar kemur að snjalltækjum. Þau fæddust inn í þennan nútíma og við verðum að læra að vinna okkur í kringum það, tæknin mun alltaf aukast. Lesa meira “Skrollarasamfélag”
Eru samfélagsmiðlar að stela sjálfsmynd unglinga?
Í nútímasamfélagi hafa samfélagsmiðlar aukist töluvert og það mun bara halda áfram að aukast í náinni framtíð. Það eru sífellt að koma ný öpp (smáforrit) á markaðinn en við erum þó flest með Instagram, Facebook, Tiktok og Snapchat. Á unglingsárunum eykst hormónaframleiðsla, tilfinningalegar breytingar eru áberandi og geta verið erfiðar fyrir unglinga. Þegar ég var unglingur höfðu samfélagsmiðlar gríðarlega neikvæð áhrif á mig á svo marga vegu. Sjálfstraust mitt var ekki mikið og ég var stanslaust að bera mig saman við áhrifavaldastjörnur og frægt fólk á netinu. Lesa meira “Eru samfélagsmiðlar að stela sjálfsmynd unglinga?”
Hið flókna álag á unglingum í dag
Að vera unglingur í dag er mjög flókin upplifun og er oft misskilin af fullorðnum. Þó að unglingsárin hafi alltaf verið tími breytinga og að finna sjálfa/sjálfan/sjálft sig, þá er álagið sem unglingar standa frammi fyrir í dag einstakt og stundum yfirþyrmandi. Það er allt frá streitu vegna skóla og lærdóms yfir í streitu vegna samfélagsmiðla. Svo að það sé hægt að skilja líf nútíma unglings þá krefst það sveigjanleika, aðlögunarhæfni og sterks stuðningsnets. Lesa meira “Hið flókna álag á unglingum í dag”
Erum við góðar fyrirmyndir?
Í nútímasamfélagi þá eigum við flest öll snjallsíma eða snjalltæki og flest okkar eru með einhver af eftirfarandi öppum hjá okkur; Facebook, Snapchat, Instagram og TikTok. Við sem fullorðin erum ættum að geta lesið á milli raunveruleikans og þeirrar glansmyndar sem oft er sett á samfélagsmiðla. Við vitum að ekki er allt sem sýnist en hvað með ungmennin okkar? 13 ára aldurstakmark er á þessi forrit en margir eru komnir með aðgang áður en þeir ná þeim aldri. Eru börnin okkar og ungmenni fær um að geta greint á milli raunveruleikans og glansmyndarinnar sem birtist á samfélagsmiðlum?