Félagsmiðstöð.xlsx

gislifelixHugtakið félagsmiðstöð er flestum kunnugt og skilgreina það eflaust margir út frá þeirri  aðstöðu sem þar má finna. Að félagsmiðstöðin sé eins konar „hangout“ unglinga þar sem þeir geta hist, spilað borðtennis og pool og mætt á böll. Raunin er sú að í félagsmiðstöðvum er unnið margþætt starf sem allt miðar að því að efla unglinginn sem einstakling og hjálpa honum að móta með sér heildstæða sjálfsmynd. Þarfir unglinganna sem félagmiðstöðina sækja eru fjölbreyttar og ólíkar og tekur starfið ávallt mið af þessum þörfum. Það þýðir að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er síbreytileg og eiga unglingarnir sjálfir stóran þátt í að móta hana í samvinnu við starfsfólk. Lesa meira “Félagsmiðstöð.xlsx”

Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!

ivar orri aronssonKynfræðsla, ekki kynhræðsla! Þetta voru upphafsorð Eyrúnar Magnúsdóttur, fulltrúa í Ungmennaráði Laugardals og Háaleitis, á borgarstjórnarfundi á dögunum. Þar kom hún fyrir borgarstjórn og lagði fram tillögu að aukinni kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar. Fyrir nokkrum vikum birtist grein í Fréttatímanum þar sem tekið var viðtal við nokkra nemendur í efstu bekkjum grunnskóla um kynfræðslu. Viðmælendur töldu kynfræðsluna vera til skammar, kennslubókin sem notast er við er 18 ára gömul og úrelt. Viðmælendur rifjuðu upp hversu oft þau hafa fengið kynfræðslu og töldu upp 2 skipti, í 6. bekk og síðan í 9. bekk. Einn viðmælandi sagðist hafa lært meira á svokölluðu Tabú kvöldi í félagsmiðstöðinni sinni en í kynfræðslu í skólanum. Þar gátu krakkarnir skrifað nafnlausar spurningar og vangaveltur á miða og síðan var tekin umræða um það með öðrum unglingum og starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar. Lesa meira “Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!”

Félagsmiðstöðin – Mitt annað heimili

anton ornNýverið ákvað fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar að breyta reksti félagsmiðstöðvarinnar þar í bæ.  Þessar breytingar urðu til þess að starfshlutfall fostöðumanns til 24 ára lækkaði umtalsvert eða um 15%. Opnunartíminn breyttist við þessar breytingar en frá og með skólaári 2016-2017 verður nánast aðeins um kvöld-opnanir um að ræða. Þá verður opið fimm kvöld í viku 19:30 – 22:00- , öll kvöld nema fimmtudaga og sunnudaga. Að auki verður aðeins opið í tvær klukkustundir á dag, tvo daga í viku miðvikudaga og þriðjudaga frá 16:00-18:00. Félagsmiðstöðin verður því opin í 16,5 klukkustundir á viku sem er líkt því og þekkist annarstaðar að sögn formanns  fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyjabæjar. Lesa meira “Félagsmiðstöðin – Mitt annað heimili”

Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið

steinarFélagsmiðstöðvar eru gríðar mikilvægur þáttur í velferðarþjónustu fyrir unglinga og eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði félagsmiðstöðvarstarfsins. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru óneitanlega miklir áhrifavaldar á starfið og því er mikilvægt að starfsfólkið sé ávallt með það í huga hvernig hægt er að bjóða unglingunum upp á sem besta þjónustu og að starfið sé alltaf á forsendum unglinganna. Ég tel að fjölbreytileiki starfsfólksins sé mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að því að halda uppi góðu starfi og bjóða upp á góða þjónustu. En í hverju felst góð þjónusta í félagsmiðstöð og hvaða hlutverk hefur starfsfólk í raun og veru? Lesa meira “Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið”

Vissir þú þetta um félagsmiðstöðvastarfsmenn?

ÞVE myndFélagsmiðstöðvar hafa verið til í einhverri mynd síðan 1956 sem afdrep fyrir unglinga. Undanfarin ár hefur orðið gífurleg þróun í starfi félagsmiðstöðva, allavega í Reykjavík, og fagstarfið sem þar er unnið skákar oft á tíðum því sem best gerist annars staðar í heiminum. Undirritaður hefur rekið sig á stórskemmtilega fordóma gagnvart starfi félagsmiðstöðva og bakgrunn félagsmiðstöðvarstarfsmanna; talið að þeir séu bara að leika sér og jafnvel í einhverri pattstöðu í lifinu. Því fer ansi fjarri raunveruleikanum.

Vissir þú að…

… forstöðumaður félagsmiðstöðvar þarf að hafa lokið háskólaprófi á uppeldissviði?

… félagsmiðstöðvarstarfsmenn ná stundum að mynda tengsl og vera betur meðvitaðir um félagslegan bakgrunn unglinganna en foreldrar þeirra?

… foreldrar unglinga í vímuefnavanda leita stundum til félagsmiðstöðvastarfsmanna í úrræðaleysi sínu til að reyna tjónka við unglingi?

… félagsmiðstöðvarstarfsmenn eru stundum einu aðilarnir sem unglingurinn treystir fyrir vandamálum og vangaveltum sínum?

… barnavernd fær einna flestar tilkynningar frá félagsmiðstöðvum  (enda ber þeim skylda að tilkynna skv. tilkynningarskyldu) á eftir lögreglu?

… í sumum hverfum Reykjavíkur leggja nánast allir unglingar leið sína í félagsmiðstöðina einhverntíman yfir skólaárið en að ca helmingur reykvískra unglinga mætir vikulega eða oftar?

… félagsmiðstöðvar í Reykjavík fara eftir þremur höfuðgildum; forvarnargildum, menntunargildum og afþreyingargildum. Og að allt starf er skipulagt með þessi gildi að leiðarljósi?

… allir nýir starfsmenn félagsmiðstöðva í Reykjavík fara á grunnnámskeið um starfsemi félagsmiðstöðva, skyndihjálparnámskeið og fræðsludag um verklag í félagsmiðstöðvum. Auk þess að forstöðumaður handleiðir nýjan starfsmann markvisst inn í starfið eftir móttökuáætlun félagsmiðstöðvarinnar?

… félagsmiðstöðvarstarfsmenn eru oft meðvitaðri um félagslega stöðu unglinga en margir aðrir í umhverfinu þeirra?

… félagsmiðstöðvar eru með facebook-síður og einn tilgangur þess er að fylgjast með netvenjum unglinganna og grípa inn óviðeigandi  í aðstæður?

… hver einasta félagsmiðstöð í Reykjavík rýnir í rannsóknir um hagi og líðan unglinga í sínu hverfi og skipuleggur starfsemina út frá þeim?

… hugsanlega er hvergi að finna jafn margar verklagsáætlanir og í starfi félagsmiðstöðva?

… flestir starfsmenn félagsmiðstöðva í Reykjavík eru í eða hafa lokið háskólanámi?

… þessi listi gæti verið miklu lengri?

Með þessum orðum hnykki ég á því að félagsmiðstöðvarstarfsmenn eru ekki að gera bara eitthvað í sínu starfi. Þeir eru fagmenn fram í fingurgóma að vinna markvisst fagsstarf í viðleitni sinni til að skila sjálfsstæðum, sjálfsöruggum, umburðarlyndum og lífsglöðum einstaklingum út í lífið. Og það sem meira er; flestir félagsmiðstöðvarstarfsmenn elska vinnuna sína.

Þorsteinn V. Einarsson
Deildarstjóri unglingastarfs
Frístundamiðstöðin Kampur

Saga félagsmiðstöðva – Viðtal við Árna Guðmunds

Félagsmiðstöðvar eru búnar að vera starfandi hér á Íslandi um nokkur skeið en hversu lengi? Hvenær var fyrsta félagsmiðstöðin stofnuð? Af hverju var hún stofnuð? Við hjá Frítímanum ákváðum að leita svara við þessum spurningum og fleirum. Við veltum fyrir okkur hver væri með þessi svör á reiðum höndum. Hver annar en Árni Guðmundsson, höfundur bókarinnar Saga félagsmiðstöðva og kennari við Háskóla Íslanda. Frítíminn fór á stúfana og hitti fyrir hann Árna Guðmundsson á skrifstofunni hans í Bolholtinu.
Frítíminn ákvað nú á dögunum að prufa í bland nýjar leiðir við miðlun á efni hér á síðunni og tókum því upp viðtal við Árna þar sem saga félagsmiðstöðva er rakin.